Glatað tækifæri Hafliði Helgason skrifar 16. september 2016 07:00 Búvörusamningar sem binda skattborgara þessa lands til 140 milljarða greiðslna til næstu tíu ára voru samþykktir með atkvæðum nítján þingmanna. Endurskoðunarákvæði eru í samningunum, en þau eru háð samningsvilja gagnaðilans sem eru bændur. Eins og svo oft áður í mótun stefnu í kringum landbúnað á Íslandi er viðhorfið að endanlegum greiðendum samningsins, neytendum og skattborgurum, kemur málið ekki við. Einhverjir hafa bent á endurskoðun eftir þrjú ár, en jafnvel þótt bændur séu ósáttir við samninginn munu þeir ekki breyta honum nema að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Alþingi er því búið að festa lágmarksfjárhæð til skattborgara til tíu ára með fulltingi þriðjungs þingmanna. Samstaða stjórnarandstöðu í ljósi þess að ekki var full sátt um samninginn meðal stjórnarþingmanna hefði getað komið í veg fyrir samninginn eða í það minnsta knúið fram verulegar breytingar. Afsakanir stjórnarandstæðinga fyrir hjásetu eru mismunandi. Sumir vísa til hefðar og að um búvörusamning gildi líkt og fjárlög, að hann verði að vera fyrir hendi. Sérkennilegasta afsökun fyrir hjásetunni kom þó frá Pírötum. Birgitta Jónsdóttir sagði berum orðum að hún hefði setið hjá þar sem hún hefði ekki kynnt sér málið nógu vel. Það verður að teljast með miklum ólíkindum að stjórnmálaafl sem mælist með um fjórðungs fylgi í könnunum stundi þau vinnusvik að kynna sér ekki mál sem varðar skuldbindingu skattborgara upp á 140 milljarða næsta áratuginn. Sjónarmið neytenda og bænda þurfa ekki að vera ósamrýmanleg og fráleitt að neytendasjónarmið nái ekki meira máli. Íslenskur landbúnaður hefur gert margt vel, en fullvíst má telja að með minni miðstýringu og yfirbyggingu í kerfinu hefði mátt ná fram meiri sérhæfingu og verðmætum. Stigin hafa verið skref í þá átt með framleiðslu beint frá býli og þróun í ferðaþjónustu ætti að geta opnað ný tækifæri í landbúnaði. Smærri framleiðendur ættu að geta þróað vöru sína fyrir kröfuharðan markað sem valkost á móti hagræðingu hjá stærri framleiðendum. Leiðin til að verja smábýlið þarf ekki endilega að liggja í því að hindra hagræðingu með stórbýlum t.d. í mjólkuriðnaði. Miðstýrt styrkjakerfi er ekki til þess fallið að virkja sköpunarmátt greinarinnar. Stórir milliliðir sem undanþegnir eru samkeppnislögum eru heldur ekki leið til þess að auka verðmætasköpun í landbúnaði. Úr því að ekki tókst að vinna nauðsynlega vinnu með sjónarmið bænda, neytenda og stjórnvalda við borðið hefði samhent stjórnarandstaða átt að knýja fram stuttan samning og krefjast þess að hafin væri vinna við langtímastefnumótun í greininni. Í stað þess þótti mönnum réttara að senda reikninginn á skattborgara og festa úrelt kerfi í sessi til næsta áratugar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Búvörusamningar sem binda skattborgara þessa lands til 140 milljarða greiðslna til næstu tíu ára voru samþykktir með atkvæðum nítján þingmanna. Endurskoðunarákvæði eru í samningunum, en þau eru háð samningsvilja gagnaðilans sem eru bændur. Eins og svo oft áður í mótun stefnu í kringum landbúnað á Íslandi er viðhorfið að endanlegum greiðendum samningsins, neytendum og skattborgurum, kemur málið ekki við. Einhverjir hafa bent á endurskoðun eftir þrjú ár, en jafnvel þótt bændur séu ósáttir við samninginn munu þeir ekki breyta honum nema að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Alþingi er því búið að festa lágmarksfjárhæð til skattborgara til tíu ára með fulltingi þriðjungs þingmanna. Samstaða stjórnarandstöðu í ljósi þess að ekki var full sátt um samninginn meðal stjórnarþingmanna hefði getað komið í veg fyrir samninginn eða í það minnsta knúið fram verulegar breytingar. Afsakanir stjórnarandstæðinga fyrir hjásetu eru mismunandi. Sumir vísa til hefðar og að um búvörusamning gildi líkt og fjárlög, að hann verði að vera fyrir hendi. Sérkennilegasta afsökun fyrir hjásetunni kom þó frá Pírötum. Birgitta Jónsdóttir sagði berum orðum að hún hefði setið hjá þar sem hún hefði ekki kynnt sér málið nógu vel. Það verður að teljast með miklum ólíkindum að stjórnmálaafl sem mælist með um fjórðungs fylgi í könnunum stundi þau vinnusvik að kynna sér ekki mál sem varðar skuldbindingu skattborgara upp á 140 milljarða næsta áratuginn. Sjónarmið neytenda og bænda þurfa ekki að vera ósamrýmanleg og fráleitt að neytendasjónarmið nái ekki meira máli. Íslenskur landbúnaður hefur gert margt vel, en fullvíst má telja að með minni miðstýringu og yfirbyggingu í kerfinu hefði mátt ná fram meiri sérhæfingu og verðmætum. Stigin hafa verið skref í þá átt með framleiðslu beint frá býli og þróun í ferðaþjónustu ætti að geta opnað ný tækifæri í landbúnaði. Smærri framleiðendur ættu að geta þróað vöru sína fyrir kröfuharðan markað sem valkost á móti hagræðingu hjá stærri framleiðendum. Leiðin til að verja smábýlið þarf ekki endilega að liggja í því að hindra hagræðingu með stórbýlum t.d. í mjólkuriðnaði. Miðstýrt styrkjakerfi er ekki til þess fallið að virkja sköpunarmátt greinarinnar. Stórir milliliðir sem undanþegnir eru samkeppnislögum eru heldur ekki leið til þess að auka verðmætasköpun í landbúnaði. Úr því að ekki tókst að vinna nauðsynlega vinnu með sjónarmið bænda, neytenda og stjórnvalda við borðið hefði samhent stjórnarandstaða átt að knýja fram stuttan samning og krefjast þess að hafin væri vinna við langtímastefnumótun í greininni. Í stað þess þótti mönnum réttara að senda reikninginn á skattborgara og festa úrelt kerfi í sessi til næsta áratugar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun