Porsche Panamera kynntur með stæl í Litháen Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2016 10:08 Porsche var ekki á lágstemmdu nótunum þegar kom að kynningu á nýjum Porsche Panamera um daginn og flaug eintaki að bílnum hangandi neðan í þyrlu í nágrenni höfuðborgarinnar Vilnius. Það er heldur engin ástæða til annars en glæstrar innkomu þegar um slíkan bíl er að ræða. Gestir á kynningu bílsins horfðu agndofa á lunkinn þyrluflugmanninn vippa bílnum niður á grasflöt við kynningarstaðinn, sem ekki var slorlegur frekar en bíllinn sjálfur. Ef til vill kemur það á óvart að Porsche skuli leggja í svo glæsta kynningu Panamera á þessum stað í veröldinni, en þar má þó finna margan efnaðan einstaklinginn sem ekki finna mikið fyrir því að fjárfesta í grip eins og Porsche Panamera. Nýr Panamera er væntanlegur á flesta sölustaði í Evrópu snemma í nóvember. Þar fer ekki vélarvana bíll, en minnsta vélin í boði er 440 hestöfl og sú öflugasta 550 hestöfl og von er síðan á 700 hestafla Plug-In-Hybrid útfærslu hans. Bílar video Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent
Porsche var ekki á lágstemmdu nótunum þegar kom að kynningu á nýjum Porsche Panamera um daginn og flaug eintaki að bílnum hangandi neðan í þyrlu í nágrenni höfuðborgarinnar Vilnius. Það er heldur engin ástæða til annars en glæstrar innkomu þegar um slíkan bíl er að ræða. Gestir á kynningu bílsins horfðu agndofa á lunkinn þyrluflugmanninn vippa bílnum niður á grasflöt við kynningarstaðinn, sem ekki var slorlegur frekar en bíllinn sjálfur. Ef til vill kemur það á óvart að Porsche skuli leggja í svo glæsta kynningu Panamera á þessum stað í veröldinni, en þar má þó finna margan efnaðan einstaklinginn sem ekki finna mikið fyrir því að fjárfesta í grip eins og Porsche Panamera. Nýr Panamera er væntanlegur á flesta sölustaði í Evrópu snemma í nóvember. Þar fer ekki vélarvana bíll, en minnsta vélin í boði er 440 hestöfl og sú öflugasta 550 hestöfl og von er síðan á 700 hestafla Plug-In-Hybrid útfærslu hans.
Bílar video Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent