Chevrolet Bolt með 383 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2016 09:56 Chevrolet Bolt rafmagnsbíllinn. Chevrolet hefur birt framístöðutölur fyrir nýjan rafmagnsbíl sinn sem heitir Bolt og þar kemur meðal annars fram að bíllinn hefur 383 km drægni. Með því skákar hann tilvonandi Tesla Model 3 bíl sem komnar eru 400.000 pantanir í. Chevrolet Bolt kemur fyrr á markað en Tesla Model 3, eða seinna á þessu ári, en Tesla bíllinn á næsta ári. Tesla Model 3 bíllinn hefur þó vinninginn er kemur að verði en hann á að kosta 35.000 dollara, en Chevrolet Bolt bíllinn rétt undir 37.500 dollurum. Engu að síður má búast við því að góð sala verði í Bolt bílnum þar sem hann kemur fyrr á markað en Tesla Model 3 og ekki er um að ræða eins langan biðlista eftir honum. Chevrolet Bolt hefur næstum þrisvar sinnum meiri drægni en sá rafmagnsbíll sem Chevrolet hefur undanfarið haft í sölu, þ.e. Chevrolet Spark EV en hann er með 132 km drægni. Í Chevrolet Spark EV er 19 kWh rafhlaða en í nýjum Bolt er 60 kWh rafhlaða. Chevrolet framleiðir að auki tvo aðra bíla sem að hluta til ganga fyrir rafmagni, í formi Chevrolet Volt og Malibu Hybrid. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent
Chevrolet hefur birt framístöðutölur fyrir nýjan rafmagnsbíl sinn sem heitir Bolt og þar kemur meðal annars fram að bíllinn hefur 383 km drægni. Með því skákar hann tilvonandi Tesla Model 3 bíl sem komnar eru 400.000 pantanir í. Chevrolet Bolt kemur fyrr á markað en Tesla Model 3, eða seinna á þessu ári, en Tesla bíllinn á næsta ári. Tesla Model 3 bíllinn hefur þó vinninginn er kemur að verði en hann á að kosta 35.000 dollara, en Chevrolet Bolt bíllinn rétt undir 37.500 dollurum. Engu að síður má búast við því að góð sala verði í Bolt bílnum þar sem hann kemur fyrr á markað en Tesla Model 3 og ekki er um að ræða eins langan biðlista eftir honum. Chevrolet Bolt hefur næstum þrisvar sinnum meiri drægni en sá rafmagnsbíll sem Chevrolet hefur undanfarið haft í sölu, þ.e. Chevrolet Spark EV en hann er með 132 km drægni. Í Chevrolet Spark EV er 19 kWh rafhlaða en í nýjum Bolt er 60 kWh rafhlaða. Chevrolet framleiðir að auki tvo aðra bíla sem að hluta til ganga fyrir rafmagni, í formi Chevrolet Volt og Malibu Hybrid.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent