Pavel: Það var kominn tími á smurningu Eiríkur Stefán Ásgiersson skrifar 28. september 2016 19:00 Nýtt keppnistímabil hefst í Domino's-deild karla í næstu viku og ætlar Pavel Ermolinskij að fara inn í veturinn af fullum krafti eftir að hafa fengið góða hvíld í sumar. Pavel hefur lítið getað æft með KR í sumar vegna meiðsla og missti af þeim sökum af öllum leikjum íslenska landsliðsins í haust, er það tryggði sér þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu í körfubolta, í annað skiptið í röð. Pavel hefur leikið sem atvinnumaður á Spáni, Frakklandi og Svíþjóð en verið allan sinn meistaraflokksferil með KR hér á landi. Hann hefur verið lykilmaður í Íslandsmeistaraliðum KR síðastliðin þrjú ár og fann fyrir þreytu eftir síðasta tímabil. „Staðan er góð en það var kominn tími á smurningu á bílinn eftir ansi marga kílómetra,“ sagði Pavel í samtali við íþróttadeild í dag. „Ég gaf mér tíma í sumar til að vinna á mörgum kvillum sem hafa hrjáð mig í gegnum tíðina. Ég þurfti bara smá hvíld og það hefur skilað sér. Mér líður vel í skrokknum, ég ætla að koma mér af stað og standa mig í vetur.“ Hann segist finna fyrir mikilli persónulegri þörf til að skara fram úr sem einstaklingur á nýjan leik, eftir að hafa sett hag liðsins í forgrunn síðastliðin ár. Og áhuginn hefur ekki farið minnkandi, þvert á móti. „Alls ekki. Áherslan síðastliðin ár hefur verið að KR standi sig vel og það hefur skilað árangri. Ég hef verið dæmdur út frá árangri liðsins en að sama skapi hef ég fundið að persónulega frammistaða mín hefur dvínað aðeins. Ég hlakka til að sýna mitt rétta andlit á nýjan leik og standa mig vel.“ Nánar verður rætt við Pavel í Fréttablaðinu á morgun. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Nýtt keppnistímabil hefst í Domino's-deild karla í næstu viku og ætlar Pavel Ermolinskij að fara inn í veturinn af fullum krafti eftir að hafa fengið góða hvíld í sumar. Pavel hefur lítið getað æft með KR í sumar vegna meiðsla og missti af þeim sökum af öllum leikjum íslenska landsliðsins í haust, er það tryggði sér þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu í körfubolta, í annað skiptið í röð. Pavel hefur leikið sem atvinnumaður á Spáni, Frakklandi og Svíþjóð en verið allan sinn meistaraflokksferil með KR hér á landi. Hann hefur verið lykilmaður í Íslandsmeistaraliðum KR síðastliðin þrjú ár og fann fyrir þreytu eftir síðasta tímabil. „Staðan er góð en það var kominn tími á smurningu á bílinn eftir ansi marga kílómetra,“ sagði Pavel í samtali við íþróttadeild í dag. „Ég gaf mér tíma í sumar til að vinna á mörgum kvillum sem hafa hrjáð mig í gegnum tíðina. Ég þurfti bara smá hvíld og það hefur skilað sér. Mér líður vel í skrokknum, ég ætla að koma mér af stað og standa mig í vetur.“ Hann segist finna fyrir mikilli persónulegri þörf til að skara fram úr sem einstaklingur á nýjan leik, eftir að hafa sett hag liðsins í forgrunn síðastliðin ár. Og áhuginn hefur ekki farið minnkandi, þvert á móti. „Alls ekki. Áherslan síðastliðin ár hefur verið að KR standi sig vel og það hefur skilað árangri. Ég hef verið dæmdur út frá árangri liðsins en að sama skapi hef ég fundið að persónulega frammistaða mín hefur dvínað aðeins. Ég hlakka til að sýna mitt rétta andlit á nýjan leik og standa mig vel.“ Nánar verður rætt við Pavel í Fréttablaðinu á morgun.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins