Stelpurnar fá nokkur hundruð þúsund krónur í bónus fyrir EM-sætið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2016 10:00 Stelpurnar fögnuðu því vel að vera komnar í úrslitakeppni EM í Hollandi næsta sumar. Vísir/Ernir Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM á dögunum, fá fimmtán milljóna króna bónusgreiðslu fyrir árangur sinn. Greiðslan skiptist jafnt á milli leikmanna sem hafa staðið vaktina í nýlokinni undankeppni og verða hæstu greiðslur til einstakra leikmanna því í kringum 750 þúsund krónur. Allajafna eru tuttugu leikmenn í hverjum hópi sem valinn er fyrir leiki. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki staðfesta upphæðina í samtali við Vísi og benti á að um trúnaðarmál væri að ræða líkt og í tilfelli karlalandsliðsins. Leikmenn karlaliðsins voru sömuleiðis verðlaunaðir fyrir að tryggja sér farseðilinn til Frakklands en greiðslurnar til karlaliðsins eru af stærðargráðunni tíu sinnum hærri í samræmi við þær greiðslur sem KSÍ fær frá UEFA vegna árangurs karlanna. KSÍ fékk 1,1 milljarð króna í sinn hlut vegna þess að karlalandsliðið komst á EM í Frakklandi, líkt og knattspyrnusambönd annarra þjóða. Í tilfelli kvennaliðisns liggur ekki fyrir hvort eða hve há greiðsla komi frá UEFA vegna árangursins. Þátttökuþjóðirnar á EM kvenna 2009 í Finnlandi skiptu með sér um 150 milljónum króna. Raunar er margt óljóst fyrir úrslitakeppnina í Hollandi næsta sumar og segist Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, undrast hve litlar upplýsingar liggi fyrir. Lykilupplýsingar hafi legið fyrir karlamegin töluvert áður en strákarnir tryggðu sæti sitt í lokakeppninni í Frakklandi. Vonandi fari línur að skýrast að loknum umspilsleikjum seinni hluta október. Stuðningsmenn á Laugardalsvelli á leiknum gegn Skotlandi á dögunum.Vísir/Ernir Bónusgreiðslur fyrir sigur og jafntefli Tvívegis áður hefur kvennalandsliðið fengið bónusgreiðslu fyrir að komast í lokakeppni stórmóts. Tíu milljónir króna skiptust á milli leikmanna þegar liðið tryggði sæti sitt í lokakeppni EM í Finnlandi haustið 2008. Um sömu upphæð var að ræða fjórum árum síðar þegar stelpurnar tryggðu sæti sitt á EM í Svíþjóð. Í úrslitakeppninni sumarið 2009 komst liðið í fyrsta skipti upp úr riðli sínum og í átta liða úrslit.Stelpurnar unnu sigur í sjö af átta leikjum sínum í nýafstaðinni undankeppni og höfðu tryggt sæti sitt í lokakeppninni þegar enn voru tveir leikir eftir. Þá fengu þær ekki á sig mark fyrr en í lokaleiknum, heimaleik gegn Skotum, sem tapaðist 2-1.Samkvæmt heimildum Vísis varð sú breyting gerð nú að KSÍ og leikmenn komust að samkomulagi um bónusgreiðslur fyrir undankeppnina. Í fyrri tvö skiptin var ákveðið að verðlauna leikmenn kvennaliðsins að lokinni undankeppni fyrir árangur sinn, þ.e. leikmönnum höfðu ekki verið lofaðar greiðslur fyrir undankeppnina. Í þetta skiptið lá fyrir að leikmenn yrðu verðlaunaðir næðist góður árangur.Auk þessa fá leikmenn kvennaliðsins, líkt og karlaliðsins, aukagreiðslu fyrir hvern sigur og hvert jafntefli í keppnisleikjum. Í tilfelli kvennaliðsins fá leikmennirnir um 85 þúsund krónur fyrir sigur og um helmingi minna fyrir stig. Greiðslurnar skiptast sömuleiðis jafnt milli leikmanna í hópnum og er almenn ánægja með það fyrirkomulag eftir því sem Vísir kemst næst. Dóra María Lárusdóttir gaf sér tíma með ungum stuðningsmönnum eftir Skotaleikinn.Vísir/ErnirÁttu erfitt með að heyra í samherjum sínum Töluverður áhugi virðist meðal Íslendinga vegna Evrópumótsins í Hollandi næsta sumar. Rúmlega sex þúsund áhorfendur sáu okkar konur sigra Slóvena 4-0 fyrr í mánuðinum og litlu færri voru mættir á Laugardalsvöllinn nokkrum dögum síðar þegar Skotar höfðu betur 2-1. Má fullyrða að stemningin á kvennalandsleikjum hérlendis hafi aldrei verið betri en leikmenn hafa haft á orði að þeir hafi á tíðum átt erfitt með að heyra í samherjum sínum því lætin voru svo mikil. Dregið verður í riðla fyrir EM í Hollandi í Rotterdam þann 8. nóvember en mótið hefst þann 16. júlí. Í fyrsta skipti verða sextán lið í úrslitakeppninni sem spila í fjórum riðlum. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í átta liða úrslit. Spilað verður á sjö leikvöngum víðs vegar í Hollandi og taka þeir á bilinu tíu til þrjátíu þúsund manns í sæti. Úrslitaleikurinn verður spilaður á De Grolsch Veste í Enschede þann 6. ágúst.Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni við leikmann Þjóðverja á EM í Svíþjóð 2013.Vísir/GettyUEFA tekur þátt í ferðakostnaði Ekki liggur fyrir hvort eða þá hve háar árangurstengdar greiðslur verða frá UEFA til einstakra knattspyrnusambanda í úrslitakeppninni í Hollandi næsta sumar. Í greinargerð UEFA um mótið kemur fram að það muni ekki ráðast fyrr en það liggi fyrir hve kostnaðarsamt mótið verði. Á EM í Svíþjóð fyrir fjórum árum fólst styrkur UEFA í því að taka þátt í ferðakostnaði og gistikostnaði þátttökuþjóðanna. Þó ekki til fulls. Þannig hafi KSÍ þurft að borga mismuninn þar sem leikmenn gistu ekki á hóteli, sem UEFA benti á, heldur á betra hóteli. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, var ekki á skrifstofunni þegar Vísir náði af henni tali í gær. Hún staðfesti að KSÍ hefði þurft að greiða hótelkostnað að hluta en svo hefðu verið skilað inn nótum fyrir flugkostnaði.KSÍ fékk rúmlega 1,9 milljarð króna í heildina vegna þess að strákarnir komust í átta liða úrslit. Portúgalar lönduðu 3,6 milljarði króna fyrir sigurinn.Grafík/BirgittaKSÍ fékk tæpa tvo milljarða vegna strákanna KSÍ fékk eins og aðrar þátttökuþjóðir 1,1 milljarð fyrir að komast á EM í Frakklandi í sumar og greiðslurnar jukust með góðum árangri. Þegar upp var staðið hafði KSÍ fengið tæpa tvo milljarða króna samanlagt vegna árangursins. Hvert knattspyrnusamband sá um allan kostnað af ferðalagi og veru síns landsliðs í Frakklandi.KSÍ fékk 3,4 miljónir króna aukagreiðslu frá UEFA þegar kvennaliðið komst í átta liða úrslit á EM í Svíþjóð 2013. Geir Þorsteinsson hefur áður upplýst að úrslitakeppni EM kvenna er rekin með tapi. Á sama tíma er EM karla rekið með miklum hagnaði og munar þar miklu um sölu á sjónvarpsrétti og miðasölu. Sigurliðið á Evrópumóti karla í sumar, Portúgal, tryggði knattspyrnusambandi landsins 2,4 milljarða króna í verðlaunafé. Hvert verðlaunafé Evrópumeistara kvenna 2017 verður á sem fyrr segir eftir að koma í ljós en reikna má með því að það verði nokkur hundruð sinnum lægri upphæð. EM 2016 í Frakklandi EM 2017 í Hollandi KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM á dögunum, fá fimmtán milljóna króna bónusgreiðslu fyrir árangur sinn. Greiðslan skiptist jafnt á milli leikmanna sem hafa staðið vaktina í nýlokinni undankeppni og verða hæstu greiðslur til einstakra leikmanna því í kringum 750 þúsund krónur. Allajafna eru tuttugu leikmenn í hverjum hópi sem valinn er fyrir leiki. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki staðfesta upphæðina í samtali við Vísi og benti á að um trúnaðarmál væri að ræða líkt og í tilfelli karlalandsliðsins. Leikmenn karlaliðsins voru sömuleiðis verðlaunaðir fyrir að tryggja sér farseðilinn til Frakklands en greiðslurnar til karlaliðsins eru af stærðargráðunni tíu sinnum hærri í samræmi við þær greiðslur sem KSÍ fær frá UEFA vegna árangurs karlanna. KSÍ fékk 1,1 milljarð króna í sinn hlut vegna þess að karlalandsliðið komst á EM í Frakklandi, líkt og knattspyrnusambönd annarra þjóða. Í tilfelli kvennaliðisns liggur ekki fyrir hvort eða hve há greiðsla komi frá UEFA vegna árangursins. Þátttökuþjóðirnar á EM kvenna 2009 í Finnlandi skiptu með sér um 150 milljónum króna. Raunar er margt óljóst fyrir úrslitakeppnina í Hollandi næsta sumar og segist Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, undrast hve litlar upplýsingar liggi fyrir. Lykilupplýsingar hafi legið fyrir karlamegin töluvert áður en strákarnir tryggðu sæti sitt í lokakeppninni í Frakklandi. Vonandi fari línur að skýrast að loknum umspilsleikjum seinni hluta október. Stuðningsmenn á Laugardalsvelli á leiknum gegn Skotlandi á dögunum.Vísir/Ernir Bónusgreiðslur fyrir sigur og jafntefli Tvívegis áður hefur kvennalandsliðið fengið bónusgreiðslu fyrir að komast í lokakeppni stórmóts. Tíu milljónir króna skiptust á milli leikmanna þegar liðið tryggði sæti sitt í lokakeppni EM í Finnlandi haustið 2008. Um sömu upphæð var að ræða fjórum árum síðar þegar stelpurnar tryggðu sæti sitt á EM í Svíþjóð. Í úrslitakeppninni sumarið 2009 komst liðið í fyrsta skipti upp úr riðli sínum og í átta liða úrslit.Stelpurnar unnu sigur í sjö af átta leikjum sínum í nýafstaðinni undankeppni og höfðu tryggt sæti sitt í lokakeppninni þegar enn voru tveir leikir eftir. Þá fengu þær ekki á sig mark fyrr en í lokaleiknum, heimaleik gegn Skotum, sem tapaðist 2-1.Samkvæmt heimildum Vísis varð sú breyting gerð nú að KSÍ og leikmenn komust að samkomulagi um bónusgreiðslur fyrir undankeppnina. Í fyrri tvö skiptin var ákveðið að verðlauna leikmenn kvennaliðsins að lokinni undankeppni fyrir árangur sinn, þ.e. leikmönnum höfðu ekki verið lofaðar greiðslur fyrir undankeppnina. Í þetta skiptið lá fyrir að leikmenn yrðu verðlaunaðir næðist góður árangur.Auk þessa fá leikmenn kvennaliðsins, líkt og karlaliðsins, aukagreiðslu fyrir hvern sigur og hvert jafntefli í keppnisleikjum. Í tilfelli kvennaliðsins fá leikmennirnir um 85 þúsund krónur fyrir sigur og um helmingi minna fyrir stig. Greiðslurnar skiptast sömuleiðis jafnt milli leikmanna í hópnum og er almenn ánægja með það fyrirkomulag eftir því sem Vísir kemst næst. Dóra María Lárusdóttir gaf sér tíma með ungum stuðningsmönnum eftir Skotaleikinn.Vísir/ErnirÁttu erfitt með að heyra í samherjum sínum Töluverður áhugi virðist meðal Íslendinga vegna Evrópumótsins í Hollandi næsta sumar. Rúmlega sex þúsund áhorfendur sáu okkar konur sigra Slóvena 4-0 fyrr í mánuðinum og litlu færri voru mættir á Laugardalsvöllinn nokkrum dögum síðar þegar Skotar höfðu betur 2-1. Má fullyrða að stemningin á kvennalandsleikjum hérlendis hafi aldrei verið betri en leikmenn hafa haft á orði að þeir hafi á tíðum átt erfitt með að heyra í samherjum sínum því lætin voru svo mikil. Dregið verður í riðla fyrir EM í Hollandi í Rotterdam þann 8. nóvember en mótið hefst þann 16. júlí. Í fyrsta skipti verða sextán lið í úrslitakeppninni sem spila í fjórum riðlum. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í átta liða úrslit. Spilað verður á sjö leikvöngum víðs vegar í Hollandi og taka þeir á bilinu tíu til þrjátíu þúsund manns í sæti. Úrslitaleikurinn verður spilaður á De Grolsch Veste í Enschede þann 6. ágúst.Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni við leikmann Þjóðverja á EM í Svíþjóð 2013.Vísir/GettyUEFA tekur þátt í ferðakostnaði Ekki liggur fyrir hvort eða þá hve háar árangurstengdar greiðslur verða frá UEFA til einstakra knattspyrnusambanda í úrslitakeppninni í Hollandi næsta sumar. Í greinargerð UEFA um mótið kemur fram að það muni ekki ráðast fyrr en það liggi fyrir hve kostnaðarsamt mótið verði. Á EM í Svíþjóð fyrir fjórum árum fólst styrkur UEFA í því að taka þátt í ferðakostnaði og gistikostnaði þátttökuþjóðanna. Þó ekki til fulls. Þannig hafi KSÍ þurft að borga mismuninn þar sem leikmenn gistu ekki á hóteli, sem UEFA benti á, heldur á betra hóteli. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, var ekki á skrifstofunni þegar Vísir náði af henni tali í gær. Hún staðfesti að KSÍ hefði þurft að greiða hótelkostnað að hluta en svo hefðu verið skilað inn nótum fyrir flugkostnaði.KSÍ fékk rúmlega 1,9 milljarð króna í heildina vegna þess að strákarnir komust í átta liða úrslit. Portúgalar lönduðu 3,6 milljarði króna fyrir sigurinn.Grafík/BirgittaKSÍ fékk tæpa tvo milljarða vegna strákanna KSÍ fékk eins og aðrar þátttökuþjóðir 1,1 milljarð fyrir að komast á EM í Frakklandi í sumar og greiðslurnar jukust með góðum árangri. Þegar upp var staðið hafði KSÍ fengið tæpa tvo milljarða króna samanlagt vegna árangursins. Hvert knattspyrnusamband sá um allan kostnað af ferðalagi og veru síns landsliðs í Frakklandi.KSÍ fékk 3,4 miljónir króna aukagreiðslu frá UEFA þegar kvennaliðið komst í átta liða úrslit á EM í Svíþjóð 2013. Geir Þorsteinsson hefur áður upplýst að úrslitakeppni EM kvenna er rekin með tapi. Á sama tíma er EM karla rekið með miklum hagnaði og munar þar miklu um sölu á sjónvarpsrétti og miðasölu. Sigurliðið á Evrópumóti karla í sumar, Portúgal, tryggði knattspyrnusambandi landsins 2,4 milljarða króna í verðlaunafé. Hvert verðlaunafé Evrópumeistara kvenna 2017 verður á sem fyrr segir eftir að koma í ljós en reikna má með því að það verði nokkur hundruð sinnum lægri upphæð.
EM 2016 í Frakklandi EM 2017 í Hollandi KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45