Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins

Í samtali við fréttastofu í gær sagði Sigurður Ingi að síðustu vikur hefðu gert það að verkum að hann hefði íhugað formennsku að alvöru.
„Ég tel það óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmslofti sem hann er í í dag. Það er best að fá skýra lausn í málið á flokksþingi hver sem hún verður. Sá sem kosinn er formaður hefur þá óskorað umboð flokksmanna til að ganga til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi.
Í gær fundaði þingflokkur Framsóknarflokksins í tæpa fjóra klukkutíma. Sigurður Ingi fór af fundinum um klukkan hálf þrjú og ræddi ekki við fjölmiðla. Þá tilkynnti hann þingflokknum ekki um framboð sitt á þeim fundi og lýsti þingflokkurinn yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð að fundi loknum.
Fimm hafa boðið sig fram í þrjú efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Þau eru Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í 1. sæti. Silja Dögg Gunnnarsdóttir alþingismaður í 2.sætið. Í þriðja sætið bjóða sig fram þau Ásgerður Kristín Gylfadóttir hjúkrunarfræðingur, Einar Freyr Elínarson ferðaþjónustu- og sauðfjárbóndi og Fjóla Hrund Björnsdóttir stjórnmálafræðingur.
Tengdar fréttir

Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð
Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna.

Sigurður Ingi tilkynnti þingflokknum ekki um framboð sitt á fundinum í dag
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins tilkynnti þingflokknum ekki um framboð sitt til formanns á þingflokksfundinum sem haldinn var í dag.

Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld.

Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins.

Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins
Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu.