Fyrrum samkeppnisstjóri Evrópusambandsins í nýjum skattaskjólsgögnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2016 22:01 Neelie Kroes, fyrrverandi samkeppnisstjóri ESB. vísir/getty Neelie Kroes sem var samkeppnisstjóri Evrópusambandsins á árunum 2004 til 2010 var skráð sem stjórnandi aflandsfélags á Bahama-eyjum frá 2000 til 2009. Bahama-eyjar eru vinsælt skattaskjól alþjóðafyrirtækja og glæpamanna en nafn Kroes kemur fyrir í gögnum sem lekið var til Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna (ICIJ) og þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung en ítarlega er fjallað um gögnin úr lekanum á vef ICIJ. Kroes, sem er hollensk, sagði aldrei frá tengslum sínum við aflandsfélagið enda eru upplýsingarnar fyrst að koma fram núna. Sem samkeppnisstjóri ESB var það hlutverk Kroes að ferðast um Evrópu þvera og endilanga og brýna það fyrir fyrirtækjum að þau gætu ekki svikist um og sleppt því að fara að reglum ESB. Lögmaður Kroes sendi ICIJ yfirlýsingu vegna málsins. Í henni kemur fram að hún hafi ekki greint frá tengslum sínum við aflandsfélagið þar sem það hafi aldrei haft neina starfsemi. Þá hafi nafn hennar verið í gögnum félagsins fyrir tæknileg mistök sem voru ekki leiðrétt fyrr en árið 2009. Þá segir jafnframt í yfirlýsingu lögmanns Kroes að félagið hafi verið sett upp af jórdönskum vini skjólstæðings hennar með það fyrir augum að leggja inn í það peninga til fjárfestinga í samstarfi við bandaríska orkurisann Enron Corp. en aldrei varð af því samstarfi. Bahamaeyjar Evrópusambandið Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Neelie Kroes sem var samkeppnisstjóri Evrópusambandsins á árunum 2004 til 2010 var skráð sem stjórnandi aflandsfélags á Bahama-eyjum frá 2000 til 2009. Bahama-eyjar eru vinsælt skattaskjól alþjóðafyrirtækja og glæpamanna en nafn Kroes kemur fyrir í gögnum sem lekið var til Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna (ICIJ) og þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung en ítarlega er fjallað um gögnin úr lekanum á vef ICIJ. Kroes, sem er hollensk, sagði aldrei frá tengslum sínum við aflandsfélagið enda eru upplýsingarnar fyrst að koma fram núna. Sem samkeppnisstjóri ESB var það hlutverk Kroes að ferðast um Evrópu þvera og endilanga og brýna það fyrir fyrirtækjum að þau gætu ekki svikist um og sleppt því að fara að reglum ESB. Lögmaður Kroes sendi ICIJ yfirlýsingu vegna málsins. Í henni kemur fram að hún hafi ekki greint frá tengslum sínum við aflandsfélagið þar sem það hafi aldrei haft neina starfsemi. Þá hafi nafn hennar verið í gögnum félagsins fyrir tæknileg mistök sem voru ekki leiðrétt fyrr en árið 2009. Þá segir jafnframt í yfirlýsingu lögmanns Kroes að félagið hafi verið sett upp af jórdönskum vini skjólstæðings hennar með það fyrir augum að leggja inn í það peninga til fjárfestinga í samstarfi við bandaríska orkurisann Enron Corp. en aldrei varð af því samstarfi.
Bahamaeyjar Evrópusambandið Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira