
Hann segir fimm íslenska áhugaleikara í veigamiklum hlutverkum Jóns lærða, Sigríðar konu hans, Ara í Ögri, séra Jóns Grímssonar í Árnesi og Gunnsteins Grímssonar í Dynjanda. Auk þess bregði 120 íslenskum aukaleikurum fyrir.
„Við þurftum 40 manns við Jökulsárlón og annan eins hóp norður í Bjarnarfirði. Svo vantaði statista til að leika Baska og við vorum með góðan hóp af Spánverjum sem eru búsettir hér,“ lýsir hann.
Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlistina í myndinni sem er á fjórum tungumálum, á baskamálinu euskeru, ensku, spænsku og íslensku.
Enska útgáfan verður sýnd á Riff og íslenska útgáfan frumsýnd í nóvember í Bíói Paradís. –
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. september 2016.