Myntráð í tíma tekið Hafliði Helgason skrifar 30. september 2016 00:00 Framtíðarskipan gjaldmiðlamála hlýtur að vera eitt meginverkefni þeirra sem hafa hug á að leiða þjóðina til hagsældar til framtíðar. Hliðarafurðir gjaldmiðlaumræðunnar eru raunar áberandi í umræðu stjórnmálanna svo sem vaxtakjör og verðtrygging. Minna fer fyrir kjarnanum sjálfum. Það verður því að teljast fagnaðarefni að nýr stjórnmálaflokkur, Viðreisn, setji fram ígrundaðar tillögur í þessum efnum. Í samtali við Fréttablaðið lýsti Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar, helstu áhrifum af myntráði sem felur í sér að gengi krónunnar yrði fest við gengi annars gjaldmiðils. Hugmyndin er í sjálfu sér ekki ný af nálinni, en allrar skoðunar verð. Krónan var til ársins 2002 tengd myntkörfu helstu viðskiptamynta með vikmörkum sem Seðlabankinn varði. Sú tenging var rofin með snöggu falli krónunnar 2002 og verðbólgu í kjölfarið. Réttilega er bent á að munur slíks fyrirkomulags og núverandi tillagna er að tenging við eina mynt er gagnsærra fyrirkomulag. Í kjölfarið var krónan sett á flot og verðbólgumarkmið sett í haftalausu umhverfi. Sú tilraun endaði 2008 með falli gjaldmiðilsins og verðbólguskoti sem var allan tímann líkleg niðurstaða óháð falli bankanna. Vænta má að heppilegasta tenging við einstakan gjaldmiðil væri tenging við helstu viðskiptamynt okkar, evruna, eða hugsanlega afleiðu hennar, dönsku krónuna, sem er fest með vikmörkum við gengi evrunnar. Ekkert gjaldmiðlafyrirkomulag er án galla. Myntráð eins og Viðreisn leggur til gerir í raun sömu kröfur til hagstjórnar og upptaka evru sem er einungis möguleg með inngöngu í Evrópusambandið. Við upptöku evru væri Seðlabanki Evrópu skjól, en myntráðið krefst myndarlegs gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands til að verja gengið ef þær aðstæður skapast að að því sé sótt. Með agaðri hagstjórn og skynsamlegri stefnu í kjaramálum, líkt og unnið er að með SALEK-samkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda, myndi slíkt fyrirkomulag leiða til þess að hagsveiflur færðust nær því sem gerist í helstu viðskiptalöndum og vaxtakjör myndu færast nær því sem þar gerist. Það myndi jafna samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, viðhalda stöðugleika og bæta kjör almennings til lengri tíma. Þetta eru mikilvægir kostir. Stöðugleiki og farsæll vöxtur hagkerfisins og sambærilegt lagaumhverfi við nágrannalönd er líklegasta leiðin til að leiða til langtíma hagsældar og stuðla að því að ungt og velmenntað fólk velji sér framtíðarbúsetu og starfsvettvang á landinu. Framtíðarskipan gjaldmiðilsins er því mikilvægt mál og gera verður þá kröfu í kosningabaráttunni að framboðin tali skýrt um hvert þau vilji stefna í því efni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun
Framtíðarskipan gjaldmiðlamála hlýtur að vera eitt meginverkefni þeirra sem hafa hug á að leiða þjóðina til hagsældar til framtíðar. Hliðarafurðir gjaldmiðlaumræðunnar eru raunar áberandi í umræðu stjórnmálanna svo sem vaxtakjör og verðtrygging. Minna fer fyrir kjarnanum sjálfum. Það verður því að teljast fagnaðarefni að nýr stjórnmálaflokkur, Viðreisn, setji fram ígrundaðar tillögur í þessum efnum. Í samtali við Fréttablaðið lýsti Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar, helstu áhrifum af myntráði sem felur í sér að gengi krónunnar yrði fest við gengi annars gjaldmiðils. Hugmyndin er í sjálfu sér ekki ný af nálinni, en allrar skoðunar verð. Krónan var til ársins 2002 tengd myntkörfu helstu viðskiptamynta með vikmörkum sem Seðlabankinn varði. Sú tenging var rofin með snöggu falli krónunnar 2002 og verðbólgu í kjölfarið. Réttilega er bent á að munur slíks fyrirkomulags og núverandi tillagna er að tenging við eina mynt er gagnsærra fyrirkomulag. Í kjölfarið var krónan sett á flot og verðbólgumarkmið sett í haftalausu umhverfi. Sú tilraun endaði 2008 með falli gjaldmiðilsins og verðbólguskoti sem var allan tímann líkleg niðurstaða óháð falli bankanna. Vænta má að heppilegasta tenging við einstakan gjaldmiðil væri tenging við helstu viðskiptamynt okkar, evruna, eða hugsanlega afleiðu hennar, dönsku krónuna, sem er fest með vikmörkum við gengi evrunnar. Ekkert gjaldmiðlafyrirkomulag er án galla. Myntráð eins og Viðreisn leggur til gerir í raun sömu kröfur til hagstjórnar og upptaka evru sem er einungis möguleg með inngöngu í Evrópusambandið. Við upptöku evru væri Seðlabanki Evrópu skjól, en myntráðið krefst myndarlegs gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands til að verja gengið ef þær aðstæður skapast að að því sé sótt. Með agaðri hagstjórn og skynsamlegri stefnu í kjaramálum, líkt og unnið er að með SALEK-samkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda, myndi slíkt fyrirkomulag leiða til þess að hagsveiflur færðust nær því sem gerist í helstu viðskiptalöndum og vaxtakjör myndu færast nær því sem þar gerist. Það myndi jafna samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, viðhalda stöðugleika og bæta kjör almennings til lengri tíma. Þetta eru mikilvægir kostir. Stöðugleiki og farsæll vöxtur hagkerfisins og sambærilegt lagaumhverfi við nágrannalönd er líklegasta leiðin til að leiða til langtíma hagsældar og stuðla að því að ungt og velmenntað fólk velji sér framtíðarbúsetu og starfsvettvang á landinu. Framtíðarskipan gjaldmiðilsins er því mikilvægt mál og gera verður þá kröfu í kosningabaráttunni að framboðin tali skýrt um hvert þau vilji stefna í því efni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun