Þorgerður Katrín enn hlynnt búrkubanni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2016 10:38 Þorgerður Katrín er fyrrverandi menntamálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Daníel Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, segist enn þeirrar skoðunar að banna eigi búrkur á Íslandi. Þetta kemur fram í viðtali við Þorgerði Katrínu í Stundinni. Hún segist fyrst og fremst vera mótfallin búrkum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í febrúar árið 2011 beindi Þorgerður spurningu sinni til Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra. Hún spurði hann hvort það kæmi til greina að banna búrkur á Íslandi. Ögmundur sagði þá ekki rétt að taka upp slíkt bann. Í viðtali við Stundina er Þorgerður Katrín spurð hvort að hún sé enn á þeirri skoðun að búrkur skuli vera bannaðar hér á landi. „Þetta er eitthvað sem margir sem telja sig frjálslynda eru mótfallnir. Ertu enn á þessari skoðun?“ spyr blaðamaður Stundarinnar. „Já, ég er enn þeirrar skoðunar. Það voru ekki síst frjálshyggjumennirnir sem hjóluðu hvað harðast í mig, en ég var og er fyrst og fremst á móti búrkunum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Höfum hugfast að ég er ekki að tala um slæður heldur aðeins búrkur sem hylja andlitið þannig að einungis sést í augun. Ég hvatti til þess að menn tækju þessa umræðu áður áður en hætt yrði við því að umræðan hér á landi færi að snúast um tiltekna einstaklinga í stað prinsippanna. Ég er enn sannfærð um þetta, eftir að hafa lesið ótal bækur um femínisma, íslam og annað og ekki síður vegna þeirra pósta sem ég fékk í kjölfar umræðunnar um þetta. Konur sem voru múhameðstrúar sendu mér tölvupósta og tóku eindregið undir það sem ég var að segja en óskuðu líka nær allar nafnleyndar. Þær sögðu búrkur ekki samræmast íslam, að búrkurnar byggðu á eftiráskýringu karla í múhameðstrúarheiminum, og tóku undir málflutning minn rétt eins og konur úr ýmsum flokkum hafa gert, bæði t.d. úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum,“ segir Þorgerður. Hún telur jafnframt að slíkt bann hafi ekkert með frjálslyndi að gera. „Það hefur ekkert með frjálslyndi að gera að vera á móti því að banna búrkur, mér finnst sú afstaða öllu heldur fela í sér lítinn skilning á jafnrétti og kvenfrelsi. En það kemur svo sem ekki á óvart að slík gagnrýni komi hægra megin frá.“ Blaðamaður Stundarinnar bendir þá á að gagnrýni á slíkar hugmyndir hafi til að mynda snúist um að með slíku búrkubanni sé verið að jaðarsetja múslima enn frekar en nú þegar er gert. „Ég held að þessu sé frekar öfugt farið. Að ef búrkur verði algengar þá ýti það frekar undir andúð og skilningsleysi á múslimum heldur en bann við búrkum,“ segir Þorgerður Katrín. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, segist enn þeirrar skoðunar að banna eigi búrkur á Íslandi. Þetta kemur fram í viðtali við Þorgerði Katrínu í Stundinni. Hún segist fyrst og fremst vera mótfallin búrkum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í febrúar árið 2011 beindi Þorgerður spurningu sinni til Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra. Hún spurði hann hvort það kæmi til greina að banna búrkur á Íslandi. Ögmundur sagði þá ekki rétt að taka upp slíkt bann. Í viðtali við Stundina er Þorgerður Katrín spurð hvort að hún sé enn á þeirri skoðun að búrkur skuli vera bannaðar hér á landi. „Þetta er eitthvað sem margir sem telja sig frjálslynda eru mótfallnir. Ertu enn á þessari skoðun?“ spyr blaðamaður Stundarinnar. „Já, ég er enn þeirrar skoðunar. Það voru ekki síst frjálshyggjumennirnir sem hjóluðu hvað harðast í mig, en ég var og er fyrst og fremst á móti búrkunum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Höfum hugfast að ég er ekki að tala um slæður heldur aðeins búrkur sem hylja andlitið þannig að einungis sést í augun. Ég hvatti til þess að menn tækju þessa umræðu áður áður en hætt yrði við því að umræðan hér á landi færi að snúast um tiltekna einstaklinga í stað prinsippanna. Ég er enn sannfærð um þetta, eftir að hafa lesið ótal bækur um femínisma, íslam og annað og ekki síður vegna þeirra pósta sem ég fékk í kjölfar umræðunnar um þetta. Konur sem voru múhameðstrúar sendu mér tölvupósta og tóku eindregið undir það sem ég var að segja en óskuðu líka nær allar nafnleyndar. Þær sögðu búrkur ekki samræmast íslam, að búrkurnar byggðu á eftiráskýringu karla í múhameðstrúarheiminum, og tóku undir málflutning minn rétt eins og konur úr ýmsum flokkum hafa gert, bæði t.d. úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum,“ segir Þorgerður. Hún telur jafnframt að slíkt bann hafi ekkert með frjálslyndi að gera. „Það hefur ekkert með frjálslyndi að gera að vera á móti því að banna búrkur, mér finnst sú afstaða öllu heldur fela í sér lítinn skilning á jafnrétti og kvenfrelsi. En það kemur svo sem ekki á óvart að slík gagnrýni komi hægra megin frá.“ Blaðamaður Stundarinnar bendir þá á að gagnrýni á slíkar hugmyndir hafi til að mynda snúist um að með slíku búrkubanni sé verið að jaðarsetja múslima enn frekar en nú þegar er gert. „Ég held að þessu sé frekar öfugt farið. Að ef búrkur verði algengar þá ýti það frekar undir andúð og skilningsleysi á múslimum heldur en bann við búrkum,“ segir Þorgerður Katrín.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira