Jeep ætlar að smíða lúxusjeppa til höfuðs Range Rover Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2016 09:39 Jeep ætlar að feta ókunnar slóðir. Jeep hefur hingað til smíðað fremur hráa og grófa jeppa sem ekki eru með háum verðmiða, en nú hefur fyrirtækið hug á að koma inná markaðinn fyrir dýra lúxusjeppa. Mike Manley, forstjóri Jeep hefur staðfest að Jeep vinni nú að þróun slíks jeppa sem fengi líklega nafnið Grand Wagoneer. Hann mun kosta á bilinu 130-140.000 dollara og eiga margt sameiginlegt með Maserati Levante jeppanum er kemur að íhlutum og undirvagni. Ef þetta háa verð verður á bílnum verður hann dýrari en Range Rover Sport, Porsche Cayenne Turbo, BMW X6M og fleiri aðrir dýrir jeppar sem eru til sölu í dag. Hvað vélarkosti varðar er ekki ólíklegt að í bílnum verði 3,8 lítra V8 forþjöppudrifna vélin sem finna má í Maserati Levante, sem og 3,0 lítra V6 dísilvél en búast ma´við því að kreist verði meira afl útúr þeim í nýja jeppanum. Núna er dýrasti bíll sem Jeep framleiðir Grand Cherokee SRT sem kostar 65.000 dollara og því gæti um tvöföldun verðs á dýrasta bíl Jeep verða að ræða. Búast má við þessum dýra jeppa frá Jeep á árið 2018 eða 2019. Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent
Jeep hefur hingað til smíðað fremur hráa og grófa jeppa sem ekki eru með háum verðmiða, en nú hefur fyrirtækið hug á að koma inná markaðinn fyrir dýra lúxusjeppa. Mike Manley, forstjóri Jeep hefur staðfest að Jeep vinni nú að þróun slíks jeppa sem fengi líklega nafnið Grand Wagoneer. Hann mun kosta á bilinu 130-140.000 dollara og eiga margt sameiginlegt með Maserati Levante jeppanum er kemur að íhlutum og undirvagni. Ef þetta háa verð verður á bílnum verður hann dýrari en Range Rover Sport, Porsche Cayenne Turbo, BMW X6M og fleiri aðrir dýrir jeppar sem eru til sölu í dag. Hvað vélarkosti varðar er ekki ólíklegt að í bílnum verði 3,8 lítra V8 forþjöppudrifna vélin sem finna má í Maserati Levante, sem og 3,0 lítra V6 dísilvél en búast ma´við því að kreist verði meira afl útúr þeim í nýja jeppanum. Núna er dýrasti bíll sem Jeep framleiðir Grand Cherokee SRT sem kostar 65.000 dollara og því gæti um tvöföldun verðs á dýrasta bíl Jeep verða að ræða. Búast má við þessum dýra jeppa frá Jeep á árið 2018 eða 2019.
Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent