Mercedes-Benz kynnir nýtt vörumerki fyrir rafbíla Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2016 13:47 Mercedes Benz Generation EQ. Mercedes-Benz kynnti við upphaf bílasýningarinnar í París nýtt vörumerki innan fyrirtækisins sem ber heitið EQ og vísar í gildi vörumerkisins e. "Emotion and Intelligence". EQ mun standa fyrir framleiðslu hreinna rafbíla. Af þessu tilefni frumsýndi Mercedes-Benz nýjan hugmyndasportjeppa Generation EQ sem er hreinn rafbíll. Generation EQ er með tvo rafmótora sem framleiða 300 kW af hreinu afli og drægni bílsins er 500 km. Mercedes-Benz mun einnig vera búið að þróa aukadrægni upp á 150 km með því að hlaða hann í auka 5 mínútur. Það mun ekki vanta aflið í Generation EQ því sportjeppinn kemst úr kyrrstöðu í hundraðið á innan við 5 sekúndum. Bíllinn er framúrstefnulegur og fagurlega hannaður að innan sem utan. Í innanrýminu verður m.a. 24" TFT breiðskjár. Bíllinn er búinn öllum fremst akstus- og öryggisbúnaði og er næsta skref inn í bíla framtíðarinnar. Á blaðamannafundi Mercedes-Benz á bílasýningunni í París í dag sagði Dr. Dieter Zetsche, forstjóri Daimler AG, sem framleiðir Mercedes-Benz bíla, að fyrirtækið hyggðist framleiða 9 nýja, hreina rafbíla til ársins 2026. ,,Rafbílar eru framtíðin", segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju, sem var viðstaddur blaðamannafund Mercedes-Benz í París í gær. Markaðshlutdeild rafbíla í Evrópu í dag er innan við eitt prósent. En hlutirnir eru að breytast og því er spáð af mörgum innan bílageirans að innan tíu ára verði annar hver seldur bíll rafbíll. Við munum sjá drægni rafbíla aukast mjög mikið á næstu árum og rafhlöður verða mun ódýrari og munu kosta jafnvel einungis um einn þriðja af því sem þær kostuðu 2012. Það þýðir að rafbílarnir verða mun ódýrari á markaði. Daimler hefur sett þúsund milljón evra í eigin rafhlöðuframleiðslu og þar af fara 500 milljónir evra í að byggja upp aðra rafhlöðuverksmiðju Mercedes-Benz í Þýskalandi. "Í dag frumsýndi Mercedes-Benz Generation EQ sem stefnt er á að verði kominn í framleiðslu og á markað eftir þrjú ár. Þetta er flottur jeppi sem henta mun vel á Íslandi. Hann er fyrsti af 9 nýjum, hreinum rafbílum sem Mercedes-Benz stefnir á að setja á markað til ársins 2026," segir Jón Trausti. "Tilkoma EQ þýðir í raun meira en að þróa og framleiða rafbíla heldur sé einnig verið að endurhugsa bíla og samskipti bíla við notendur sína. Það má því segja að verið sé að enduruppgötva Mercedes-Benz vörumerkið, elsta bílaframleiðanda heims".Framúrstefnulegur að innan Generation EQ. Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent
Mercedes-Benz kynnti við upphaf bílasýningarinnar í París nýtt vörumerki innan fyrirtækisins sem ber heitið EQ og vísar í gildi vörumerkisins e. "Emotion and Intelligence". EQ mun standa fyrir framleiðslu hreinna rafbíla. Af þessu tilefni frumsýndi Mercedes-Benz nýjan hugmyndasportjeppa Generation EQ sem er hreinn rafbíll. Generation EQ er með tvo rafmótora sem framleiða 300 kW af hreinu afli og drægni bílsins er 500 km. Mercedes-Benz mun einnig vera búið að þróa aukadrægni upp á 150 km með því að hlaða hann í auka 5 mínútur. Það mun ekki vanta aflið í Generation EQ því sportjeppinn kemst úr kyrrstöðu í hundraðið á innan við 5 sekúndum. Bíllinn er framúrstefnulegur og fagurlega hannaður að innan sem utan. Í innanrýminu verður m.a. 24" TFT breiðskjár. Bíllinn er búinn öllum fremst akstus- og öryggisbúnaði og er næsta skref inn í bíla framtíðarinnar. Á blaðamannafundi Mercedes-Benz á bílasýningunni í París í dag sagði Dr. Dieter Zetsche, forstjóri Daimler AG, sem framleiðir Mercedes-Benz bíla, að fyrirtækið hyggðist framleiða 9 nýja, hreina rafbíla til ársins 2026. ,,Rafbílar eru framtíðin", segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju, sem var viðstaddur blaðamannafund Mercedes-Benz í París í gær. Markaðshlutdeild rafbíla í Evrópu í dag er innan við eitt prósent. En hlutirnir eru að breytast og því er spáð af mörgum innan bílageirans að innan tíu ára verði annar hver seldur bíll rafbíll. Við munum sjá drægni rafbíla aukast mjög mikið á næstu árum og rafhlöður verða mun ódýrari og munu kosta jafnvel einungis um einn þriðja af því sem þær kostuðu 2012. Það þýðir að rafbílarnir verða mun ódýrari á markaði. Daimler hefur sett þúsund milljón evra í eigin rafhlöðuframleiðslu og þar af fara 500 milljónir evra í að byggja upp aðra rafhlöðuverksmiðju Mercedes-Benz í Þýskalandi. "Í dag frumsýndi Mercedes-Benz Generation EQ sem stefnt er á að verði kominn í framleiðslu og á markað eftir þrjú ár. Þetta er flottur jeppi sem henta mun vel á Íslandi. Hann er fyrsti af 9 nýjum, hreinum rafbílum sem Mercedes-Benz stefnir á að setja á markað til ársins 2026," segir Jón Trausti. "Tilkoma EQ þýðir í raun meira en að þróa og framleiða rafbíla heldur sé einnig verið að endurhugsa bíla og samskipti bíla við notendur sína. Það má því segja að verið sé að enduruppgötva Mercedes-Benz vörumerkið, elsta bílaframleiðanda heims".Framúrstefnulegur að innan Generation EQ.
Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent