Til að taka þátt skulu þátttakendur senda myndband af sér að syngja á skráningarsíðu Jólastjörnunnar á Vísi. Þátttakendur syngja lag að eigin vali, með sínu nefi og senda hlekk á myndbandsupptöku af söngnum á skráningarsíðu Vísis.

Sigurvegarinn mun syngja með Jólagestum Björgvins, 10. desember í Laugardalshöllinni.
Hálfdán Helgi Matthíasson bar sigur úr býtum í Jólastjörnunni 2015 en hann var valin úr hópi um tvö hundruð barna sem sóttu um með því að senda myndbönd inn á Vísi. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af aðalnúmeri Hálfdáns á tónleikunum í fyrra en önnur börn sem valin voru til þátttöku í keppninni komu þar einnig fram.
Hægt er að sjá nánari upplýsingar og skrá sig til leiks á visir.is/jolastjarnan.