Geely stofnar nýtt bílamerki Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2016 13:30 Volvo Concept 40.2. Bílar Lynk & Co verða innblásnir af þessari hönnun. Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem er einnig eigandi Volvo, mun í enda þessarar viku kynna nýtt bílamerki sem bera mun nafnið Lynk & Co. Bílar undir þessu nýja merki verða með undirvagn sem þróaður er af Volvo (Compact Modular Architecture). Meiningin er að bílar Lynk & Co verði í fyrstu seldir í Kína en svo síðar einnig í Evrópu og Bandaríkjunum. Ekki er enn ljóst hvenær bílar Lynk & Co muni fara að sjást á götunum, en bílar Volvo með sama undirvagni munu þó fyrst streyma útúr verksmiðjum Volvo. Þennan nýja undirvagn kynnti Volvo fyrir um einu ári síðan og líklega verður fyrsti bíll Volvo með honum XC40 jepplingurinn af árgerð 2017. Haft var eftir einum forsvarsmanni Lynk & Co að bílar fyrirtækisins verði best “tengdu” bílar heims og þá að líkindum átt við tengingar við umheiminn, svo sem í formi leiðsögukerfa, veraldarvefsins, afþreyingarkerfa og alls þess sem tengja má bíl við. Hvað útlit Lynk & Co. bíla varðar er sagt að þeir verði hannaðir með innblástri frá Concept 40.1 og 40.2 tilraunabílunum sem Volvo kynnti í maí síðastliðnum. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem er einnig eigandi Volvo, mun í enda þessarar viku kynna nýtt bílamerki sem bera mun nafnið Lynk & Co. Bílar undir þessu nýja merki verða með undirvagn sem þróaður er af Volvo (Compact Modular Architecture). Meiningin er að bílar Lynk & Co verði í fyrstu seldir í Kína en svo síðar einnig í Evrópu og Bandaríkjunum. Ekki er enn ljóst hvenær bílar Lynk & Co muni fara að sjást á götunum, en bílar Volvo með sama undirvagni munu þó fyrst streyma útúr verksmiðjum Volvo. Þennan nýja undirvagn kynnti Volvo fyrir um einu ári síðan og líklega verður fyrsti bíll Volvo með honum XC40 jepplingurinn af árgerð 2017. Haft var eftir einum forsvarsmanni Lynk & Co að bílar fyrirtækisins verði best “tengdu” bílar heims og þá að líkindum átt við tengingar við umheiminn, svo sem í formi leiðsögukerfa, veraldarvefsins, afþreyingarkerfa og alls þess sem tengja má bíl við. Hvað útlit Lynk & Co. bíla varðar er sagt að þeir verði hannaðir með innblástri frá Concept 40.1 og 40.2 tilraunabílunum sem Volvo kynnti í maí síðastliðnum.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent