Bílabúð Benna fagnar vetrarkomunni með stæl og slær upp Opel veislu. Veislan hefst 15. október og í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að í Opel veislunni séu ársbirgðir af eldsneyti látnar fylgja með við kaup á nýjum bílum frá Opel.
Nú eru ríflega tvö ár frá því að Bílabúð Benna tók við Opel umboðinu á Íslandi. „Við erum virkilega ánægð með móttökur markaðarins, enda hefur Opel verið í mikilli sókn í Evrópu,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Bílasviðs hjá Bílabúð Benna. „Við hvetjum því alla sem eru í bílahugleiðingum til að kynna sér Opel fjölskylduna og nýta sér Opel veislutilboðið okkar,“ segir Björn.
Ísland
Argentína