Trump segir allar konurnar ljúga Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2016 10:30 Donald Trump í Ohio í gær. Vísir/AFP Donald Trump segir þær konur sem hafa sakað hann um áreiti og kynferðisbrot vera að ljúga. Hann segist geta sannað það og að hann sé fórnarlamb ófrægingarherferðar Hillary Clinton og fjölmiðla. Þá sagði hann framboð sitt berjast fyrir lífi Bandaríkjanna. Trump hefur verið sakaður um að káfa á og kyssa konur gegn vilja þeirra í mörgum atvikum sem ná aftur til ársins 1980. Tvær konur sem CNN ræddi við segja ástæðu þess að þær hafi stigið fram vera svar Trump við spurningu Anderson Cooper í síðustu kappræðum varðandi myndbandið frá 2005 sem Washington Post birti fyrir viku síðan.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Þar mátti heyra Trump stæra sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær í skjóli frægðar sinnar. Cooper spurði Trump hvort hann áttaði sig á því að hann hefði verið að tala um kynferðisbrot, en Trump sagði Cooper misskilja það sem hann hefði sagt. Þetta hefði einungis verið svokallað „búningsklefa-spjall“ og svo fór hann að tala um Íslamska ríkið.Frá síðustu helgi hefur fylgi Trump lækkað samkvæmt könnunum. Fjölmargir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn til baka. Samkvæmt nýrri könnun Rauters segir fimmtungur skráðra repúblikana að ummæli Trump geri han óhæfan til að sitja í embætti forseta. New York Times birti í gær frásögn tveggja kvenna sem sökuðu Trump um að hafa kysst sig og káfað á sér og í kjölfarið birtu aðrir fjölmiðlar aðrar frásagnir kvenna sem sökuðu forsetaframbjóðandann um að brjóta á sér. Þá stigu einnig fram fyrrverandi þátttakendur í fegurðarsamkeppnum Trump sem sögðu hann reglulega hafa gengið inn á stúlkur, allt að fimmtán ára gamlar, þar sem þær voru að klæða sig.Sjá einnig: Konur saka Trump um kynferðisbrot Lögmaður Trump hefur hótað New York Times lögsókn og Trump segist aldrei hafa hitt þessar konur. „Þessar ásakanir gegn mér um óviðeigandi hegðun gagnvart konum eru fullkomnlega og algerlega rangar og Clinton hjónin vita það. Ég hef aldrei hitt þetta fólk,“ sagði Trump á kosningafundi í Ohio í gær. Þá virtist Trump gefa í skyn að konurnar væru ekki nægilega fallegar til að hann myndi veita þeim athygli.The phony story in the failing @nytimes is a TOTAL FABRICATION. Written by same people as last discredited story on women. WATCH!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2016 Why didn't the writer of the twelve year old article in People Magazine mention the "incident" in her story. Because it did not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segist á „vissan hátt“ vera verkamaður Donald Trump vill meina að hann sé ekki svo frábrugðinn hefðbundnu fólki. 11. október 2016 14:15 Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. 13. október 2016 22:00 Obama tjáir sig um myndbandið af Trump: „Þetta er ekki rétt“ Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig í fyrsta skipti um myndbandið umdeilda af Donald Trump. 11. október 2016 23:54 Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina Ríkisstjórinn Chris Christie vill ekki lengur koma Trump til varnar, ekki frekar en ýmsir aðrir þungavigtarmenn úr Repúblikanaflokknum sem hafa haldið sig til hlés eftir að upptöku sem sýndi Trump viðhafa óviðeigandi ummæli um konur. 12. október 2016 07:00 Segir ásakanir um afskipti af kosningum vera fáránlegar Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir "of margar píkur“ koma að kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. 12. október 2016 14:37 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Donald Trump segir þær konur sem hafa sakað hann um áreiti og kynferðisbrot vera að ljúga. Hann segist geta sannað það og að hann sé fórnarlamb ófrægingarherferðar Hillary Clinton og fjölmiðla. Þá sagði hann framboð sitt berjast fyrir lífi Bandaríkjanna. Trump hefur verið sakaður um að káfa á og kyssa konur gegn vilja þeirra í mörgum atvikum sem ná aftur til ársins 1980. Tvær konur sem CNN ræddi við segja ástæðu þess að þær hafi stigið fram vera svar Trump við spurningu Anderson Cooper í síðustu kappræðum varðandi myndbandið frá 2005 sem Washington Post birti fyrir viku síðan.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Þar mátti heyra Trump stæra sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær í skjóli frægðar sinnar. Cooper spurði Trump hvort hann áttaði sig á því að hann hefði verið að tala um kynferðisbrot, en Trump sagði Cooper misskilja það sem hann hefði sagt. Þetta hefði einungis verið svokallað „búningsklefa-spjall“ og svo fór hann að tala um Íslamska ríkið.Frá síðustu helgi hefur fylgi Trump lækkað samkvæmt könnunum. Fjölmargir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn til baka. Samkvæmt nýrri könnun Rauters segir fimmtungur skráðra repúblikana að ummæli Trump geri han óhæfan til að sitja í embætti forseta. New York Times birti í gær frásögn tveggja kvenna sem sökuðu Trump um að hafa kysst sig og káfað á sér og í kjölfarið birtu aðrir fjölmiðlar aðrar frásagnir kvenna sem sökuðu forsetaframbjóðandann um að brjóta á sér. Þá stigu einnig fram fyrrverandi þátttakendur í fegurðarsamkeppnum Trump sem sögðu hann reglulega hafa gengið inn á stúlkur, allt að fimmtán ára gamlar, þar sem þær voru að klæða sig.Sjá einnig: Konur saka Trump um kynferðisbrot Lögmaður Trump hefur hótað New York Times lögsókn og Trump segist aldrei hafa hitt þessar konur. „Þessar ásakanir gegn mér um óviðeigandi hegðun gagnvart konum eru fullkomnlega og algerlega rangar og Clinton hjónin vita það. Ég hef aldrei hitt þetta fólk,“ sagði Trump á kosningafundi í Ohio í gær. Þá virtist Trump gefa í skyn að konurnar væru ekki nægilega fallegar til að hann myndi veita þeim athygli.The phony story in the failing @nytimes is a TOTAL FABRICATION. Written by same people as last discredited story on women. WATCH!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2016 Why didn't the writer of the twelve year old article in People Magazine mention the "incident" in her story. Because it did not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segist á „vissan hátt“ vera verkamaður Donald Trump vill meina að hann sé ekki svo frábrugðinn hefðbundnu fólki. 11. október 2016 14:15 Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. 13. október 2016 22:00 Obama tjáir sig um myndbandið af Trump: „Þetta er ekki rétt“ Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig í fyrsta skipti um myndbandið umdeilda af Donald Trump. 11. október 2016 23:54 Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina Ríkisstjórinn Chris Christie vill ekki lengur koma Trump til varnar, ekki frekar en ýmsir aðrir þungavigtarmenn úr Repúblikanaflokknum sem hafa haldið sig til hlés eftir að upptöku sem sýndi Trump viðhafa óviðeigandi ummæli um konur. 12. október 2016 07:00 Segir ásakanir um afskipti af kosningum vera fáránlegar Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir "of margar píkur“ koma að kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. 12. október 2016 14:37 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Segist á „vissan hátt“ vera verkamaður Donald Trump vill meina að hann sé ekki svo frábrugðinn hefðbundnu fólki. 11. október 2016 14:15
Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. 13. október 2016 22:00
Obama tjáir sig um myndbandið af Trump: „Þetta er ekki rétt“ Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig í fyrsta skipti um myndbandið umdeilda af Donald Trump. 11. október 2016 23:54
Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina Ríkisstjórinn Chris Christie vill ekki lengur koma Trump til varnar, ekki frekar en ýmsir aðrir þungavigtarmenn úr Repúblikanaflokknum sem hafa haldið sig til hlés eftir að upptöku sem sýndi Trump viðhafa óviðeigandi ummæli um konur. 12. október 2016 07:00
Segir ásakanir um afskipti af kosningum vera fáránlegar Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir "of margar píkur“ koma að kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. 12. október 2016 14:37
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent