Ingi Þór: Enginn heimsendir ef við föllum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2016 21:50 Ingi Þór Steinþórsson. vísir/anton „Við fórum út úr okkar leik. Hættum að stilla upp og fórum í einstaklingsframtak. Þá komust þeir í hraðaupphlaup og þetta er ekki lið sem þú hleypir í hraðan leik með allar þessar skyttur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir stórt tap á heimavelli gegn Njarðvík er hann var beðinn um að útskýra hrun liðsins um miðjan annan leikhluta. „Ég er ánægðastur með að við hættum ekki. Það var orðinn stór munur og ungir menn að koma inn. Hver einasta sekúnda fyrir þessa stráka er lærdómur. Þetta var betri leikur en hjá okkur en í Seljaskóla og það er ég ánægður með. Varnarleikurinn var samt rosalega mjúkur.“ Snæfelli var spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir leiktíðina og sú spá virðist vera réttmæt miðað við fyrstu leiki. Á að styrkja liðið? „Við verðum að líta í kringum okkur ef einhverjir vilja koma til okkar. Við teljum okkur vera með hóp af strákum sem ætla að vinna saman og vera stolt Snæfells. Snæfell er í uppbyggingu fyrir næstu ár. Það koma dýfur í öllum klúbbum og við höfum ekki reynslu og gæði því miður. En við ætlum okkur að verða betri með hverjum leik,“ segir Ingi Þór en er liðið nógu gott til að hanga uppi í deild þeirra bestu? „Það verður að koma í ljós. Ef við förum niður þá er það enginn heimsendir. Eina sem maður biður um er að strákarnir leggi sig fram og fyrir því er fólkið í stúkunni að klappa. Ef það er ekki nógu gott til að hanga í deildinni þá er það bara þannig. Þá förum við bara í 1. deildina og byggjum upp á þessum strákum. Það er fullt af strákum að koma upp.“ Það er ekki annað að heyra á þjálfaranum en að félagið sé búið að sætta sig við fall næsta vor. Ingi vill þó ekki meina það. „Við erum baráttufólk og að sjálfsögðu munum við gera allt sem við getum. Heimavöllurinn þarf að gefa okkur aukalega. Við gefumst ekki upp og langt frá því að við gefums upp fyrir fram.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
„Við fórum út úr okkar leik. Hættum að stilla upp og fórum í einstaklingsframtak. Þá komust þeir í hraðaupphlaup og þetta er ekki lið sem þú hleypir í hraðan leik með allar þessar skyttur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir stórt tap á heimavelli gegn Njarðvík er hann var beðinn um að útskýra hrun liðsins um miðjan annan leikhluta. „Ég er ánægðastur með að við hættum ekki. Það var orðinn stór munur og ungir menn að koma inn. Hver einasta sekúnda fyrir þessa stráka er lærdómur. Þetta var betri leikur en hjá okkur en í Seljaskóla og það er ég ánægður með. Varnarleikurinn var samt rosalega mjúkur.“ Snæfelli var spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir leiktíðina og sú spá virðist vera réttmæt miðað við fyrstu leiki. Á að styrkja liðið? „Við verðum að líta í kringum okkur ef einhverjir vilja koma til okkar. Við teljum okkur vera með hóp af strákum sem ætla að vinna saman og vera stolt Snæfells. Snæfell er í uppbyggingu fyrir næstu ár. Það koma dýfur í öllum klúbbum og við höfum ekki reynslu og gæði því miður. En við ætlum okkur að verða betri með hverjum leik,“ segir Ingi Þór en er liðið nógu gott til að hanga uppi í deild þeirra bestu? „Það verður að koma í ljós. Ef við förum niður þá er það enginn heimsendir. Eina sem maður biður um er að strákarnir leggi sig fram og fyrir því er fólkið í stúkunni að klappa. Ef það er ekki nógu gott til að hanga í deildinni þá er það bara þannig. Þá förum við bara í 1. deildina og byggjum upp á þessum strákum. Það er fullt af strákum að koma upp.“ Það er ekki annað að heyra á þjálfaranum en að félagið sé búið að sætta sig við fall næsta vor. Ingi vill þó ekki meina það. „Við erum baráttufólk og að sjálfsögðu munum við gera allt sem við getum. Heimavöllurinn þarf að gefa okkur aukalega. Við gefumst ekki upp og langt frá því að við gefums upp fyrir fram.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins