Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. október 2016 22:00 Burnett og Trump meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. Burnett segist afneita „hatrinu, misskiptingunni og kvenhatrinu sem hefur verið mjög óheppilegur hluti af kosningabaráttu hans.“ Yfirlýsing Burnett birtist samhliða því að fjöldi kvenna hefur ásakað Trump um kynferðisbrot. Síðustu daga hafa fjölmargir krafist þess að Burnett birti efni frá tökum á The Apprentice, en margir þeirra sem störfuðu við gerð þáttanna hafa sagt að þar megi finna efni þar sem Trump sést haga sér á groddalegan og særandi hátt. Burnett segist ekki hafa lagalegan rétt til að birta efni frá The Apprentice, og vill ekki gefa upp hvort slíkt efni sé til. Metro-Goldwyn-Mayer, fyrirtækið sem á framleiðslufyrirtæki Burnett og skrár þess, tekur í sama streng.Sjá einnig:Konur saka Trump um kynferðisbrot Samkvæmt heimildum The New York Times, þarf að fá leyfi frá Trump til að birta áður óútgefið efni úr þáttunum, og er það hluti af samningi Trump frá gerð þáttarins. Slíkar klausur eru víst ekki óalgengar við gerð raunveruleikasjónvarps. Hins vegar hafa margir bent á að slíkar klausur eigi aðeins við í þeim tilvikum þar sem beinn hagnaður er af birtingu efnisins, til dæmis ef gera ætti annan þátt. Hún eigi þó ekki við ef um heimild er að ræða. Talið er að Mark Burnett vilji einfaldlega halda Trump góðum og neiti þess vegna að birta efnið. Raddirnar sem krefjast þess að myndefnið sé birt eru orðnar nokkuð háværar og talið er að Mark Burnett geti ráðið niðurlögum Trump. Til að mynda hafa fjölmargir undirskriftasafnanir sprottið upp á netinu og kvenréttindahópurinn UltraViolet hyggst fljúga til Los Angeles og krefjast þess að MGM og NBC birti efnið, en The Apprentice eru sýndir á NBC. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. Burnett segist afneita „hatrinu, misskiptingunni og kvenhatrinu sem hefur verið mjög óheppilegur hluti af kosningabaráttu hans.“ Yfirlýsing Burnett birtist samhliða því að fjöldi kvenna hefur ásakað Trump um kynferðisbrot. Síðustu daga hafa fjölmargir krafist þess að Burnett birti efni frá tökum á The Apprentice, en margir þeirra sem störfuðu við gerð þáttanna hafa sagt að þar megi finna efni þar sem Trump sést haga sér á groddalegan og særandi hátt. Burnett segist ekki hafa lagalegan rétt til að birta efni frá The Apprentice, og vill ekki gefa upp hvort slíkt efni sé til. Metro-Goldwyn-Mayer, fyrirtækið sem á framleiðslufyrirtæki Burnett og skrár þess, tekur í sama streng.Sjá einnig:Konur saka Trump um kynferðisbrot Samkvæmt heimildum The New York Times, þarf að fá leyfi frá Trump til að birta áður óútgefið efni úr þáttunum, og er það hluti af samningi Trump frá gerð þáttarins. Slíkar klausur eru víst ekki óalgengar við gerð raunveruleikasjónvarps. Hins vegar hafa margir bent á að slíkar klausur eigi aðeins við í þeim tilvikum þar sem beinn hagnaður er af birtingu efnisins, til dæmis ef gera ætti annan þátt. Hún eigi þó ekki við ef um heimild er að ræða. Talið er að Mark Burnett vilji einfaldlega halda Trump góðum og neiti þess vegna að birta efnið. Raddirnar sem krefjast þess að myndefnið sé birt eru orðnar nokkuð háværar og talið er að Mark Burnett geti ráðið niðurlögum Trump. Til að mynda hafa fjölmargir undirskriftasafnanir sprottið upp á netinu og kvenréttindahópurinn UltraViolet hyggst fljúga til Los Angeles og krefjast þess að MGM og NBC birti efnið, en The Apprentice eru sýndir á NBC.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent