Skotar stefna á nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2016 19:45 Frumvarp um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verður lagt fram á skoska þinginu í næstu viku. Forsætisráðherra Skotlands segir forsendur hafa breyst frá síðustu atkvæðagreiðslu vegna ákvörðunar Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi í september 2014 samþykktu 55,3 prósent kjósenda að vera áfram í sambandinu. Síðan þá hafa Bretar ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu sem Skotar vilja hins vegar almennt vera hluti af. Á landsfundi Skoska þjóðarflokksins í dag gagnrýndi Nicola Sturgeon leiðtogi flokksins og forsætisráðherra Skotlands hvernig Íhaldsflokkurinn héldi á útgöngumálinu, eða Brexit. „Hamslaus hægri vængur flokksins hefur notað það sem skálkaskjól fyrir útlendingahræðsluna sem hefur lengi lúrt undir yfirborðinu en er nú öllum augljós. Þeir nota niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem afsökun til að yfirgefa ESB með hraði án þess að hafa til þess umboð og eru staðráðnir að keyra úrsögnina í gegn án tillits til skaðvænlegra afleiðinga þess,“ segir Sturgeon. Þessi stefna væri rekin án tillits til skoskra hagsmuna og því muni fulltrúar Skoska þjóðarflokksins á breska þinginu greiða atkvæði á móti útgöngunni á næsta ári og hvetja aðra þingmenn til að gera það einnig. Úrsögn úr Evrópusambandinu skaðaði efnahagslífið. „Útganga úr ESB með hraði og brotthvarf af sameiginlega markaðnum mun hafa hörmulegar afleiðingar. Fjármálaráðuneytið metur það svo að kostnaðurinn fyrir breskan efnahag nemi 66 milljörðum punda. Um 80 þúsund störf gætu tapast hér í Skotlandi,laun gætu lækkað um tvö þúsund pund og hægjast mun á hagvexti,“ segir Sturgeon. Þegar forsætisráðherrann var í Reykjavík í síðustu viku sagði hún ekki liggja fyrir hvort fram færi ný þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæðis Skotlands. Hins vegar hefðu rökin fyrir sjálfstæði breyst frá því árið 2014. „Aðstæðurnar eru aðrar nú. Það fylgir því mikil óvissa að vera hluti af Stóra-Bretlandi. Ef til vill væri best fyrir Skotland til að tryggja öryggi og stöðugleika með því að verða sjálfstætt ríki. Það er góð og gild spurning,“ sagði forsætisráðherrann í Reykjavík. En í dag tók hún síðan af allan vafa í þessum efnum. „Ég get staðfest nú að frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði verður birt til kynningar og athugasemda í næstu viku,“ sagði Sturgeon við mikinn fögnuð landsfundargesta. Brexit Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Frumvarp um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verður lagt fram á skoska þinginu í næstu viku. Forsætisráðherra Skotlands segir forsendur hafa breyst frá síðustu atkvæðagreiðslu vegna ákvörðunar Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi í september 2014 samþykktu 55,3 prósent kjósenda að vera áfram í sambandinu. Síðan þá hafa Bretar ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu sem Skotar vilja hins vegar almennt vera hluti af. Á landsfundi Skoska þjóðarflokksins í dag gagnrýndi Nicola Sturgeon leiðtogi flokksins og forsætisráðherra Skotlands hvernig Íhaldsflokkurinn héldi á útgöngumálinu, eða Brexit. „Hamslaus hægri vængur flokksins hefur notað það sem skálkaskjól fyrir útlendingahræðsluna sem hefur lengi lúrt undir yfirborðinu en er nú öllum augljós. Þeir nota niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem afsökun til að yfirgefa ESB með hraði án þess að hafa til þess umboð og eru staðráðnir að keyra úrsögnina í gegn án tillits til skaðvænlegra afleiðinga þess,“ segir Sturgeon. Þessi stefna væri rekin án tillits til skoskra hagsmuna og því muni fulltrúar Skoska þjóðarflokksins á breska þinginu greiða atkvæði á móti útgöngunni á næsta ári og hvetja aðra þingmenn til að gera það einnig. Úrsögn úr Evrópusambandinu skaðaði efnahagslífið. „Útganga úr ESB með hraði og brotthvarf af sameiginlega markaðnum mun hafa hörmulegar afleiðingar. Fjármálaráðuneytið metur það svo að kostnaðurinn fyrir breskan efnahag nemi 66 milljörðum punda. Um 80 þúsund störf gætu tapast hér í Skotlandi,laun gætu lækkað um tvö þúsund pund og hægjast mun á hagvexti,“ segir Sturgeon. Þegar forsætisráðherrann var í Reykjavík í síðustu viku sagði hún ekki liggja fyrir hvort fram færi ný þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæðis Skotlands. Hins vegar hefðu rökin fyrir sjálfstæði breyst frá því árið 2014. „Aðstæðurnar eru aðrar nú. Það fylgir því mikil óvissa að vera hluti af Stóra-Bretlandi. Ef til vill væri best fyrir Skotland til að tryggja öryggi og stöðugleika með því að verða sjálfstætt ríki. Það er góð og gild spurning,“ sagði forsætisráðherrann í Reykjavík. En í dag tók hún síðan af allan vafa í þessum efnum. „Ég get staðfest nú að frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði verður birt til kynningar og athugasemda í næstu viku,“ sagði Sturgeon við mikinn fögnuð landsfundargesta.
Brexit Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira