Framleiðsluhlé á Mustang vegna dræmrar sölu Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2016 10:22 Ford Mustang. Sala Ford Mustang féll um 32% í september nýliðnum og samkeppnisbíllinn Chevrolet Camaro seldist meira í mánuðinum en Mustang. Viðbrögð Ford við þessu eru að stöðva framleiðslu á Mustang í Flat Rock verksmiðju sinni í Michigan, þar sem sportbíllinn er framleiddur, í eina viku. Stöðvunin hófst 10. október og stendur til 17. október. Þar mætir enginn til vinnu þessa vikuna en starfsmenn fá samt greidd full laun og er um að ræða 3.702 starfsmenn. Í september seldust 6.429 Mustang bílar en 6.577 Camaro bílar og fór sala hans upp um ríflega 1.300 bíla á milli mánaða. Síðast þegar Camaro seldist meira í einum mánuði en Mustang var í október árið 2014. Það sem veldur helst góðri sölu á Camaro eru vænir afslættir sem í boði eru og námu þeir að meðaltali 3.409 dollurum í september á meðan afslættir á Mustang voru að meðaltali 2.602 dollarar. Á þessu ári hafa selst 87.258 Mustang bílar, en 54.535 Camaro bílar svo það ber enn mikið í milli í sölu á þessum bílum. Sala Mustang hefur fallið um 9% á milli ára en sala Camaro hefur fallið enn meira, eða um 11,3%. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent
Sala Ford Mustang féll um 32% í september nýliðnum og samkeppnisbíllinn Chevrolet Camaro seldist meira í mánuðinum en Mustang. Viðbrögð Ford við þessu eru að stöðva framleiðslu á Mustang í Flat Rock verksmiðju sinni í Michigan, þar sem sportbíllinn er framleiddur, í eina viku. Stöðvunin hófst 10. október og stendur til 17. október. Þar mætir enginn til vinnu þessa vikuna en starfsmenn fá samt greidd full laun og er um að ræða 3.702 starfsmenn. Í september seldust 6.429 Mustang bílar en 6.577 Camaro bílar og fór sala hans upp um ríflega 1.300 bíla á milli mánaða. Síðast þegar Camaro seldist meira í einum mánuði en Mustang var í október árið 2014. Það sem veldur helst góðri sölu á Camaro eru vænir afslættir sem í boði eru og námu þeir að meðaltali 3.409 dollurum í september á meðan afslættir á Mustang voru að meðaltali 2.602 dollarar. Á þessu ári hafa selst 87.258 Mustang bílar, en 54.535 Camaro bílar svo það ber enn mikið í milli í sölu á þessum bílum. Sala Mustang hefur fallið um 9% á milli ára en sala Camaro hefur fallið enn meira, eða um 11,3%.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent