Vankantar á utankjörfundaratkvæðagreiðslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2016 14:38 Í kjörklefa gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins, en ekki eingöngu þá stafi sem stjórnmálaflokkum hefur verið úthlutað. vísir/valli Píratar fengu ábendingu um vankanta á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sendiráði erlendis frá kjósanda sem búsettur er erlendis. Í kjörklefa gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins, en ekki eingöngu þá stafi sem stjórnmálaflokkum hefur verið úthlutað. Utanríkisráðuneytið hefur brugðist við ábendingu flokksins. Innanríkisráðuneytið hefur gefið þau tilmæli til allra sem annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en framboðsfrestur er útrunninn og öll framboðin komin fram. Framboðsfrestur rennur út þann 14. október. „Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki,” segir í tilkynningu frá Pírötum. Haft var samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. “Það virðist hafa verið einhver skortur á upplýsingaflæði þarna á milli,” segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, í samtali við Vísi. “Staðan núna hjá Utanríkisráðuneytinu er að láta öll sendiráð vita að því hvernig þetta á að vera alveg hundrað prósent.”Tilkynningu Pírata má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Pírötum barst ábending frá áhyggjufullum kjósanda sem búsettur er erlendis um að utankjörfundaratkvæðagreiðslu væri ábótavant í einu sendiráða Íslands þar sem viðkomandi hafði farið til að kjósa.Þegar í kjörklefann var komið gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins. Samkvæmt kosningalögum segir í 47.gr XI. Kafla um kjörgögn að: “Kjörgögn til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru: kjörseðill, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag, svo og stimplar með listabókstöfum.”Ljóst þykir að skv. kosningalögum ekki er leyfilegt að hafa alla bókstafi stafrófsins frammi, heldur eingöngu stimpla með listabókstöfum þeirra flokka sem bjóða fram í Alþingiskosningum. Auk þess sendir Innanríkisráðuneytið þau tilmæli til þeirra er annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en öll framboð eru komin fram þ.e. þegar framboðsfrestur er útrunninn.Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki.Píratar rannsökuðu málið nánar og höfðu samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. Eftir að Píratar komu þessum athugasemdum á framfæri við ráðuneytin og sendiráðið er nú búið að setja ferli af stað til þess að lagfæra þessa vankanta og samræma utankjörfundaratkvæðagreiðslur og fagna Píratar því.Mikilvægt er að rétt sé staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðslum og munu Píratar hafa vakandi auga með framkvæmd þeirra fram að kosningum. Kosningar 2016 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Píratar fengu ábendingu um vankanta á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sendiráði erlendis frá kjósanda sem búsettur er erlendis. Í kjörklefa gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins, en ekki eingöngu þá stafi sem stjórnmálaflokkum hefur verið úthlutað. Utanríkisráðuneytið hefur brugðist við ábendingu flokksins. Innanríkisráðuneytið hefur gefið þau tilmæli til allra sem annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en framboðsfrestur er útrunninn og öll framboðin komin fram. Framboðsfrestur rennur út þann 14. október. „Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki,” segir í tilkynningu frá Pírötum. Haft var samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. “Það virðist hafa verið einhver skortur á upplýsingaflæði þarna á milli,” segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, í samtali við Vísi. “Staðan núna hjá Utanríkisráðuneytinu er að láta öll sendiráð vita að því hvernig þetta á að vera alveg hundrað prósent.”Tilkynningu Pírata má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Pírötum barst ábending frá áhyggjufullum kjósanda sem búsettur er erlendis um að utankjörfundaratkvæðagreiðslu væri ábótavant í einu sendiráða Íslands þar sem viðkomandi hafði farið til að kjósa.Þegar í kjörklefann var komið gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins. Samkvæmt kosningalögum segir í 47.gr XI. Kafla um kjörgögn að: “Kjörgögn til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru: kjörseðill, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag, svo og stimplar með listabókstöfum.”Ljóst þykir að skv. kosningalögum ekki er leyfilegt að hafa alla bókstafi stafrófsins frammi, heldur eingöngu stimpla með listabókstöfum þeirra flokka sem bjóða fram í Alþingiskosningum. Auk þess sendir Innanríkisráðuneytið þau tilmæli til þeirra er annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en öll framboð eru komin fram þ.e. þegar framboðsfrestur er útrunninn.Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki.Píratar rannsökuðu málið nánar og höfðu samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. Eftir að Píratar komu þessum athugasemdum á framfæri við ráðuneytin og sendiráðið er nú búið að setja ferli af stað til þess að lagfæra þessa vankanta og samræma utankjörfundaratkvæðagreiðslur og fagna Píratar því.Mikilvægt er að rétt sé staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðslum og munu Píratar hafa vakandi auga með framkvæmd þeirra fram að kosningum.
Kosningar 2016 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira