SsangYong Tourismo Campervan sá ódýrasti Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 13:54 Ssangyong Turismo Campervan er klár í ferðalögin. SsangYong frá S-Kóreu hefur markaðssett þennan ferðabíl í Bretlandi í samstarfi við Wellhouse í bretlandi sem sérhæfir sig í að breyta bílum í draumabíl útivistarmannsins. Wellhouse hefur einnig breytt bílum á þennan hátt fyrir Ford, þ.e. með Ford Transit Custom bílinn. Í SsangYong bílnum má snúa framsætunum aftur og leggja þau niður svo þau breytist í rúm. Þakið er uppdraganlegt og í bílnum má finna eldurnaraðstöðu með tveimur hellum, vaski, ísskáp, klósetti, vatnskæli og stórum vatnstönkum og fullt af 12 volta innstungum. SsangYong Tourismo Campervan er ódýrasti og einn stærsti svona ferðabíll sem kaupa má í Bretlandi og er bílinn 5,13 metra langur. Hann er með vél frá Mercedes Benz sem er 2,2 lítra dísilvél, 178 hestafla og með 400 Nm tog. Hún tengist 6 gíra beinskiptingu eða 7 gíra sjálfskiptingu og fá má bílinn bæði afturhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn. Þessi SsangYong Tourismo Campervan kostar aðeins 24.995 pund með fjórhjóladrifi og öllum þeim hugsanlega búnaði sem fá má í bílinn, þ.e. dýrusta útgáfu hans. Ódýrasta gerð Ford Galaxy er 2.500 pundum dýrari en SsangYong Tourismo Campervan og Volkswagen California og Ford transit Wellhouse eru 5.000 pundum dýrari. Búast má við því að SsangYong selji vel af þessum bíl í Bretlandi og jafnvel víðar.Fínasta svefnaðstaða.Hér ætti að vera þægilegt að elda.Athafna má sig standandi í bílnum. Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent
SsangYong frá S-Kóreu hefur markaðssett þennan ferðabíl í Bretlandi í samstarfi við Wellhouse í bretlandi sem sérhæfir sig í að breyta bílum í draumabíl útivistarmannsins. Wellhouse hefur einnig breytt bílum á þennan hátt fyrir Ford, þ.e. með Ford Transit Custom bílinn. Í SsangYong bílnum má snúa framsætunum aftur og leggja þau niður svo þau breytist í rúm. Þakið er uppdraganlegt og í bílnum má finna eldurnaraðstöðu með tveimur hellum, vaski, ísskáp, klósetti, vatnskæli og stórum vatnstönkum og fullt af 12 volta innstungum. SsangYong Tourismo Campervan er ódýrasti og einn stærsti svona ferðabíll sem kaupa má í Bretlandi og er bílinn 5,13 metra langur. Hann er með vél frá Mercedes Benz sem er 2,2 lítra dísilvél, 178 hestafla og með 400 Nm tog. Hún tengist 6 gíra beinskiptingu eða 7 gíra sjálfskiptingu og fá má bílinn bæði afturhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn. Þessi SsangYong Tourismo Campervan kostar aðeins 24.995 pund með fjórhjóladrifi og öllum þeim hugsanlega búnaði sem fá má í bílinn, þ.e. dýrusta útgáfu hans. Ódýrasta gerð Ford Galaxy er 2.500 pundum dýrari en SsangYong Tourismo Campervan og Volkswagen California og Ford transit Wellhouse eru 5.000 pundum dýrari. Búast má við því að SsangYong selji vel af þessum bíl í Bretlandi og jafnvel víðar.Fínasta svefnaðstaða.Hér ætti að vera þægilegt að elda.Athafna má sig standandi í bílnum.
Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent