Yfir tíu þúsund Íslendingar búa í Noregi en í Osló, í sögufrægu húsi þar í borg, er eitt elsta sendiráð okkar staðsett.
Í næsta þætti af Sendiráðum Íslands heimsækir Sindri Sindrason virðulegan sendiherrann sem á sér ansi skrautlega sögu.
Sindri hittir einnig konuna hans, starfsmenn sendiráðsins, heyrir í fólki sem nýtt hefur sér þjónustu þess og fær að heyra allt um merkilega sögu sendiherrabústaðarins sem er mjög svo glæsilegur.
Ekki missa af Sendiráðum Íslands á miðvikudag klukkan 20:10 á Stöð 2.
Virðulegur sendiherrann er 80s aðdáandi númer eitt
Stefán Árni Pálsson skrifar
Fleiri fréttir
