DHL lætur smíða eigin rafmagnssendibíla Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 09:25 Rafmagnsbílafloti DH sem meðal annars inniheldur rafmagnshjól. Við lítinn fögnuð Volkswagen hefur DHL tekið þá stefnu að útbúa sendibíla þeirra eigin rafmagnsdrifrás í stað þess að kaupa slíka bíla tilbúna af Volkswagen. Volkswagen getur kennt fyrri eigin ákvörðunum um þessa þróun, en fyrirtækið hafði óskað eftir framleiðslu þeirra en fékk neitun frá Volkswagen. Því hefur DHL tekið þá ákvörðun að standa að því sjálft. Það reyndist DHL fremur auðvelt að útvista sjálft þeim breytingum á bílunum sem gerir þá rafdrifna og hefur keypt þá þjónustu af öðru fyrirtæki, þ.e. Bosch. Í dag framleiða bílaframleiðendur aðeins 20% af íhlutum í bíla sína en árið 1980 var það hlutfall 45%. Því reyndist það ekki flókið fyrir DHL að semja við Bosch sem sér um að útbúa bíla DHL rafmagnsdrifrás, en bílana sjálfa kaupa þeir hráa af Volkswagen. DHL er með 1.000 sendibíla sem ganga fyrir rafmagni en ætla að framleiða allt að 5.000 slíka bíla á ári og jafnvel selja þá einnig til annarra kaupenda. Þessir bílar eiga að endast í 16 ár og er þeim ekið 60 klukkutíma í viku að meðaltali. Bílar þessir heita StreetScooter og eru með 280 kúbikfeta flutningsrými og geta borið um 1 tonn af vörum. Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent
Við lítinn fögnuð Volkswagen hefur DHL tekið þá stefnu að útbúa sendibíla þeirra eigin rafmagnsdrifrás í stað þess að kaupa slíka bíla tilbúna af Volkswagen. Volkswagen getur kennt fyrri eigin ákvörðunum um þessa þróun, en fyrirtækið hafði óskað eftir framleiðslu þeirra en fékk neitun frá Volkswagen. Því hefur DHL tekið þá ákvörðun að standa að því sjálft. Það reyndist DHL fremur auðvelt að útvista sjálft þeim breytingum á bílunum sem gerir þá rafdrifna og hefur keypt þá þjónustu af öðru fyrirtæki, þ.e. Bosch. Í dag framleiða bílaframleiðendur aðeins 20% af íhlutum í bíla sína en árið 1980 var það hlutfall 45%. Því reyndist það ekki flókið fyrir DHL að semja við Bosch sem sér um að útbúa bíla DHL rafmagnsdrifrás, en bílana sjálfa kaupa þeir hráa af Volkswagen. DHL er með 1.000 sendibíla sem ganga fyrir rafmagni en ætla að framleiða allt að 5.000 slíka bíla á ári og jafnvel selja þá einnig til annarra kaupenda. Þessir bílar eiga að endast í 16 ár og er þeim ekið 60 klukkutíma í viku að meðaltali. Bílar þessir heita StreetScooter og eru með 280 kúbikfeta flutningsrými og geta borið um 1 tonn af vörum.
Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent