Nauðsynlegt að vera persónulegur Kjartan Guðmundsson skrifar 26. október 2016 11:00 Erna Kristín Stefánsdóttir, hönnuður og guðfræðinemi, vekur athygli á Snapchat og Instagram. Hægt er að fylgjast með Ernu Kristínu á snapchat: Ernuland. Vísir/Eyþór. Þetta er skemmtilegur heimur og mjög áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta þróast hjá mér og allt í kringum mig,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir, 25 ára hönnuður og guðfræðinemi. Erna Kristín hefur tekið samfélagsmiðlana Snapchat og Instragram tryggilega í sína þjónustu og auglýsir á þeim eigin hönnun, föt og myndir, og einnig innlenda og erlenda hönnun annarra, til að mynda barnavörur sem hún fær sendar frá fyrirtækjum.F42251016 Erna„Instagram-reikningurinn minn er stærri eins og er, enda opnaði ég hann fyrr, en Snapchat-reikningurinn minn stækkar mun hraðar en ég bjóst við, sérstaklega þegar haft er í huga hversu seint ég opnaði hann. Snapchat er augljóslega langvinsælasti samfélagsmiðillinn í dag,“ segir Erna Kristín. Hún bætir við að hún leggi sáralitla áherslu á Facebook þegar kemur að því að auglýsa hönnun eftir sjálfa sig og aðra, enda séu vinsælar „læksíður“ á Facebook nánast faldar þegar fylgjendur þeirra ná ákveðnum fjölda, nema eigendur þeirra borgi sérstaklega fyrir þær. „Það er algjör klikkun og ég er ekki að fara að borga Facebook. Það kemur ekki til mála,“ segir hún ákveðin.Erna Kristín notar þó ekki vinsæla reikninga sína á Instagram og Snapchat einungis til að auglýsa vörur, heldur deilir hún líka ýmsu úr sínu daglega lífi. Spurð hvort nauðsynlegt sé að vera persónulegur á samfélagsmiðlum í bland við auglýsingarnar, til að halda fylgjendum við efnið, segist Erna Kristín halda að svo sé. „Um leið og ég fór að deila persónulegum hlutum úr lífi mínu fjölgaði fylgjendum mínum til muna, þótt þeir hafi verið margir fyrir. En ég nenni alls ekki að fara eftir neinum óskrifuðum reglum í sambandi við samfélagsmiðlana og geri þetta bara eins og mér finnst skemmtilegt. Svo er fólki velkomið að fylgjast með ef það hefur áhuga. Ég hef heyrt að fylgjendur sumra annarra reikninga setji ákveðnar kröfur á eigendur þeirra, að gera meira af þessu og minna af hinu og þar fram eftir götunum, en ég er sjálf mjög heppin með fylgjendur og hef ekki lent í neinu slíku.“Þegar Erna Kristín auglýsir vörur á reikningum sínum notar hún stundum tveggja ára gamlan son sin, Leon Bassa, sem fyrirsætu. Aðspurð segir hún son sinn lítið kippa sér upp við það að vera auglýsingamódel. „Um leið og þetta verður kvöð fyrir hann þá hætti ég að nota hann því ég er mjög meðvituð um að passa upp á hann,“ segir Erna Kristín og viðurkennir að hún hafi í meira en nægu að snúast þessa dagana og ekki minnkar álagið við það að stunda guðfræðinám við Háskóla Íslands sem hún lýkur nú um jólin. Eftir áramót tekur svo prestsnám við hjá Ernu Kristínu. Spurð hvernig hún haldi að framtíðarsöfnuðir taki í það að presturinn þeirra sé umsvifamikill á samfélagsmiðlum segist hún ætla að verða nútímalegur prestur sem horfir fram á við. „Ég veit ekki hvort þessi dæmigerða messa myndi henta mér. Ég hef áhuga á því að predika fyrir samfélagið út frá hlutum sem fólk tengir við og vill heyra. Það er margt gott fólk að koma inn í kirkjustarfið á Íslandi með nútímaleg viðhorf og miðað við það hvernig talað er um kirkjuna í dag held ég að það sé gott fyrir framtíð kirkjunnar.“ Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Þetta er skemmtilegur heimur og mjög áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta þróast hjá mér og allt í kringum mig,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir, 25 ára hönnuður og guðfræðinemi. Erna Kristín hefur tekið samfélagsmiðlana Snapchat og Instragram tryggilega í sína þjónustu og auglýsir á þeim eigin hönnun, föt og myndir, og einnig innlenda og erlenda hönnun annarra, til að mynda barnavörur sem hún fær sendar frá fyrirtækjum.F42251016 Erna„Instagram-reikningurinn minn er stærri eins og er, enda opnaði ég hann fyrr, en Snapchat-reikningurinn minn stækkar mun hraðar en ég bjóst við, sérstaklega þegar haft er í huga hversu seint ég opnaði hann. Snapchat er augljóslega langvinsælasti samfélagsmiðillinn í dag,“ segir Erna Kristín. Hún bætir við að hún leggi sáralitla áherslu á Facebook þegar kemur að því að auglýsa hönnun eftir sjálfa sig og aðra, enda séu vinsælar „læksíður“ á Facebook nánast faldar þegar fylgjendur þeirra ná ákveðnum fjölda, nema eigendur þeirra borgi sérstaklega fyrir þær. „Það er algjör klikkun og ég er ekki að fara að borga Facebook. Það kemur ekki til mála,“ segir hún ákveðin.Erna Kristín notar þó ekki vinsæla reikninga sína á Instagram og Snapchat einungis til að auglýsa vörur, heldur deilir hún líka ýmsu úr sínu daglega lífi. Spurð hvort nauðsynlegt sé að vera persónulegur á samfélagsmiðlum í bland við auglýsingarnar, til að halda fylgjendum við efnið, segist Erna Kristín halda að svo sé. „Um leið og ég fór að deila persónulegum hlutum úr lífi mínu fjölgaði fylgjendum mínum til muna, þótt þeir hafi verið margir fyrir. En ég nenni alls ekki að fara eftir neinum óskrifuðum reglum í sambandi við samfélagsmiðlana og geri þetta bara eins og mér finnst skemmtilegt. Svo er fólki velkomið að fylgjast með ef það hefur áhuga. Ég hef heyrt að fylgjendur sumra annarra reikninga setji ákveðnar kröfur á eigendur þeirra, að gera meira af þessu og minna af hinu og þar fram eftir götunum, en ég er sjálf mjög heppin með fylgjendur og hef ekki lent í neinu slíku.“Þegar Erna Kristín auglýsir vörur á reikningum sínum notar hún stundum tveggja ára gamlan son sin, Leon Bassa, sem fyrirsætu. Aðspurð segir hún son sinn lítið kippa sér upp við það að vera auglýsingamódel. „Um leið og þetta verður kvöð fyrir hann þá hætti ég að nota hann því ég er mjög meðvituð um að passa upp á hann,“ segir Erna Kristín og viðurkennir að hún hafi í meira en nægu að snúast þessa dagana og ekki minnkar álagið við það að stunda guðfræðinám við Háskóla Íslands sem hún lýkur nú um jólin. Eftir áramót tekur svo prestsnám við hjá Ernu Kristínu. Spurð hvernig hún haldi að framtíðarsöfnuðir taki í það að presturinn þeirra sé umsvifamikill á samfélagsmiðlum segist hún ætla að verða nútímalegur prestur sem horfir fram á við. „Ég veit ekki hvort þessi dæmigerða messa myndi henta mér. Ég hef áhuga á því að predika fyrir samfélagið út frá hlutum sem fólk tengir við og vill heyra. Það er margt gott fólk að koma inn í kirkjustarfið á Íslandi með nútímaleg viðhorf og miðað við það hvernig talað er um kirkjuna í dag held ég að það sé gott fyrir framtíð kirkjunnar.“
Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira