Millie Bobby Brown rokkar forsíðu Interview Ritstjórn skrifar 25. október 2016 16:30 Millie er algjör töffari á forsíðu Interview. Mynd/Skjáskot Frægðarsól ungu leikkonunnar Millie Bobby Brown skín skært þessa dagana. Hún leikur í vinsælli þáttarröð, Stranger Things, og hún prýðir nú sína aðra forsíðu á tískutímariti á einum mánuði. Þetta skiptið er það forsíða Interview. Í forsíðuþættinum er Millie eins og rokkstjarna. Hún klæðist flíkum frá Louis Vuitton, Gucci, Coach og fleiri merkjum. Það er nóg af hárgeli, göddum, leðri og gallajökkum. Besta vinkona Millie, dansarinn Maddie Ziegler, tók viðtalið við hana. Það er greinilegt að þær skemmti sér vel saman þar sem viðtalið er sett upp eins og venjulegt vinkonuspjall. Það er til gamans að geta að Maddie er einnig rísandi stjarna þrátt fyrir ungan aldur. Hún var í raunveruleikaþáttunum Dance Moms sem og hún hefur leikið í nokkrum tónlistarmyndböndum hjá söngkonunni Sia. Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Klæddist breskri hönnun Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Lupita Nyong´o glæsileg á forsíðu Vogue Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour Alexander Wang heldur villt partý í nýjustu auglýsingu sinni Glamour Bella Hadid datt á tískupallinum hjá Michael Kors Glamour
Frægðarsól ungu leikkonunnar Millie Bobby Brown skín skært þessa dagana. Hún leikur í vinsælli þáttarröð, Stranger Things, og hún prýðir nú sína aðra forsíðu á tískutímariti á einum mánuði. Þetta skiptið er það forsíða Interview. Í forsíðuþættinum er Millie eins og rokkstjarna. Hún klæðist flíkum frá Louis Vuitton, Gucci, Coach og fleiri merkjum. Það er nóg af hárgeli, göddum, leðri og gallajökkum. Besta vinkona Millie, dansarinn Maddie Ziegler, tók viðtalið við hana. Það er greinilegt að þær skemmti sér vel saman þar sem viðtalið er sett upp eins og venjulegt vinkonuspjall. Það er til gamans að geta að Maddie er einnig rísandi stjarna þrátt fyrir ungan aldur. Hún var í raunveruleikaþáttunum Dance Moms sem og hún hefur leikið í nokkrum tónlistarmyndböndum hjá söngkonunni Sia.
Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Klæddist breskri hönnun Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Lupita Nyong´o glæsileg á forsíðu Vogue Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour Alexander Wang heldur villt partý í nýjustu auglýsingu sinni Glamour Bella Hadid datt á tískupallinum hjá Michael Kors Glamour