BL býður ökumönnum að prófa Eyesight frá Subaru Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2016 14:51 Eyesight öryggiskerfið byggir á tveimur myndavélum bakvið framrúðu Subaru bíla. Á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16, verður sýning hjá BL við Sævarhöfða á Subaru Levorg sem nú býðst með öryggiskerfinu EyeSight frá Subaru. Á sýningunni gefst áhugasömum m.a. tækifæri til að sannreyna áreiðanleika EyeSight í Levorg á bílaplaninu fyrir utan. Þar hafa tæknimenn Subaru sett upp sérstaka prófunarbraut þar sem hægt verður að upplifa hvað kerfið getur gert til að draga úr líkum á árekstri. EyeSight er öryggismyndavélakerfi Subaru sem hver erlenda könnunin á fætur annarri bendir til að sé það fullkomnsta sem völ er á um þessar mundir. EyeSight tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru við baksýnisspegilinn innan við framrúðuna. Myndavélarnar senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta, greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight gerir t.d. greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, bílum og mótorhjólum auk þess sem það skynjar hemlaljós ökutækja fyrir framan og bregst við í samræmi við aðstæður hversju sinni.Sjálfvirk neyðarhemlunÞegar öryggismyndavélarnar skynja nálægan gangandi vegfaranda, reiðhjól eða annan bíl fyrir framan metur kerfið hvort aðsteðjandi sé hætta miðað við hraða bílsins. Sé hættan fyrir hendi lætur kerfið ökumanninn vita með hljóðmerki og blikkandi ljósi. Bregðist ökumaðurinn ekki nægilega vel við grípur öryggiskerfið inn í atburðarásina og hægir á bílnum í því skyni að koma í veg fyrir árekstur. Þungi hemlunarinnar fer eftir því hversu mikil hættan er.Sjálfvirk neyðarstjórnun á eldsneytisgjöfÞegar EyeSight skynjar hlut eða vegg framan við bílinn og ökumaður setur bílinn í áframgír og gerir sig líklegan til að aka beint áfram í stað þess að bakka gerir kerfið ökumanni viðvart með hljóðmerki og blikkandi ljósi. Haldi ökumaðurinn við sinn keip tekur kerfið yfir eldsneytisgjöfina til að koma í veg fyrir að haldið sé áfram.Heldur hæfilegri fjarlægð milli bílaEyeSight heldur ekki aðeins þeim hraða sem ökumaður velur eins og hefðbundinn hraðastillir gerir. Þegar öryggismyndavélarnar skynja annan bíl fyrir framan stillir EyeSight bæði hraðann á bílnum og bilið til næsta bíls með tilliti til hraða bílsins á undan. Þær stjórna skiptingu, afli vélar og hemlum og stilla hraða á bilinu frá 0-180 km/klst. Þær skynja einnig rauðan lit hemlaljósa og geta því stöðvað og tekið aftur af stað í umferð sem liðast áfram.Áminning um að taka af stað auk akreina- og sveifluvaraÞegar bíllinn er kyrrstæður á gatnamótum og bíllinn fyrir framan leggur af stað hnippir EyeSight í ökumanninn með hljóðmerki og blikkljósi. Kerfið fylgist líka með aksturslagi ökumannsins og veglínunum. Þannig lætur EyeSight vita rási bíllinn til á veginum og líka sé farið yfir veglínur án þess að gefa stefnuljós. Sveifluvarinn er einungis virkur yfir 60 km hraða en akreinavarinn yfir 50 km hraða.Allur er varinn góðurÖryggiskerfið EyeSight er einungis hugsað til aðstoðar ökumanni. Eftir sem áður ber ökumanni að viðhalda athygli sinni við aksturinn í samræmi við ákvæði umferðarlaga. Hæfni EyeSight er einnig háð reglulegu viðhaldi bílsins, veðri og aðstæðum hverju sinni. Auk þess er mikilvægt að hafa í huga að EyeSight ber aðeins kennsl á fyrirbæri sem eru í eins metra hæð að lágmarki. Kerfið ber því t.d. ekki kennsl á mjög nálæg börn og hluti sem eru undir eins metra hæð, Þá virkar sjálfvirka neyðarhemlunin ekki við hvaða aðstæður sem er þar sem hraðamismunur milli bíls og hluta í umhverfinu, annarra farartækja eða vegfarenda getur haft áhrif þar á sem og hæð hluta. Búnaðurinn getur því virkað á ólíkan hátt við mismunandi aðstæður. Ökumaður þarf því alltaf að halda athygli sinni og axla fulla ábyrgð á akstri sínum gagnvart breytilegum aðstæðum. Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent
Á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16, verður sýning hjá BL við Sævarhöfða á Subaru Levorg sem nú býðst með öryggiskerfinu EyeSight frá Subaru. Á sýningunni gefst áhugasömum m.a. tækifæri til að sannreyna áreiðanleika EyeSight í Levorg á bílaplaninu fyrir utan. Þar hafa tæknimenn Subaru sett upp sérstaka prófunarbraut þar sem hægt verður að upplifa hvað kerfið getur gert til að draga úr líkum á árekstri. EyeSight er öryggismyndavélakerfi Subaru sem hver erlenda könnunin á fætur annarri bendir til að sé það fullkomnsta sem völ er á um þessar mundir. EyeSight tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru við baksýnisspegilinn innan við framrúðuna. Myndavélarnar senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta, greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight gerir t.d. greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, bílum og mótorhjólum auk þess sem það skynjar hemlaljós ökutækja fyrir framan og bregst við í samræmi við aðstæður hversju sinni.Sjálfvirk neyðarhemlunÞegar öryggismyndavélarnar skynja nálægan gangandi vegfaranda, reiðhjól eða annan bíl fyrir framan metur kerfið hvort aðsteðjandi sé hætta miðað við hraða bílsins. Sé hættan fyrir hendi lætur kerfið ökumanninn vita með hljóðmerki og blikkandi ljósi. Bregðist ökumaðurinn ekki nægilega vel við grípur öryggiskerfið inn í atburðarásina og hægir á bílnum í því skyni að koma í veg fyrir árekstur. Þungi hemlunarinnar fer eftir því hversu mikil hættan er.Sjálfvirk neyðarstjórnun á eldsneytisgjöfÞegar EyeSight skynjar hlut eða vegg framan við bílinn og ökumaður setur bílinn í áframgír og gerir sig líklegan til að aka beint áfram í stað þess að bakka gerir kerfið ökumanni viðvart með hljóðmerki og blikkandi ljósi. Haldi ökumaðurinn við sinn keip tekur kerfið yfir eldsneytisgjöfina til að koma í veg fyrir að haldið sé áfram.Heldur hæfilegri fjarlægð milli bílaEyeSight heldur ekki aðeins þeim hraða sem ökumaður velur eins og hefðbundinn hraðastillir gerir. Þegar öryggismyndavélarnar skynja annan bíl fyrir framan stillir EyeSight bæði hraðann á bílnum og bilið til næsta bíls með tilliti til hraða bílsins á undan. Þær stjórna skiptingu, afli vélar og hemlum og stilla hraða á bilinu frá 0-180 km/klst. Þær skynja einnig rauðan lit hemlaljósa og geta því stöðvað og tekið aftur af stað í umferð sem liðast áfram.Áminning um að taka af stað auk akreina- og sveifluvaraÞegar bíllinn er kyrrstæður á gatnamótum og bíllinn fyrir framan leggur af stað hnippir EyeSight í ökumanninn með hljóðmerki og blikkljósi. Kerfið fylgist líka með aksturslagi ökumannsins og veglínunum. Þannig lætur EyeSight vita rási bíllinn til á veginum og líka sé farið yfir veglínur án þess að gefa stefnuljós. Sveifluvarinn er einungis virkur yfir 60 km hraða en akreinavarinn yfir 50 km hraða.Allur er varinn góðurÖryggiskerfið EyeSight er einungis hugsað til aðstoðar ökumanni. Eftir sem áður ber ökumanni að viðhalda athygli sinni við aksturinn í samræmi við ákvæði umferðarlaga. Hæfni EyeSight er einnig háð reglulegu viðhaldi bílsins, veðri og aðstæðum hverju sinni. Auk þess er mikilvægt að hafa í huga að EyeSight ber aðeins kennsl á fyrirbæri sem eru í eins metra hæð að lágmarki. Kerfið ber því t.d. ekki kennsl á mjög nálæg börn og hluti sem eru undir eins metra hæð, Þá virkar sjálfvirka neyðarhemlunin ekki við hvaða aðstæður sem er þar sem hraðamismunur milli bíls og hluta í umhverfinu, annarra farartækja eða vegfarenda getur haft áhrif þar á sem og hæð hluta. Búnaðurinn getur því virkað á ólíkan hátt við mismunandi aðstæður. Ökumaður þarf því alltaf að halda athygli sinni og axla fulla ábyrgð á akstri sínum gagnvart breytilegum aðstæðum.
Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent