Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2016 10:24 Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/AFP Gestir góðgerðakvöldverðar í New York í nótt bauluðu á Donald Trump. Þar tók hann þátt í smá „grillun“ þar sem hann átti að gera létt grín að mótframbjóðanda sínum Hillary Clinton. Biturleiki kosningabaráttunnar skein þó fljótt í gegn. Trump meðal annars hóf að kalla Clinton „Crooked Hillary“, eða spillta Hillary. Þá sagði hann að Clinton hefði blekkt fólkið með því að hafa eina stefnu sem hún sýni almenningi og aðra sem hún trúi á sjálf. „Hér er hún á almannafæri og þykist ekki hata kaþólikka,“ sagði Trump. Þegar áhorfendur bauluðu á hann grínaðist Trump með að hann væri ekki viss hvort þeir væru reiðir við hann eða hana. Gestir segjast ekki vita til þess að áður hafi verið baulað á fólk á kvöldverðinum. Kvöldverðurinn sem um ræðir er áratugagömul hefð og er til styrktar góðgerðasamtökum kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum. Þar er hefð fyrir því að forsetaframbjóðendur mæti og geri léttvægt grín að sjálfum sér og mótframbjóðendum sínum.Donald Trump byrjaði mál sitt á því að segja að einhverjir byrji ræður sem þessar á því að gera grín að sjálfum sér. „Sumir halda að það sé erfitt fyrir mig, en sannleikurinn er sá að ég er mjög hógvær manneskja. Sumir segja að hógværð mín sé minn besti eiginleiki.“ Þá gerði Trump grín að eiginkonu sinni. „Fjölmiðlar eru hlutdrægari en þeir hafa nokkurn tíman verið. Viljið þið sannanir? Michelle Obama heldur ræðu og allir elska hana. Hún er fræbær. Þeir halda að hún sé frábær. Eiginkona mín, Melania, heldur nákvæmlega sömu ræðu og allir verða brjálaðir.“Trump bætti við að hann myndi líklega lenda í vandræðum heima fyrir vegna brandarans, þar sem eiginkona sín hafi ekki vitað af honum fyrir fram.Hillary Clinton sagði gesti kvöldsins vera frekar heppna þar sem að hún hefði rukkað þá verulega við eðlilegar kringumstæður. Þá hefði hún tekið sér hlé frá lúra-dagskrá sinni til þess að mæta. „Donald, eftir að hafa hlustað á ræðuna þína, hlakka ég líka til þess að hlusta á Mike Pence neita fyrir að þú hafi flutt hana.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Gestir góðgerðakvöldverðar í New York í nótt bauluðu á Donald Trump. Þar tók hann þátt í smá „grillun“ þar sem hann átti að gera létt grín að mótframbjóðanda sínum Hillary Clinton. Biturleiki kosningabaráttunnar skein þó fljótt í gegn. Trump meðal annars hóf að kalla Clinton „Crooked Hillary“, eða spillta Hillary. Þá sagði hann að Clinton hefði blekkt fólkið með því að hafa eina stefnu sem hún sýni almenningi og aðra sem hún trúi á sjálf. „Hér er hún á almannafæri og þykist ekki hata kaþólikka,“ sagði Trump. Þegar áhorfendur bauluðu á hann grínaðist Trump með að hann væri ekki viss hvort þeir væru reiðir við hann eða hana. Gestir segjast ekki vita til þess að áður hafi verið baulað á fólk á kvöldverðinum. Kvöldverðurinn sem um ræðir er áratugagömul hefð og er til styrktar góðgerðasamtökum kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum. Þar er hefð fyrir því að forsetaframbjóðendur mæti og geri léttvægt grín að sjálfum sér og mótframbjóðendum sínum.Donald Trump byrjaði mál sitt á því að segja að einhverjir byrji ræður sem þessar á því að gera grín að sjálfum sér. „Sumir halda að það sé erfitt fyrir mig, en sannleikurinn er sá að ég er mjög hógvær manneskja. Sumir segja að hógværð mín sé minn besti eiginleiki.“ Þá gerði Trump grín að eiginkonu sinni. „Fjölmiðlar eru hlutdrægari en þeir hafa nokkurn tíman verið. Viljið þið sannanir? Michelle Obama heldur ræðu og allir elska hana. Hún er fræbær. Þeir halda að hún sé frábær. Eiginkona mín, Melania, heldur nákvæmlega sömu ræðu og allir verða brjálaðir.“Trump bætti við að hann myndi líklega lenda í vandræðum heima fyrir vegna brandarans, þar sem eiginkona sín hafi ekki vitað af honum fyrir fram.Hillary Clinton sagði gesti kvöldsins vera frekar heppna þar sem að hún hefði rukkað þá verulega við eðlilegar kringumstæður. Þá hefði hún tekið sér hlé frá lúra-dagskrá sinni til þess að mæta. „Donald, eftir að hafa hlustað á ræðuna þína, hlakka ég líka til þess að hlusta á Mike Pence neita fyrir að þú hafi flutt hana.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira