Konur reiðari undir stýri en karlar Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2016 14:06 Innbyggt atferli kvenna og varnarviðbrögð í þeim tilgangi að verja börn sín. Bresk rannsókn sem kostuð var af Hyundai leiðir í ljós að konur eru sýnu reiðari undir stýri en karlar en flestir hafa þá trú að karlar hafi þar vinninginn. Rannsóknin tók til 1.000 ökumanna í Bretlandi og í heildina eru konur 12% reiðari við aksturinn en karlar. Þær eru í 14% tilvika fremur reiðar ef þær þurfa að eiga við “aftursætisbílstjóra”og 13% líklegri til að reiðast ef aðrir ökumenn gefa ekki stefnuljós. Könnunin var gerð sérfræðingum í atferlisfræðum og í niðurstöðum þeirra kemur fram að meiri reiði kvenna skýrist af eðli forfeðra okkar þar sem mæður sýndu frekar reiðiviðbrögð ef þær skynjuðu hættu þegar menn þeirra voru fjarri, til dæmis við veiðar. Því séu þetta innbyggð viðbrögð þeirra og varnarviðbrögð í þeim tilgangi að verja börn sín. Könnunin leiddi líka í ljós talsverða jákvæðni og gleði við akstur bíla. Að sögn þátttakenda veiti hann þeim frjálsræði og gleði og nefndu 51% þeirra að aðal ástæða fyrir gleði þeirra við akstur væri vegna þess frjálsræðis sem aksturinn veitir þeim. Ein 19% nefndu að gleðin stafaði af þeim jákvæða þætti að komast greiðlega milli staða og 10% nefndu sjálfstæði sem meginþátt gleðinnar. Einnig kom fram að það að syngja við aksturinn veitti ökumönnum gleði og að 80% ökumanna hlusti á tónlist við akstur og að vinsælustu lögin við akstur væri Bat Out of Hell með Metloaf og Bohemian Rhapsody með Queen. Sjá má umfjöllun um þessa rannsókn á motor1.com Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent
Bresk rannsókn sem kostuð var af Hyundai leiðir í ljós að konur eru sýnu reiðari undir stýri en karlar en flestir hafa þá trú að karlar hafi þar vinninginn. Rannsóknin tók til 1.000 ökumanna í Bretlandi og í heildina eru konur 12% reiðari við aksturinn en karlar. Þær eru í 14% tilvika fremur reiðar ef þær þurfa að eiga við “aftursætisbílstjóra”og 13% líklegri til að reiðast ef aðrir ökumenn gefa ekki stefnuljós. Könnunin var gerð sérfræðingum í atferlisfræðum og í niðurstöðum þeirra kemur fram að meiri reiði kvenna skýrist af eðli forfeðra okkar þar sem mæður sýndu frekar reiðiviðbrögð ef þær skynjuðu hættu þegar menn þeirra voru fjarri, til dæmis við veiðar. Því séu þetta innbyggð viðbrögð þeirra og varnarviðbrögð í þeim tilgangi að verja börn sín. Könnunin leiddi líka í ljós talsverða jákvæðni og gleði við akstur bíla. Að sögn þátttakenda veiti hann þeim frjálsræði og gleði og nefndu 51% þeirra að aðal ástæða fyrir gleði þeirra við akstur væri vegna þess frjálsræðis sem aksturinn veitir þeim. Ein 19% nefndu að gleðin stafaði af þeim jákvæða þætti að komast greiðlega milli staða og 10% nefndu sjálfstæði sem meginþátt gleðinnar. Einnig kom fram að það að syngja við aksturinn veitti ökumönnum gleði og að 80% ökumanna hlusti á tónlist við akstur og að vinsælustu lögin við akstur væri Bat Out of Hell með Metloaf og Bohemian Rhapsody með Queen. Sjá má umfjöllun um þessa rannsókn á motor1.com
Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent