Peugeot Citroën hugleiðir að skera niður ríflega 2.100 störf vegna Brexit Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2016 12:42 PSA höfuðstöðvarnar í París. PSA Group sem á bílamerkin Peugeot og Citroën mun líklega skera niður 2.133 störf vegna ótta um dræma sölu bíla sinna í Bretlandi sökum brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu. Nú þegar hefur sala bíla frá fyrirtækjunum báðum fallið mjög í Bretlandi. Sala dísilbíla um alla Evrópu hefur einnig dregist mjög saman hjá þeim báðum en þau hafa bæði lagt mikla áherslu á undanförnum misserum á framleiðslu dísilbíla. Á þessi þróun líka stóran þátt í fækkun starfsfólks. Við áramótin síðustu unnu 78.274 manns hjá PSA, svo 2.133 manna fækkun nemur um 3% af heildinni. Árið 2013 fækkaði PSA um 17.000 manns í sínum röðum, svo ekki þarf að fara langt aftur í tíma til að finna umfangsmeiri fækkun starfsfólks. PSA neyddist til að hækka verð bíla sinna í Bretlandi um 2% fljótlega eftir Brexit en staða pundsins gagnvart evru gaf ekki tilefni til annars, en í kjölfarið hefur sala á bílum þeirra minnkað. Það er ljóst að PSA þarf að hverfa að mestu frá framleiðslu dísilbíla og knúa bíla sína fremur bensíni eða rafmagni svo fyrirtækið haldi lífi í hörðu samkeppnisumhverfi bílaframleiðenda. Sala bíla PSA í Evrópu minnkaði um 4,5% í september en þó er salan í ár enn 4,1% yfir sölu fyrstu 9 mánaðanna í fyrra. Sala PSA náði mestum hæðum árið 2004 er fyrirtækið seldi hátt í 2,2 milljónir bíla, en í fyrra nam salan innan við 1,5 milljón bíla. Brexit Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent
PSA Group sem á bílamerkin Peugeot og Citroën mun líklega skera niður 2.133 störf vegna ótta um dræma sölu bíla sinna í Bretlandi sökum brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu. Nú þegar hefur sala bíla frá fyrirtækjunum báðum fallið mjög í Bretlandi. Sala dísilbíla um alla Evrópu hefur einnig dregist mjög saman hjá þeim báðum en þau hafa bæði lagt mikla áherslu á undanförnum misserum á framleiðslu dísilbíla. Á þessi þróun líka stóran þátt í fækkun starfsfólks. Við áramótin síðustu unnu 78.274 manns hjá PSA, svo 2.133 manna fækkun nemur um 3% af heildinni. Árið 2013 fækkaði PSA um 17.000 manns í sínum röðum, svo ekki þarf að fara langt aftur í tíma til að finna umfangsmeiri fækkun starfsfólks. PSA neyddist til að hækka verð bíla sinna í Bretlandi um 2% fljótlega eftir Brexit en staða pundsins gagnvart evru gaf ekki tilefni til annars, en í kjölfarið hefur sala á bílum þeirra minnkað. Það er ljóst að PSA þarf að hverfa að mestu frá framleiðslu dísilbíla og knúa bíla sína fremur bensíni eða rafmagni svo fyrirtækið haldi lífi í hörðu samkeppnisumhverfi bílaframleiðenda. Sala bíla PSA í Evrópu minnkaði um 4,5% í september en þó er salan í ár enn 4,1% yfir sölu fyrstu 9 mánaðanna í fyrra. Sala PSA náði mestum hæðum árið 2004 er fyrirtækið seldi hátt í 2,2 milljónir bíla, en í fyrra nam salan innan við 1,5 milljón bíla.
Brexit Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent