Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2016 10:14 Myndin er samsett. Vísir/Getty Allir helstu stjórnmálaskýrendur og veðbankar spáðu því að Hillary Clinton myndi bera sigur úr bítum í forsetakosningunum. Þvert á þessar spár er það þó Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. Heimsbyggðin veltir því nú fyrir sér hvernig hann fór að þessu en Trump hefur í raun sigrast á öllum þeim hindrunum sem taldar voru óyfirstíganlegar, allt frá því að hann tilkynnti að hann myndi bjóða sig fram í forkosningum Repúblikana.BBC fór yfir fimm helstu ástæður þess að Donald Trump verður 45. forseti BandaríkjannaLof sé Jesú, eða hvað?Vísir/Getty1. Hvíta bylgjanHillary Clinton reiddi sig á stuðning kjósenda í hinum svokallaða eldvegg sínum sem myndaður var af sex óvissuríkjum sem áttu að tryggja henni sigur í kosningunum. Þessi ríki eru í miðvesturhluta Bandaríkjanna og undanfarin ár hafa þessi ríki stutt Demókrata, þökk sé svörtu og hvítu fólk í verkamannastéttinni. Þessir kjósendur, sérstaklega þeir hvítu, yfirgáfu Clinton og kusu Trump með yfirgnæfandi meirihluta. Fólk sem býr fyrir utan þéttbýli kusu Trump í massavís í ríkjum á borð við Wisconsin og Pennsylvaníu sem átti að vera örugg vígi Demókrata en gerðu það að verkum að Trump var kosinn þegar uppi var staðið. Þó ekki sé búið að telja öll atkvæði lítur allt út fyrir að Clinton hafi hlotið fleiri atkvæði en Trump en vegna þess hvernig kjörmannakerfi Bandaríkjanna er byggt upp þýddu stórsigrar hennar í New York og Kalifornía að atkvæði hennar nýttust verr en atkvæði Trump.Trump þótti ekki sannfærandi í kappræðunum sem virðist ekki hafa komið að sök.Vísir/Getty2. Teflon-Trump Trump gat leyft sér að láta höggin dynja á hverjum þeim sem vogaði sér að gagnrýna hann. Hann lét John McCain, stríðshetju og fyrrum forsetaframbjóðanda Repúblikana finna fyrir því. Fjölskylda hins fallna hermanns Humayun Khan fékk að finna fyrir því. Hann eyddi ekki miklum tíma í að biðjast afsökunar á því þegar fjöldi kvenna steig fram með ásakanir um kynferðisofbeldi af hálfu Trump. Hann stóð sig illa í þremur kappræðum og virkaði óundirbúinn þegar gengið var á hann með erfiðar spurningar. Ekkert af þessu virtist hafa teljandi áhrif en óhætt er að segja að venjulegur frambjóðandi í venjulegu árferði hefði orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna allra þeirra mála sem Trump var sakaður um. Alltaf tókst honum þó að koma til baka og hann virtist hreinlega skotheldur.Trump fór létt með forkosningarnar.Vísir/Getty3. UtangarðsmaðurinnHann bauð sig fram gegn Demókrötum og að mörgu leyti bauð hann sig fram gegn eigin flokki. Alltaf stóð hann uppi sem sigurvegari. Hann hakkaði í sig Jeb Bush, Marco Rubio, Ben Carson og fleiri sem buðu sig fram geg honum í forkosningunum. Hann sigrað Bush svo sannfærandi að framtíð hans í stjórnmálum í Bandaríkjunum er líklega úr sögunni. Hann tókst á við háttsetta Repúblikana á borð við Paul Ryan og John McCain sem afneituðu honum þegar upplýst var um verstu skandalana. Trump lét sér fátt um finna og þurfti ekki á þeirra hjálp að halda og mögulega er líklegt að þakka megi sigri hans að hluta til þessarar viðleitni til að hjóla í ráðandi öfl í Bandaríkjunum. Þannig tókst honum að varpa fram þeirri ímynd að hann væri óháður valdhöfum í Washington sem virðast ekki vera hátt skrifaður hjá kjósendum Trump. Þetta var að sumu leyti sama alda og fleytti Bernie Sanders áfram í forkosningum Bandaríkanna. Honum tókst að beisla virkni hennar af sama afli og Trump.James Comey, forstjóri FBI.Vísir/Getty4. Comey og FBIUm tveimur vikum fyrir kosningarnar voru sigurlíkur Clinton taldar vera í kringum 90 prósent. Þá varð bréf James Comey, forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, til Bandaríkjaþings gert opinbert þar sem kom fram að FBI hefði endurvakið rannsókn sína á tölvupóstmálum Clinton frá því að hún var utanríkisráðherra vegna nýrra upplýsinga. Skömmu fyrir kosningarnar kom í ljós að ekkert nýtt væri að finna í honum nýju tölvupóstum en í millitíðinni jókst stuðningur við Trump mikið og skyndilega átti hann möguleika á ný. Líklegt er að á þessum tíma hafi Trump tekist að koma krafti í kosningabaráttu sína á nýjan leik og komið í veg fyrir að Clinton gæti siglt kosningunum heim í hlað á lokametrunum.5.Eigin eðlishvöt, eigin kosningabaráttaTrump rak óhefðbundna kosningabaráttu og gaf lítið fyrir það sem hingað til hefur verið talið mikilvægt. Hann eyddi pening í að kaupa hatta en þjónustu skoðanakannanafyrirtækja. Hann ferðaðist til Michigan og Wisconsin sem flestir töldu að hann ætti ekki möguleika á að vinna. Hann eyddi miklu púðri í að halda stórar kosningasamkomur í staðinn fyrir að ganga hús úr húsi. Clinton gerði allt þetta og eyddi mun meiri pening en Trump án árangurs. Trump og ráðgjafar hans hlustuðu ekki á sérfræðinga í þessum málum og það borgaði sig á endanum. Á meðan Demókratar velta því fyrir sér hvað fór úrskeiðis verður Trump upptekinn við að stýra Bandaríkjunum frá Hvíta húsinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Heimsóttu Carter og fagna með Hillary Arnór Gunnar Gunnarsson sagnfræðinemi og Ólafur Kjaran Árnason hagfræðinemi hittu Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á dögunum. 9. nóvember 2016 07:15 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Allir helstu stjórnmálaskýrendur og veðbankar spáðu því að Hillary Clinton myndi bera sigur úr bítum í forsetakosningunum. Þvert á þessar spár er það þó Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. Heimsbyggðin veltir því nú fyrir sér hvernig hann fór að þessu en Trump hefur í raun sigrast á öllum þeim hindrunum sem taldar voru óyfirstíganlegar, allt frá því að hann tilkynnti að hann myndi bjóða sig fram í forkosningum Repúblikana.BBC fór yfir fimm helstu ástæður þess að Donald Trump verður 45. forseti BandaríkjannaLof sé Jesú, eða hvað?Vísir/Getty1. Hvíta bylgjanHillary Clinton reiddi sig á stuðning kjósenda í hinum svokallaða eldvegg sínum sem myndaður var af sex óvissuríkjum sem áttu að tryggja henni sigur í kosningunum. Þessi ríki eru í miðvesturhluta Bandaríkjanna og undanfarin ár hafa þessi ríki stutt Demókrata, þökk sé svörtu og hvítu fólk í verkamannastéttinni. Þessir kjósendur, sérstaklega þeir hvítu, yfirgáfu Clinton og kusu Trump með yfirgnæfandi meirihluta. Fólk sem býr fyrir utan þéttbýli kusu Trump í massavís í ríkjum á borð við Wisconsin og Pennsylvaníu sem átti að vera örugg vígi Demókrata en gerðu það að verkum að Trump var kosinn þegar uppi var staðið. Þó ekki sé búið að telja öll atkvæði lítur allt út fyrir að Clinton hafi hlotið fleiri atkvæði en Trump en vegna þess hvernig kjörmannakerfi Bandaríkjanna er byggt upp þýddu stórsigrar hennar í New York og Kalifornía að atkvæði hennar nýttust verr en atkvæði Trump.Trump þótti ekki sannfærandi í kappræðunum sem virðist ekki hafa komið að sök.Vísir/Getty2. Teflon-Trump Trump gat leyft sér að láta höggin dynja á hverjum þeim sem vogaði sér að gagnrýna hann. Hann lét John McCain, stríðshetju og fyrrum forsetaframbjóðanda Repúblikana finna fyrir því. Fjölskylda hins fallna hermanns Humayun Khan fékk að finna fyrir því. Hann eyddi ekki miklum tíma í að biðjast afsökunar á því þegar fjöldi kvenna steig fram með ásakanir um kynferðisofbeldi af hálfu Trump. Hann stóð sig illa í þremur kappræðum og virkaði óundirbúinn þegar gengið var á hann með erfiðar spurningar. Ekkert af þessu virtist hafa teljandi áhrif en óhætt er að segja að venjulegur frambjóðandi í venjulegu árferði hefði orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna allra þeirra mála sem Trump var sakaður um. Alltaf tókst honum þó að koma til baka og hann virtist hreinlega skotheldur.Trump fór létt með forkosningarnar.Vísir/Getty3. UtangarðsmaðurinnHann bauð sig fram gegn Demókrötum og að mörgu leyti bauð hann sig fram gegn eigin flokki. Alltaf stóð hann uppi sem sigurvegari. Hann hakkaði í sig Jeb Bush, Marco Rubio, Ben Carson og fleiri sem buðu sig fram geg honum í forkosningunum. Hann sigrað Bush svo sannfærandi að framtíð hans í stjórnmálum í Bandaríkjunum er líklega úr sögunni. Hann tókst á við háttsetta Repúblikana á borð við Paul Ryan og John McCain sem afneituðu honum þegar upplýst var um verstu skandalana. Trump lét sér fátt um finna og þurfti ekki á þeirra hjálp að halda og mögulega er líklegt að þakka megi sigri hans að hluta til þessarar viðleitni til að hjóla í ráðandi öfl í Bandaríkjunum. Þannig tókst honum að varpa fram þeirri ímynd að hann væri óháður valdhöfum í Washington sem virðast ekki vera hátt skrifaður hjá kjósendum Trump. Þetta var að sumu leyti sama alda og fleytti Bernie Sanders áfram í forkosningum Bandaríkanna. Honum tókst að beisla virkni hennar af sama afli og Trump.James Comey, forstjóri FBI.Vísir/Getty4. Comey og FBIUm tveimur vikum fyrir kosningarnar voru sigurlíkur Clinton taldar vera í kringum 90 prósent. Þá varð bréf James Comey, forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, til Bandaríkjaþings gert opinbert þar sem kom fram að FBI hefði endurvakið rannsókn sína á tölvupóstmálum Clinton frá því að hún var utanríkisráðherra vegna nýrra upplýsinga. Skömmu fyrir kosningarnar kom í ljós að ekkert nýtt væri að finna í honum nýju tölvupóstum en í millitíðinni jókst stuðningur við Trump mikið og skyndilega átti hann möguleika á ný. Líklegt er að á þessum tíma hafi Trump tekist að koma krafti í kosningabaráttu sína á nýjan leik og komið í veg fyrir að Clinton gæti siglt kosningunum heim í hlað á lokametrunum.5.Eigin eðlishvöt, eigin kosningabaráttaTrump rak óhefðbundna kosningabaráttu og gaf lítið fyrir það sem hingað til hefur verið talið mikilvægt. Hann eyddi pening í að kaupa hatta en þjónustu skoðanakannanafyrirtækja. Hann ferðaðist til Michigan og Wisconsin sem flestir töldu að hann ætti ekki möguleika á að vinna. Hann eyddi miklu púðri í að halda stórar kosningasamkomur í staðinn fyrir að ganga hús úr húsi. Clinton gerði allt þetta og eyddi mun meiri pening en Trump án árangurs. Trump og ráðgjafar hans hlustuðu ekki á sérfræðinga í þessum málum og það borgaði sig á endanum. Á meðan Demókratar velta því fyrir sér hvað fór úrskeiðis verður Trump upptekinn við að stýra Bandaríkjunum frá Hvíta húsinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Heimsóttu Carter og fagna með Hillary Arnór Gunnar Gunnarsson sagnfræðinemi og Ólafur Kjaran Árnason hagfræðinemi hittu Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á dögunum. 9. nóvember 2016 07:15 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
„Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30
Heimsóttu Carter og fagna með Hillary Arnór Gunnar Gunnarsson sagnfræðinemi og Ólafur Kjaran Árnason hagfræðinemi hittu Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á dögunum. 9. nóvember 2016 07:15
Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03