Trump reynir að friða alþjóðasamfélagið á lokametrunum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 22:59 Trump á frambjóðandafundi í Michigan í gær. Vísir/Getty Kosningateymi Donald Trump vinnur nú hörðum höndum við að bæta orðspor hans hjá alþjóðasamfélaginu á lokametrum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun og þá kemur í ljós hvort Trump eða Hillary Clinton hreppi Hvíta húsið. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er Clinton með nokkurra prósentustiga forskot á Trump. Kellyanne Conway, kosningastjóri Trump, sagði í samtali við BBC að andúð á Trump „endurspegli ekki hvers vegna Trump er í framboði og hvernig hann yrði á alþjóðasviðinu.“ Þá gagnrýndi hún einnig „ómerkilega og mislita“ tíð Clinton sem utanríkisráðherra. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa gagnrýnt framboð Trump. Þar á meðal er Francois Hollande, forseti Frakklands, sem sagði að Trump léti fólk „vilja æla.“ Þá hefur mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna sagt hann ógn við alþjóðasamfélagið.Kellyanne Conway, kosningastjóri Trump.Vísir/GettyBandaríkin fyrst Í samtali sínu við BBC sagði Conway að neikvætt viðhorf alþjóðasamfélagsins gagnvart Trump trufli hana en að það renni stoðum undir áherslur Trump að setja Bandaríkin í fyrsta sæti. Hún sagði að þegar Trump segir „Bandaríkin fyrst þá meinar hann það,“ og nefndi ástæður þess, að vilja stöðva útflutning á vinnuafli, sjá til þess að allir bandamenn landsins, þar á meðal NATO, borgi sinn hlut og að endursemja um verslunarsamninga sem komi illa út fyrir Bandaríkin.Sjá einnig:Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Conway brást einnig við ummælum Barack Obama Bandaríkjaforseta að Trump væri ekki treystandi fyrir aðgangi að kjarnorkubúri Bandaríkjamanna. Obama sagði á fundi í Flórída á sunnudag að ef Trump væri ekki treystandi fyrir Twitter aðgangi sínum ætti hann ekki að hafa stjórn á kjarnorkuvopnum landsins. Þá þvertók Conway fyrir þær fregnir að Trump fengi ekki að sjá um Twitter aðgang sinn og sagði að Clinton hefði sjálf ekki sannað að henni væri treystandi fyrir vopnunum og vísaði þá til hinna margumræddu tölvupósta Clinton og að hún hafi ekki notað öruggt netfang í opinberum erindagjörðum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Stöð 2 heimsækir Repúblikana: „Bandaríkin verða stórkostleg aftur“ Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. 7. nóvember 2016 19:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Kosningateymi Donald Trump vinnur nú hörðum höndum við að bæta orðspor hans hjá alþjóðasamfélaginu á lokametrum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun og þá kemur í ljós hvort Trump eða Hillary Clinton hreppi Hvíta húsið. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er Clinton með nokkurra prósentustiga forskot á Trump. Kellyanne Conway, kosningastjóri Trump, sagði í samtali við BBC að andúð á Trump „endurspegli ekki hvers vegna Trump er í framboði og hvernig hann yrði á alþjóðasviðinu.“ Þá gagnrýndi hún einnig „ómerkilega og mislita“ tíð Clinton sem utanríkisráðherra. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa gagnrýnt framboð Trump. Þar á meðal er Francois Hollande, forseti Frakklands, sem sagði að Trump léti fólk „vilja æla.“ Þá hefur mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna sagt hann ógn við alþjóðasamfélagið.Kellyanne Conway, kosningastjóri Trump.Vísir/GettyBandaríkin fyrst Í samtali sínu við BBC sagði Conway að neikvætt viðhorf alþjóðasamfélagsins gagnvart Trump trufli hana en að það renni stoðum undir áherslur Trump að setja Bandaríkin í fyrsta sæti. Hún sagði að þegar Trump segir „Bandaríkin fyrst þá meinar hann það,“ og nefndi ástæður þess, að vilja stöðva útflutning á vinnuafli, sjá til þess að allir bandamenn landsins, þar á meðal NATO, borgi sinn hlut og að endursemja um verslunarsamninga sem komi illa út fyrir Bandaríkin.Sjá einnig:Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Conway brást einnig við ummælum Barack Obama Bandaríkjaforseta að Trump væri ekki treystandi fyrir aðgangi að kjarnorkubúri Bandaríkjamanna. Obama sagði á fundi í Flórída á sunnudag að ef Trump væri ekki treystandi fyrir Twitter aðgangi sínum ætti hann ekki að hafa stjórn á kjarnorkuvopnum landsins. Þá þvertók Conway fyrir þær fregnir að Trump fengi ekki að sjá um Twitter aðgang sinn og sagði að Clinton hefði sjálf ekki sannað að henni væri treystandi fyrir vopnunum og vísaði þá til hinna margumræddu tölvupósta Clinton og að hún hafi ekki notað öruggt netfang í opinberum erindagjörðum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Stöð 2 heimsækir Repúblikana: „Bandaríkin verða stórkostleg aftur“ Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. 7. nóvember 2016 19:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45
Stöð 2 heimsækir Repúblikana: „Bandaríkin verða stórkostleg aftur“ Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. 7. nóvember 2016 19:00
Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14
Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30
Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00
Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent