Kennarar íhuga uppsagnir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2016 18:45 Grunnskólakennurum er nóg boðið eftir ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðamanna og íhuga uppsagnir. Þeir segja hækkun á launum þingmanna svipaða og útborguð laun kennara með tíu ára reynslu. Frá því í vor hafa kennarar tvisvar sinnum fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa því verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem þeim hafa verið boðnar. Mikil reiði er í þeirra hópi eftir að greint var frá ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðamanna en laun þingmanna hækka um tæplega 340 þúsund krónur á mánuði. Valgerður Rannveig Valgarðsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Vesturbæjarskóla, segir kennara með tíu ára starfsreynslu í fullu starfi fá útborgað 300 til 350 þúsund krónur á mánuði. „Þetta er bara svo glórulaust. Það skilur þetta enginn. Fólk er bara hálf miður sín og rosalega reitt,“ segir Valgerður. Grunnskólakennarar í skólum um allt land hafa sent frá sér ályktanir í dag og í gær vegna ákvörðunar kjararáðs. Í þeim gagnrýna þeir að lítill vilji sé til að hækka laun þeirra á sama tíma og ráðamenn fá miklar launahækkanir. Þeir íhuga því uppsagnir. „Ég get lofað því að ég muni segja starfi mínu lausu ef ég sé ekki fram á framtíð í þessu starfi,“ segir Gunnar Þór Andrésson. Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00 Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. 3. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Grunnskólakennurum er nóg boðið eftir ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðamanna og íhuga uppsagnir. Þeir segja hækkun á launum þingmanna svipaða og útborguð laun kennara með tíu ára reynslu. Frá því í vor hafa kennarar tvisvar sinnum fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa því verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem þeim hafa verið boðnar. Mikil reiði er í þeirra hópi eftir að greint var frá ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðamanna en laun þingmanna hækka um tæplega 340 þúsund krónur á mánuði. Valgerður Rannveig Valgarðsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Vesturbæjarskóla, segir kennara með tíu ára starfsreynslu í fullu starfi fá útborgað 300 til 350 þúsund krónur á mánuði. „Þetta er bara svo glórulaust. Það skilur þetta enginn. Fólk er bara hálf miður sín og rosalega reitt,“ segir Valgerður. Grunnskólakennarar í skólum um allt land hafa sent frá sér ályktanir í dag og í gær vegna ákvörðunar kjararáðs. Í þeim gagnrýna þeir að lítill vilji sé til að hækka laun þeirra á sama tíma og ráðamenn fá miklar launahækkanir. Þeir íhuga því uppsagnir. „Ég get lofað því að ég muni segja starfi mínu lausu ef ég sé ekki fram á framtíð í þessu starfi,“ segir Gunnar Þór Andrésson.
Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00 Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. 3. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00
Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00
Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08
Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00
Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. 3. nóvember 2016 12:56