Veðrið á Airwaves: Vætusamt og kalt en að mestu laust við hvassviðri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2016 14:45 Biðraðir eru óhjákvæmilegur fylgifiskur Airwaves. Vísir/Andri Marinó Svo virðist sem að þeir fjölmörgu gestir sem munu bregða sér á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves munu detta í lukkupottinn því spáð er ágætis veðri fyrir þá daga sem hátíðin stendur yfir. Hátíðin hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir að versta veðrið verði í kvöld en það fari svo batnandi eftir því sem líður á hátíðina. Í kvöld er gert ráð fyrir úrkomu og allt að þrettán metrum úr sekúndu úr suðaustanátt. Á morgun snýst þó til hægrar suðvestanáttar og gert er ráð fyrir minni úrkomu. Föstudagur og laugardagur verða þó bestu dagarnir veðurlega séð, þó kólna taki á föstudagskvöldið. Hægur vindur verður en þeir sem þekkja til Airwaves hátíðinnar þekkja hversu mikilvægt það er að ekki sé hvasst í miðborginni á meðan verið er að hoppa á milli staða til að sjá hinar fjölmörgu hljómsveitir sem koma fram. Gert er ráð fyrir samskonar veðri á laugardeginum og á föstudeginum. Því er ljóst að aðstæður fyrir hátíðina verða varla betri sé miðað við að hátíðin sé haldin í nóvember á Íslandi. Þrátt fyrir að spáð sé 5-8 stiga hita á daginn má gera ráð fyrir því að kólna muni á kvöldin. 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir og von er á þúsundum gesta. Gera má ráð fyrir því að þeir muni setja sterkan svið á mannlífið á höfuðborgarsvæðinu næstu daga en allar helstu upplýsingar um Airwaves má nálgast hér.Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuÍ dag og á morgunSuðaustan 5-13 og súld eða rigning, en hægari og úrkomulítið á morgun. Hiti 4 til 8 stig.Á föstudagÚrkomulítið sunnan- og vestantil. Hiti að 5 stigum suðvestanlands og með suðurströndinni.Á laugardagHæg breytileg átt, víða léttskýjað og frost um nær allt land. Airwaves Veður Tengdar fréttir Nordic Playlist á Iceland Airwaves Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. 31. október 2016 14:00 Hitaðu upp fyrir Iceland Airwaves og hlustaðu á þá listamenn sem koma fram Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 2. – 6. nóvember og munu 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir. 10. október 2016 15:30 Off-venue dagskrá Lífsins á Airwaves Airwaves-hátíðin er dottin í gang en hátíðinni fylgir viðamikil off-venue dagskrá þar sem allir helstu tónlistarmenn landsins spila fyrir alla sem vilja heyra og sjá. Lífið tók saman léttar leiðbeiningar um dagskrána. 1. nóvember 2016 12:00 Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Svo virðist sem að þeir fjölmörgu gestir sem munu bregða sér á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves munu detta í lukkupottinn því spáð er ágætis veðri fyrir þá daga sem hátíðin stendur yfir. Hátíðin hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir að versta veðrið verði í kvöld en það fari svo batnandi eftir því sem líður á hátíðina. Í kvöld er gert ráð fyrir úrkomu og allt að þrettán metrum úr sekúndu úr suðaustanátt. Á morgun snýst þó til hægrar suðvestanáttar og gert er ráð fyrir minni úrkomu. Föstudagur og laugardagur verða þó bestu dagarnir veðurlega séð, þó kólna taki á föstudagskvöldið. Hægur vindur verður en þeir sem þekkja til Airwaves hátíðinnar þekkja hversu mikilvægt það er að ekki sé hvasst í miðborginni á meðan verið er að hoppa á milli staða til að sjá hinar fjölmörgu hljómsveitir sem koma fram. Gert er ráð fyrir samskonar veðri á laugardeginum og á föstudeginum. Því er ljóst að aðstæður fyrir hátíðina verða varla betri sé miðað við að hátíðin sé haldin í nóvember á Íslandi. Þrátt fyrir að spáð sé 5-8 stiga hita á daginn má gera ráð fyrir því að kólna muni á kvöldin. 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir og von er á þúsundum gesta. Gera má ráð fyrir því að þeir muni setja sterkan svið á mannlífið á höfuðborgarsvæðinu næstu daga en allar helstu upplýsingar um Airwaves má nálgast hér.Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuÍ dag og á morgunSuðaustan 5-13 og súld eða rigning, en hægari og úrkomulítið á morgun. Hiti 4 til 8 stig.Á föstudagÚrkomulítið sunnan- og vestantil. Hiti að 5 stigum suðvestanlands og með suðurströndinni.Á laugardagHæg breytileg átt, víða léttskýjað og frost um nær allt land.
Airwaves Veður Tengdar fréttir Nordic Playlist á Iceland Airwaves Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. 31. október 2016 14:00 Hitaðu upp fyrir Iceland Airwaves og hlustaðu á þá listamenn sem koma fram Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 2. – 6. nóvember og munu 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir. 10. október 2016 15:30 Off-venue dagskrá Lífsins á Airwaves Airwaves-hátíðin er dottin í gang en hátíðinni fylgir viðamikil off-venue dagskrá þar sem allir helstu tónlistarmenn landsins spila fyrir alla sem vilja heyra og sjá. Lífið tók saman léttar leiðbeiningar um dagskrána. 1. nóvember 2016 12:00 Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Nordic Playlist á Iceland Airwaves Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. 31. október 2016 14:00
Hitaðu upp fyrir Iceland Airwaves og hlustaðu á þá listamenn sem koma fram Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 2. – 6. nóvember og munu 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir. 10. október 2016 15:30
Off-venue dagskrá Lífsins á Airwaves Airwaves-hátíðin er dottin í gang en hátíðinni fylgir viðamikil off-venue dagskrá þar sem allir helstu tónlistarmenn landsins spila fyrir alla sem vilja heyra og sjá. Lífið tók saman léttar leiðbeiningar um dagskrána. 1. nóvember 2016 12:00
Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11