Mikið mannfall varð í loftárásum flughers sýrlenska stjórnarhersins í austurhluta stórborgarinnar Aleppo fyrr í dag. Uppreisnarhópar ráða yfir borgarhlutanum, en stjórnarherinn skaut meðal annars á sjúkrahús, blóðbanka og sjúkrabíla.
Í frétt BBC segir að 21 maður hafi farist í árásunum, þar af fimm börn og heilbrigðisstarfsmaður. Forstjóri Bayan barnaspítalans og fleiri neyddust til að leita skjóls í kjallara sjúkrahússins á meðan árásinni stóð.
Eftirlitsaðilar segja að 32 manns hafi látið lífið í Aleppo síðustu tvo sólarhringana.
Loftárásir héldu áfram í dag eftir að þriggja vikna hlé, sem Rússlandsher, sem er bandamaður Sýrlandsstjórnar, hafði lýst yfir, lauk.
Sýrlenski stjórnarherinn hefur meðal annars gert árásir í hverfunum Shaar, Sukkari, Sakhour og Karam al-Beik í austurhluta Aleppo.
Mikið mannfall þegar skotið var á sjúkrahús í Aleppo

Tengdar fréttir

Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo
Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands.

Uppreisnarmenn undirbúa árás á mikilvæga borg ISIS
Al-Bab verður sífellt mikilvægari í stríðinu í Sýrlandi.