"Tískubransinn er að komast upp með morð“ Ritstjórn skrifar 16. nóvember 2016 19:30 Stella McCartney hefur ávallt hugsað um dýravelferð og umhverfið þegar það kemur að merkinu sínu. Mynd/Getty Á pallborðsumræðu á vegum Kering á dögunum biðlaði breski fatahönnuðurinn Stella McCartney til tískubransans um að fara að huga betur að dýravelferð og umhverfinu. Stella hefur sjálf aldrei notað leður eða skaðleg gerviefni í flíkum sínum. Hún segir að tískubransinn yfir heildina litið er langt á eftir þeirri vitundavakningu sem hefur orðið í heiminum í dag. Það sé margt hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að nota dýr í vörum og of mikla notkun á vatni og eitruðum gerviefnum við framleiðslu. „Tískubransinn er að komast upp með morð og það þarf að svara fyrir það,“ sagði Stella. Þegar hún byrjaði með sitt eigið merki sagði hún að fólk innan bransans hafi hlegið af henni fyrir hugmyndir sínar um hvernig tíska getur þrifist án þess að skaða umhverfið og dýr. Hún leggur einnig mikið upp úr öryggi starfsfólks síns en eins og frægt er eru mörg merki sem nota verksmiðjur í Indónesíu, Bangladesh og fleiri löndum þar sem lítil löggjöf er um öryggi á vinnustöðum og lágmarkslaun. Eins og komið hefur fram er mikil vitundavakning búin að eiga sér stað um þessi málefni á seinustu árum og því kominn tími til að fleiri tískumerki fari að endurhugsa hvernig þau framleiða fötin sín. Mest lesið Gaf drottningunni syngjandi hamstur Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Hvað verður hún í ár? Glamour Kylie Jenner á lista yfir áhrifamesta unga fólkið Glamour Galdurinn við ,,gillið" Glamour ,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Glamour Tískuklæðnaður á hunda Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Emmy Rossum krefst launahækkunar fyrir Shameless Glamour
Á pallborðsumræðu á vegum Kering á dögunum biðlaði breski fatahönnuðurinn Stella McCartney til tískubransans um að fara að huga betur að dýravelferð og umhverfinu. Stella hefur sjálf aldrei notað leður eða skaðleg gerviefni í flíkum sínum. Hún segir að tískubransinn yfir heildina litið er langt á eftir þeirri vitundavakningu sem hefur orðið í heiminum í dag. Það sé margt hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að nota dýr í vörum og of mikla notkun á vatni og eitruðum gerviefnum við framleiðslu. „Tískubransinn er að komast upp með morð og það þarf að svara fyrir það,“ sagði Stella. Þegar hún byrjaði með sitt eigið merki sagði hún að fólk innan bransans hafi hlegið af henni fyrir hugmyndir sínar um hvernig tíska getur þrifist án þess að skaða umhverfið og dýr. Hún leggur einnig mikið upp úr öryggi starfsfólks síns en eins og frægt er eru mörg merki sem nota verksmiðjur í Indónesíu, Bangladesh og fleiri löndum þar sem lítil löggjöf er um öryggi á vinnustöðum og lágmarkslaun. Eins og komið hefur fram er mikil vitundavakning búin að eiga sér stað um þessi málefni á seinustu árum og því kominn tími til að fleiri tískumerki fari að endurhugsa hvernig þau framleiða fötin sín.
Mest lesið Gaf drottningunni syngjandi hamstur Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Hvað verður hún í ár? Glamour Kylie Jenner á lista yfir áhrifamesta unga fólkið Glamour Galdurinn við ,,gillið" Glamour ,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Glamour Tískuklæðnaður á hunda Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Emmy Rossum krefst launahækkunar fyrir Shameless Glamour