Nú hefur írakski herinn rekið vígamenn ISIS frá borginni og er nú í fyrsta sinn hægt að sjá hvernig þeir fóru með Nimrud. Borgin, sem var stofnuð á 13. öld fyrir krist var önnur höfuðborg Assýríska veldisins.
Vígamenn ISIS hafa eyðilagt aðrar fornar rústir með svipuðum hætti á undanförnum árum í Sýrlandi og í Írak.