Obama og Trump funduðu í einn og hálfan tíma: „Við viljum að þeim líði eins og þau séu velkomin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 18:05 Trump og Obama takast í hendur eftir fund þeirra í dag. vísir/getty Þeir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, sem mun taka við embættinu af Obama í janúar, hittust í fyrsta sinn á fundi í Hvíta húsinu nú síðdegis. Fundurinn varði í um einn og hálfan tíma en Trump sagði að upphaflega hefðu þeir ekki gert ráð fyrir að funda í meira en korter. Þeir hefðu hins vegar haft nóg að ræða. Obama sagði við fjölmiðlamenn eftir fundinn að þeir hefðu meðal annars rætt utanríkismál og innanríkismál. Hann sagði það forgangsatriði að það gengi vel að skipta um forseta svo að Trump gæti orðið farsæll í embætti. „Ef hann verður farsæll þá mun landið njóta farsældar,“ sagði Obama. Þá sagði forsetinn jafnframt að það væri hvetjandi að heyra að Trump væri tilbúinn til að vinna með teymi Obama að ýmsum þeirra mála sem Bandaríkin standa frammi fyrir. „Það er mikilvægt fyrir öll okkar að koma núna saman og vinna saman,“ sagði Obama og bætti við að á meðan þeir Trump ræddust við hafi eiginkonur þeirra, þær Michelle og Melania, rætt saman. „Við viljum að þeim líði eins og þau séu velkomin,“ sagði Obama. Trump tók síðan til máls og sagði að þetta væri í allra fyrsta sinn sem þeir Obama hittust. Hann sagði að þeir hefðu getað rætt saman mun lengur en þennan eina og hálfa tíma sem fundur þeirra varði. Þá kvaðst hann hlakka til að ræða við Obama í framtíðinni en sagði að sumt af því sem þeir ræddu í hefði verið gott og annað erfitt. „Herra forseti, það var mikill heiður að vera með þér í dag,“ sagði Trump. Fram kemur á vef Wall Street Journal að Obama-hjónin hafi hætt við myndatöku með Trump-hjónunum sem taka átti af þeim við suðurinngang Hvíta hússins eftir fundinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15 Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. 10. nóvember 2016 15:15 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Þeir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, sem mun taka við embættinu af Obama í janúar, hittust í fyrsta sinn á fundi í Hvíta húsinu nú síðdegis. Fundurinn varði í um einn og hálfan tíma en Trump sagði að upphaflega hefðu þeir ekki gert ráð fyrir að funda í meira en korter. Þeir hefðu hins vegar haft nóg að ræða. Obama sagði við fjölmiðlamenn eftir fundinn að þeir hefðu meðal annars rætt utanríkismál og innanríkismál. Hann sagði það forgangsatriði að það gengi vel að skipta um forseta svo að Trump gæti orðið farsæll í embætti. „Ef hann verður farsæll þá mun landið njóta farsældar,“ sagði Obama. Þá sagði forsetinn jafnframt að það væri hvetjandi að heyra að Trump væri tilbúinn til að vinna með teymi Obama að ýmsum þeirra mála sem Bandaríkin standa frammi fyrir. „Það er mikilvægt fyrir öll okkar að koma núna saman og vinna saman,“ sagði Obama og bætti við að á meðan þeir Trump ræddust við hafi eiginkonur þeirra, þær Michelle og Melania, rætt saman. „Við viljum að þeim líði eins og þau séu velkomin,“ sagði Obama. Trump tók síðan til máls og sagði að þetta væri í allra fyrsta sinn sem þeir Obama hittust. Hann sagði að þeir hefðu getað rætt saman mun lengur en þennan eina og hálfa tíma sem fundur þeirra varði. Þá kvaðst hann hlakka til að ræða við Obama í framtíðinni en sagði að sumt af því sem þeir ræddu í hefði verið gott og annað erfitt. „Herra forseti, það var mikill heiður að vera með þér í dag,“ sagði Trump. Fram kemur á vef Wall Street Journal að Obama-hjónin hafi hætt við myndatöku með Trump-hjónunum sem taka átti af þeim við suðurinngang Hvíta hússins eftir fundinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15 Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. 10. nóvember 2016 15:15 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15
Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. 10. nóvember 2016 15:15
Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent