Trump hefur rætt við níu þjóðarleiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2016 14:00 Donald Trump hefur rætt við Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, en ekki Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur rætt við að minnsta kosti níu þjóðarleiðtoga eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudag. Athygli vekur að hann hefur ekki rætt við leiðtoga stærstu ríkja Evrópu – leiðtoga Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Rússlands. Í frétt Independent segir að Trump hafi rætt við leiðtoga Egyptalands, Írlands, Mexíkó, Ísrael, Tyrklands, Indlands, Japans, Ástralíu og Suður-Kóreu. Independent segir að Trump hafi enn ekki rætt við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem lýsti sambandi Bretlands og Bandaríkjanna sem „sérstöku“ þegar hún óskaði Trump til hamingju með sigurinn í gær. Trump hefur þó ekki heyrt í May frá því að hann var kjörinn, nokkuð sem blaðið segir draga upp efasemdir um hvort samband ríkjanna sé svo „sérstakt“. Talsmaður Trump segir hann ekki vera með sérstök plön að heimsækja Evrópu áður en hann sver embættiseið þann 20. janúar næstkomandi. May hefur þó sagst vilja eiga fund með Trump við fyrsta tækifæri til að ræða viðskiptatengsl ríkjanna í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Trump átti um tíu mínútna spjall við Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, og bauð honum til að sækja sérstaka veislu í Hvíta húsinu á degi heilags Patreks á næsta ári. Trump ræddi einnig við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, í um tuttugu mínútur og munu þeir eiga sérstakan fund fyrir leiðtogafund ASEAN-ríkja, í næstu viku. Í yfirlýsingu frá egypsku forsetaskrifstofunni segir að Abdel Fattah al-Sissi, forseti Egyptalands, hafi verið fyrsti þjóðarleiðtogi heims sem ræddi við Trump eftir að hann varð kjörinn. Ræddu þeir að efla tengsl ríkjanna. Tim Farron, formaður Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, segir í tísti að sú staðreynd að Trump og May hafi ekki rætt saman, fái hann til að halda að Bretland sé nú einhvers staðar „aftarlega í röðinni“ meðal ríkja.Trump yet to call May, but has called Egypt Ireland Mexico Israel Turkey India Japan & Australia...almost like we are 'back of the queue'— Tim Farron (@timfarron) November 10, 2016 Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur rætt við að minnsta kosti níu þjóðarleiðtoga eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudag. Athygli vekur að hann hefur ekki rætt við leiðtoga stærstu ríkja Evrópu – leiðtoga Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Rússlands. Í frétt Independent segir að Trump hafi rætt við leiðtoga Egyptalands, Írlands, Mexíkó, Ísrael, Tyrklands, Indlands, Japans, Ástralíu og Suður-Kóreu. Independent segir að Trump hafi enn ekki rætt við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem lýsti sambandi Bretlands og Bandaríkjanna sem „sérstöku“ þegar hún óskaði Trump til hamingju með sigurinn í gær. Trump hefur þó ekki heyrt í May frá því að hann var kjörinn, nokkuð sem blaðið segir draga upp efasemdir um hvort samband ríkjanna sé svo „sérstakt“. Talsmaður Trump segir hann ekki vera með sérstök plön að heimsækja Evrópu áður en hann sver embættiseið þann 20. janúar næstkomandi. May hefur þó sagst vilja eiga fund með Trump við fyrsta tækifæri til að ræða viðskiptatengsl ríkjanna í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Trump átti um tíu mínútna spjall við Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, og bauð honum til að sækja sérstaka veislu í Hvíta húsinu á degi heilags Patreks á næsta ári. Trump ræddi einnig við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, í um tuttugu mínútur og munu þeir eiga sérstakan fund fyrir leiðtogafund ASEAN-ríkja, í næstu viku. Í yfirlýsingu frá egypsku forsetaskrifstofunni segir að Abdel Fattah al-Sissi, forseti Egyptalands, hafi verið fyrsti þjóðarleiðtogi heims sem ræddi við Trump eftir að hann varð kjörinn. Ræddu þeir að efla tengsl ríkjanna. Tim Farron, formaður Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, segir í tísti að sú staðreynd að Trump og May hafi ekki rætt saman, fái hann til að halda að Bretland sé nú einhvers staðar „aftarlega í röðinni“ meðal ríkja.Trump yet to call May, but has called Egypt Ireland Mexico Israel Turkey India Japan & Australia...almost like we are 'back of the queue'— Tim Farron (@timfarron) November 10, 2016
Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent