Trump lofar að sýna öllum sanngirni Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. nóvember 2016 07:15 Donald Trump ásamt Mike Pence þegar úrslitin voru orðin ljós snemma í gærmorgun. Trump tekur við forsetaembættinu 20. janúar næstkomandi og Pence verður varaforseti hans Vísir/AFP Sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum hefur skotið ýmsum skelk í bringu, þar á meðal minnihlutahópum á borð við ólöglega innflytjendur og múslimakonur. „Börnin eru hrædd,“ var til dæmis haft eftir konu af rómönskum uppruna í Los Angeles á fréttavef dagblaðsins LA Times. Og bandarísk múslimakona skrifaði þetta á Twitter-síðu sína: „Ég óttast að dagurinn í dag verði sá síðasti sem mér hefur fundist ég vera sæmilega örugg með slæðuna.“ Í Kaliforníu, New York og víðar hefur fólk haldið út á götur til að mótmæla hinum nýkjörna forseta.Þær niðurstöður sem lágu fyrir í gærkvöldi.Sjálfur lagði Trump sig hins vegar fram um það að róa fólk og boðaði sættir í ávarpi sínu í gærmorgun, þegar úrslitin voru komin í ljós: „Ég heiti því að verða forseti allra Bandaríkjamanna, og þetta skiptir mig miklu máli.“ Hann hét því að sýna öllum sanngirni og eiga gott samstarf við allar þjóðir heims. Svo ætlar hann að tvöfalda hagvöxt Bandaríkjanna og fá andstæðinga sína til liðs við sig. Clinton sagðist í símtali sínu við Trump, stuttu áður en hann flutti ávarp sitt, hafa boðist til þess að starfa með honum að málefnum Bandaríkjanna og hún sagðist vonast til þess að hann muni reynast vel: „Ég veit hve vonsvikin þið eruð því ég er það líka,“ sagði hún. „Þetta er sársaukafullt og mun verða það lengi.“ Hins vegar verði Bandaríkjamenn að viðurkenna úrslitin og una þeim: „Stjórnarskrárbundið lýðræði okkar krefst þess að við tökum þátt, ekki bara á fjögurra ára fresti heldur alltaf.“ Hillary Clinton fékk fleiri atkvæði en Donald Trump í forsetakosningunum á þriðjudag, en tapaði engu að síður. Það stafar af því að hún fær ekki jafn marga kjörmenn. Hún var komin með um það bil 150 þúsund atkvæðum meira en Trump þegar búið var að telja rúmlega 98 prósent atkvæða, en allt stefndi í að Trump fengi vel yfir 300 kjörmenn af 438, sem dugar honum ríflega til sigurs. Þetta hefur gerst fjórum sinnum áður í sögu forsetakosninga í Bandaríkjunum, síðast árið 2000 þegar Repúblikaninn George W. Bush sigraði Demókratann Al Gore sem hafði fengið fleiri atkvæði. Trump hefur með sér meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings, en sú staða hefur verið harla sjaldgæf á síðustu áratugum. Þar með mætti ætla að Trump muni eiga frekar auðvelt með að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.Sundurliðaðar niðurstöður og staðan í báðum deildum þingsins.Þótt Bandaríkjaforseti geti verið valdamikill með öflugan þingmeirihluta sér við hlið, þá er völdum hans veruleg takmörk sett ef þingið er ekki með honum. Þingið þarf til dæmis að samþykkja öll útgjöld, til dæmis ef reisa á múr við landamæri Mexíkó, og þingið þarf að vera fylgjandi hernaði sem Trump gæti viljað hrinda af stað. Eitt af því fyrsta sem nýkjörið þing gæti hins vegar komið í framkvæmd, með Trump í fararbroddi, er að kollvarpa heilbrigðisþjónustulöggjöf Baracks Obama sem hefur verið eitt helsta hitamálið í bandarískum stjórnmálum árum saman. „Þegar Trump tekur formlega við embættinu 20. janúar næstkomandi verður hann 70 ára gamall og kominn 220 daga inn á 71. árið. Þar með verður hann elstur allra forseta Bandaríkjanna á innsetningardegi. Næstur kemur Ronald Reagan sem var 69 ára og 349 daga þegar hann tók við embætti árið 1981.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Donald Trump í gegnum árin Farið yfir feril verðandi forseta Bandaríkjanna í máli og myndum. 9. nóvember 2016 14:53 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum hefur skotið ýmsum skelk í bringu, þar á meðal minnihlutahópum á borð við ólöglega innflytjendur og múslimakonur. „Börnin eru hrædd,“ var til dæmis haft eftir konu af rómönskum uppruna í Los Angeles á fréttavef dagblaðsins LA Times. Og bandarísk múslimakona skrifaði þetta á Twitter-síðu sína: „Ég óttast að dagurinn í dag verði sá síðasti sem mér hefur fundist ég vera sæmilega örugg með slæðuna.“ Í Kaliforníu, New York og víðar hefur fólk haldið út á götur til að mótmæla hinum nýkjörna forseta.Þær niðurstöður sem lágu fyrir í gærkvöldi.Sjálfur lagði Trump sig hins vegar fram um það að róa fólk og boðaði sættir í ávarpi sínu í gærmorgun, þegar úrslitin voru komin í ljós: „Ég heiti því að verða forseti allra Bandaríkjamanna, og þetta skiptir mig miklu máli.“ Hann hét því að sýna öllum sanngirni og eiga gott samstarf við allar þjóðir heims. Svo ætlar hann að tvöfalda hagvöxt Bandaríkjanna og fá andstæðinga sína til liðs við sig. Clinton sagðist í símtali sínu við Trump, stuttu áður en hann flutti ávarp sitt, hafa boðist til þess að starfa með honum að málefnum Bandaríkjanna og hún sagðist vonast til þess að hann muni reynast vel: „Ég veit hve vonsvikin þið eruð því ég er það líka,“ sagði hún. „Þetta er sársaukafullt og mun verða það lengi.“ Hins vegar verði Bandaríkjamenn að viðurkenna úrslitin og una þeim: „Stjórnarskrárbundið lýðræði okkar krefst þess að við tökum þátt, ekki bara á fjögurra ára fresti heldur alltaf.“ Hillary Clinton fékk fleiri atkvæði en Donald Trump í forsetakosningunum á þriðjudag, en tapaði engu að síður. Það stafar af því að hún fær ekki jafn marga kjörmenn. Hún var komin með um það bil 150 þúsund atkvæðum meira en Trump þegar búið var að telja rúmlega 98 prósent atkvæða, en allt stefndi í að Trump fengi vel yfir 300 kjörmenn af 438, sem dugar honum ríflega til sigurs. Þetta hefur gerst fjórum sinnum áður í sögu forsetakosninga í Bandaríkjunum, síðast árið 2000 þegar Repúblikaninn George W. Bush sigraði Demókratann Al Gore sem hafði fengið fleiri atkvæði. Trump hefur með sér meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings, en sú staða hefur verið harla sjaldgæf á síðustu áratugum. Þar með mætti ætla að Trump muni eiga frekar auðvelt með að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.Sundurliðaðar niðurstöður og staðan í báðum deildum þingsins.Þótt Bandaríkjaforseti geti verið valdamikill með öflugan þingmeirihluta sér við hlið, þá er völdum hans veruleg takmörk sett ef þingið er ekki með honum. Þingið þarf til dæmis að samþykkja öll útgjöld, til dæmis ef reisa á múr við landamæri Mexíkó, og þingið þarf að vera fylgjandi hernaði sem Trump gæti viljað hrinda af stað. Eitt af því fyrsta sem nýkjörið þing gæti hins vegar komið í framkvæmd, með Trump í fararbroddi, er að kollvarpa heilbrigðisþjónustulöggjöf Baracks Obama sem hefur verið eitt helsta hitamálið í bandarískum stjórnmálum árum saman. „Þegar Trump tekur formlega við embættinu 20. janúar næstkomandi verður hann 70 ára gamall og kominn 220 daga inn á 71. árið. Þar með verður hann elstur allra forseta Bandaríkjanna á innsetningardegi. Næstur kemur Ronald Reagan sem var 69 ára og 349 daga þegar hann tók við embætti árið 1981.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Donald Trump í gegnum árin Farið yfir feril verðandi forseta Bandaríkjanna í máli og myndum. 9. nóvember 2016 14:53 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Donald Trump í gegnum árin Farið yfir feril verðandi forseta Bandaríkjanna í máli og myndum. 9. nóvember 2016 14:53
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent