Fiat erfingi laug til um eigið mannrán Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2016 15:37 Lapo Elkann lifir hátt, en ef til vill of hátt. Lapo Elkann, erfingi Fiat veldisins og barnabarn hins þekkta Gianni Agnelli er ekki í góðum málum eftir að hafa logið til um eigið mannrán og beðið fjölskyldu sína um 10.000 dollara lausnargjald er hann var á fylleríi í New York á dögunum. Ekkert var þó mannránið heldur sviðsetti hann það og hringdi í fjölskyldu sína og báðu hana um þessa 10.000 dollara til að leysa sig úr höndum þessara ætluðu mannræningja. Hann og félagi hans höfðu haldið til New York á dögunum og keyptu áfengi, kannabis og kókaín uns þeir voru orðnir peningalausir. Því gripu þeir til þessa ógáfulega ráðs sem fjölskyldan trúði ekki alveg. Hún setti sig í samband við lögregluna í New York sem tók við þeim kumpánum er þeir ætluðu að endurheimta 10.000 dollara greiðsluna. Þar handtóku þeir félagana tvo. Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent
Lapo Elkann, erfingi Fiat veldisins og barnabarn hins þekkta Gianni Agnelli er ekki í góðum málum eftir að hafa logið til um eigið mannrán og beðið fjölskyldu sína um 10.000 dollara lausnargjald er hann var á fylleríi í New York á dögunum. Ekkert var þó mannránið heldur sviðsetti hann það og hringdi í fjölskyldu sína og báðu hana um þessa 10.000 dollara til að leysa sig úr höndum þessara ætluðu mannræningja. Hann og félagi hans höfðu haldið til New York á dögunum og keyptu áfengi, kannabis og kókaín uns þeir voru orðnir peningalausir. Því gripu þeir til þessa ógáfulega ráðs sem fjölskyldan trúði ekki alveg. Hún setti sig í samband við lögregluna í New York sem tók við þeim kumpánum er þeir ætluðu að endurheimta 10.000 dollara greiðsluna. Þar handtóku þeir félagana tvo.
Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent