Lebkuchen-kaka með brenndu sykurkremi: Klassík með snúningi 29. nóvember 2016 14:00 Kökuna má skreyta að geðþótta en Sara ákvað að nota kolkrabbann sem er hálfgert einkennismerki Kumiko tehússins. Mynd/Anton „Ég held mikið upp á jólin, elska ilminn af kanil og að spila jólalög út í eitt,“ segir hin svissneska Sara Hochuli sem nýlega hefur opnað skemmtilegt japanskt tehús úti á Granda í húsnæði Grandakaffis. Sara Hochuli er kökulistakona sem rekur japanskt te- og kökuhús úti á Granda. Hún gefur hér uppskrift að útfærslu af klassískum svissneskum piparkökum. Sara Hochuli er svissnesk kökulistakona á te- og kökuhúsinu Kumiko. Myndir/Anton „Ég held iðulega upp á jólin með mömmu og pabba í Sviss. Í ár mun ég hins vegar eyða jólunum í Póllandi með tengdaföður mínum og fjölskyldu hans,“ segir Sara og segist, fyrir utan ljúfar samverustundir með fjölskyldunni með góðum mat og drykk, kunna best að meta svefninn um jólin. „Það er yndislegt að geta sofið að vild yfir jólahátíðina. Í mörg ár hef ég þurft að vinna mjög mikið dagana fyrir jól með tilheyrandi svefnleysi. Það er því best í heimi að geta slakað á og að eyða stundum með ástvinum.“ Klassískur jólamatur hjá Söru í Sviss er fondue chinoise. „Það er kjöt og grænmeti í söltu soði sem við borðum með brauði og heimalöguðum sósum að hætti mömmu minnar. Mér finnst líka gaman að fá raclette um hátíðirnar en það er besti ostaréttur í heimi.“ Sara gefur lesendum Jólablaðsins uppskrift að Lebkuchen-köku með brenndu sykurkremi. „Þetta er blanda af hefðbundnum svissneskum piparkökum og minni eigin túlkun á þeim, með karamellukremi.“ Kökuna má skreyta að eigin geðþótta en Sara ákvað að nota kolbrabbann sem er hálfgert einkennismerki Kumiko tehússins. Mynd/AntonMynd/Anton Jólakaka með brenndu sykurkremi Kakan 200 g mjúkt smjör 200 g hveiti 200 g sykur 1 tsk. kanill ½ tsk. negull ½ tsk. allspice 1 tsk. engifer 1 appelsína, bæði hýði og safi 100 g hakkaðar möndlur 1 msk. matarsódi 1 tsk. salt 5 egg Bakið í 30-40 mínútur við 150 gráður. Skerið kökuna í tvennt og fyllið með smjörkremi.Krem200 g sykur 200 g heit mjólk 200 g smjör ½ tsk. salt Karamellið sykurinn á teflonpönnu þar til hann er orðinn dökkbrúnn, ekki hræra of mikið. Kælið hægt með heitri mjólki en farið varlega, sykurinn er heitur. Látið sykur og mjólk malla í 20 mínútur þar til karamellan er orðin bráðin á ný. Kælið dálítið. Blandið smjöri og salti saman við og þeytið þar til blandan verður fislétt. Setjið kremið á milli kökubotnanna og allt í kringum kökuna. Skreytið að geðþótta. Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Þýskar jólasmákökur Jól Engar kaloríur Jól Les jólakveðjurnar í síðasta sinn Jól Notað við hvert tækifæri Jól Engin matareitrun um jólin Jól Loftkökur Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin Jóladagatal Vísis: Þegar upp úr sauð hjá Árna Johnsen og Rottweilerhundunum Jólin
„Ég held mikið upp á jólin, elska ilminn af kanil og að spila jólalög út í eitt,“ segir hin svissneska Sara Hochuli sem nýlega hefur opnað skemmtilegt japanskt tehús úti á Granda í húsnæði Grandakaffis. Sara Hochuli er kökulistakona sem rekur japanskt te- og kökuhús úti á Granda. Hún gefur hér uppskrift að útfærslu af klassískum svissneskum piparkökum. Sara Hochuli er svissnesk kökulistakona á te- og kökuhúsinu Kumiko. Myndir/Anton „Ég held iðulega upp á jólin með mömmu og pabba í Sviss. Í ár mun ég hins vegar eyða jólunum í Póllandi með tengdaföður mínum og fjölskyldu hans,“ segir Sara og segist, fyrir utan ljúfar samverustundir með fjölskyldunni með góðum mat og drykk, kunna best að meta svefninn um jólin. „Það er yndislegt að geta sofið að vild yfir jólahátíðina. Í mörg ár hef ég þurft að vinna mjög mikið dagana fyrir jól með tilheyrandi svefnleysi. Það er því best í heimi að geta slakað á og að eyða stundum með ástvinum.“ Klassískur jólamatur hjá Söru í Sviss er fondue chinoise. „Það er kjöt og grænmeti í söltu soði sem við borðum með brauði og heimalöguðum sósum að hætti mömmu minnar. Mér finnst líka gaman að fá raclette um hátíðirnar en það er besti ostaréttur í heimi.“ Sara gefur lesendum Jólablaðsins uppskrift að Lebkuchen-köku með brenndu sykurkremi. „Þetta er blanda af hefðbundnum svissneskum piparkökum og minni eigin túlkun á þeim, með karamellukremi.“ Kökuna má skreyta að eigin geðþótta en Sara ákvað að nota kolbrabbann sem er hálfgert einkennismerki Kumiko tehússins. Mynd/AntonMynd/Anton Jólakaka með brenndu sykurkremi Kakan 200 g mjúkt smjör 200 g hveiti 200 g sykur 1 tsk. kanill ½ tsk. negull ½ tsk. allspice 1 tsk. engifer 1 appelsína, bæði hýði og safi 100 g hakkaðar möndlur 1 msk. matarsódi 1 tsk. salt 5 egg Bakið í 30-40 mínútur við 150 gráður. Skerið kökuna í tvennt og fyllið með smjörkremi.Krem200 g sykur 200 g heit mjólk 200 g smjör ½ tsk. salt Karamellið sykurinn á teflonpönnu þar til hann er orðinn dökkbrúnn, ekki hræra of mikið. Kælið hægt með heitri mjólki en farið varlega, sykurinn er heitur. Látið sykur og mjólk malla í 20 mínútur þar til karamellan er orðin bráðin á ný. Kælið dálítið. Blandið smjöri og salti saman við og þeytið þar til blandan verður fislétt. Setjið kremið á milli kökubotnanna og allt í kringum kökuna. Skreytið að geðþótta.
Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Þýskar jólasmákökur Jól Engar kaloríur Jól Les jólakveðjurnar í síðasta sinn Jól Notað við hvert tækifæri Jól Engin matareitrun um jólin Jól Loftkökur Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin Jóladagatal Vísis: Þegar upp úr sauð hjá Árna Johnsen og Rottweilerhundunum Jólin