Melania og Barron flytja ekki í Hvíta húsið nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 20:13 Melania og Barron eru mjög náin og hafa orðið enn nánari eftir kosningabaráttuna, samkvæmt heimildarmönnum. mynd/getty Melania Trump, eiginkona Donalds Trump, og Barron sonur þeirra munu ekki flytja í Hvíta húsið þegar Trump tekur við forsetaembættinu í janúar. Þetta kemur fram í frétt New York Post. Þess í stað ætla mæðginin að búa á núverandi heimili sínu á efstu hæð Trump-turnsins á Manhattan í New York borg. Heimildarmenn hafa sagt að ástæðan fyrir áframhaldandi búsetu í Trump-turninum sé sú að Trump-hjónunum sé illa við að taka Barron úr skóla. Barron, sem er tíu ára gamall, stundar nú nám í einkaskóla í norðvesturhluta Manhattan.Öryggisgæslan mun aukast til muna við Trump-turninn.mynd/gettyVísir hefur áður greint frá því að Donald Trump hefur ekki virst sérstaklega áhugasamur um fasta búsetu í Hvíta húsinu. Hann kýs heldur að búa áfram á heimili sínu í New York og vera þess í stað með annan fótinn í Washington. Eftir að úrslit forsetakosninganna urðu ljós hefur öryggisgæslan á svæðinu umhverfis Trump-turninn verið hert til muna en stórt svæði í kringum hann er afgirt. Þessar öryggisráðstafanir hafa gert það að verkum að umferðin í New York-borg er martröð líkust. Ljóst er að þörf er á áframhaldandi gæslu ef Trump-fjölskyldan stendur við ákvörðun sína að hafa aðsetur sínar í turninum. „Leyniþjónustan mun þurfa að girða af svæðið til þess að einhverjir vitleysingar geti ekki komist í návígi turninn og sprengt bílsprengju,“ sögðu lögreglumenn New York-borgar á blaðamannafundi á föstudaginn aðspurðir um hvort turninn yrði áfram girtur af. Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump kemur eiginmanni sínum til varnar Melania Trump segir ummæli eiginmannsins vera óásættanleg, en að þáttastjórnandinn Billy Bush hafi ýtt undir svona tal. 17. október 2016 22:32 Heimakær Trump tregur til að flytja í Hvíta húsið Donald Trump vill verja sem mestum tíma í svítu sinni í Trump-turninum í New York þegar hann verður forseti. 13. nóvember 2016 16:53 Hver er Melania Trump? Melania Trump verður næsta forsetafrú eftir sigur eiginmanns hennar í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 12:09 Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Melania Trump, eiginkona Donalds Trump, og Barron sonur þeirra munu ekki flytja í Hvíta húsið þegar Trump tekur við forsetaembættinu í janúar. Þetta kemur fram í frétt New York Post. Þess í stað ætla mæðginin að búa á núverandi heimili sínu á efstu hæð Trump-turnsins á Manhattan í New York borg. Heimildarmenn hafa sagt að ástæðan fyrir áframhaldandi búsetu í Trump-turninum sé sú að Trump-hjónunum sé illa við að taka Barron úr skóla. Barron, sem er tíu ára gamall, stundar nú nám í einkaskóla í norðvesturhluta Manhattan.Öryggisgæslan mun aukast til muna við Trump-turninn.mynd/gettyVísir hefur áður greint frá því að Donald Trump hefur ekki virst sérstaklega áhugasamur um fasta búsetu í Hvíta húsinu. Hann kýs heldur að búa áfram á heimili sínu í New York og vera þess í stað með annan fótinn í Washington. Eftir að úrslit forsetakosninganna urðu ljós hefur öryggisgæslan á svæðinu umhverfis Trump-turninn verið hert til muna en stórt svæði í kringum hann er afgirt. Þessar öryggisráðstafanir hafa gert það að verkum að umferðin í New York-borg er martröð líkust. Ljóst er að þörf er á áframhaldandi gæslu ef Trump-fjölskyldan stendur við ákvörðun sína að hafa aðsetur sínar í turninum. „Leyniþjónustan mun þurfa að girða af svæðið til þess að einhverjir vitleysingar geti ekki komist í návígi turninn og sprengt bílsprengju,“ sögðu lögreglumenn New York-borgar á blaðamannafundi á föstudaginn aðspurðir um hvort turninn yrði áfram girtur af.
Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump kemur eiginmanni sínum til varnar Melania Trump segir ummæli eiginmannsins vera óásættanleg, en að þáttastjórnandinn Billy Bush hafi ýtt undir svona tal. 17. október 2016 22:32 Heimakær Trump tregur til að flytja í Hvíta húsið Donald Trump vill verja sem mestum tíma í svítu sinni í Trump-turninum í New York þegar hann verður forseti. 13. nóvember 2016 16:53 Hver er Melania Trump? Melania Trump verður næsta forsetafrú eftir sigur eiginmanns hennar í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 12:09 Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Melania Trump kemur eiginmanni sínum til varnar Melania Trump segir ummæli eiginmannsins vera óásættanleg, en að þáttastjórnandinn Billy Bush hafi ýtt undir svona tal. 17. október 2016 22:32
Heimakær Trump tregur til að flytja í Hvíta húsið Donald Trump vill verja sem mestum tíma í svítu sinni í Trump-turninum í New York þegar hann verður forseti. 13. nóvember 2016 16:53
Hver er Melania Trump? Melania Trump verður næsta forsetafrú eftir sigur eiginmanns hennar í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 12:09
Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15