Konur valdamiklar í ÍA Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 11:15 Kvenskörungar á Skaganum. Regína Ásvaldsdóttir er fyrsti kvenbæjarstjórinn í 74 ára sögu Akraness, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir er fyrsti kvenkyns formaður ÍA, Hildur Karen er fyrsta konan til að gegna íþróttafulltrúastöðu ÍA og Hulda Birna Baldursdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA, er önnur konan í þeirri stöðu. Mynd/Jónas Ottósson Hjarta Akraness slær hjá ÍA. Við splæstum saman 40 ára afmæli íþróttahússins við Vesturgötu og 70 ára afmæli ÍA og fögnuðum um síðustu helgi,“ segir Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, íþróttafulltrúi Íþróttabandalags Akraness, sem tók við starfinu á þessu ári, fyrst kvenna. Tvær aðrar konur komust líka í efstu lög píramída ÍA því Helga Sjöfn Jóhannesdóttir varð fyrsta konan til að verða formaður bandalagsins í 70 ára sögu þess og Hulda Birna Baldursdóttir sem er nýráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA er önnur konan til að gegna þeirri stöðu. Hildur Karen segir þær allar vinna vel saman en hvað finnst körlunum um þessar breytingar? „Mér heyrist þeir vera ánægðir með okkur og standa algerlega við bakið á okkur. Við mætum bara virðingu og trausti þar.“ Hildur Karen segir síðustu vikur hafa verið annasamar í hennar starfi, bæði vegna flutnings skrifstofu bandalagsins af Jaðarsbakkasvæðinu í íþróttahúsið við Vesturgötu og undirbúnings afmælishátíðarinnar sem hún segir hafa tekist vel. „Þetta var fjölskyldugleðidagur. Aðildarfélög ÍA buðu upp á sýningar og gáfu gestum kost á að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum auk þess sem veitingar voru á borðum. Okkur reiknast til að 800 til 1.000 manns hafi komið í heimsókn.“ Aðildarfélög ÍA eru 18 talsins og iðkendur um 2.500 eða um 35% íbúanna.„Hvert félag er sjálfstæð eining en hefur aðgang að ýmissi þjónustu sem við veitum hjá ÍA. Svo vinnum við líka með afreksíþróttabraut Fjölbrautaskólans,“ segir Hildur Karen sem er grunnskólakennari að mennt, með íþróttir sem val. Hún hefur unnið í Grundaskóla frá 2000, fyrir utan eitt ár sem hún var framkvæmdastjóri Sundsambandsins. Sund er bæði áhugamál hennar og keppnisíþrótt. Hún kveðst sjá um ungbarnasundkennslu og samflot á Akranesi. Það síðarnefnda þarf hún að útskýra betur. „Í samflotinu er fólk með flothettu á höfði og flotsett á lærum, liggur í heitri innisundlaug, losar um streitu og á nærandi stund í kyrrð við kertaljós,“ lýsir hún. Það hljómar óneitanlega vel. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Hjarta Akraness slær hjá ÍA. Við splæstum saman 40 ára afmæli íþróttahússins við Vesturgötu og 70 ára afmæli ÍA og fögnuðum um síðustu helgi,“ segir Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, íþróttafulltrúi Íþróttabandalags Akraness, sem tók við starfinu á þessu ári, fyrst kvenna. Tvær aðrar konur komust líka í efstu lög píramída ÍA því Helga Sjöfn Jóhannesdóttir varð fyrsta konan til að verða formaður bandalagsins í 70 ára sögu þess og Hulda Birna Baldursdóttir sem er nýráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA er önnur konan til að gegna þeirri stöðu. Hildur Karen segir þær allar vinna vel saman en hvað finnst körlunum um þessar breytingar? „Mér heyrist þeir vera ánægðir með okkur og standa algerlega við bakið á okkur. Við mætum bara virðingu og trausti þar.“ Hildur Karen segir síðustu vikur hafa verið annasamar í hennar starfi, bæði vegna flutnings skrifstofu bandalagsins af Jaðarsbakkasvæðinu í íþróttahúsið við Vesturgötu og undirbúnings afmælishátíðarinnar sem hún segir hafa tekist vel. „Þetta var fjölskyldugleðidagur. Aðildarfélög ÍA buðu upp á sýningar og gáfu gestum kost á að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum auk þess sem veitingar voru á borðum. Okkur reiknast til að 800 til 1.000 manns hafi komið í heimsókn.“ Aðildarfélög ÍA eru 18 talsins og iðkendur um 2.500 eða um 35% íbúanna.„Hvert félag er sjálfstæð eining en hefur aðgang að ýmissi þjónustu sem við veitum hjá ÍA. Svo vinnum við líka með afreksíþróttabraut Fjölbrautaskólans,“ segir Hildur Karen sem er grunnskólakennari að mennt, með íþróttir sem val. Hún hefur unnið í Grundaskóla frá 2000, fyrir utan eitt ár sem hún var framkvæmdastjóri Sundsambandsins. Sund er bæði áhugamál hennar og keppnisíþrótt. Hún kveðst sjá um ungbarnasundkennslu og samflot á Akranesi. Það síðarnefnda þarf hún að útskýra betur. „Í samflotinu er fólk með flothettu á höfði og flotsett á lærum, liggur í heitri innisundlaug, losar um streitu og á nærandi stund í kyrrð við kertaljós,“ lýsir hún. Það hljómar óneitanlega vel. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp