Eygló Ósk setti Íslandsmet í 50 metra baksundi þegar hún synti fyrsta sprett á tímanum 27,40 sekúndum og bætti þar með gamla metið sitt og Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur um 5/100 úr sekúndu.
Ingibjörg setti metið fyrst fyrir fimm árum síðan en Eygló Ósk jafnaði það svo á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug fyrir tveimur árum síðan. Þær voru ánægðar með sig stúlkurnar að sundi loknu samkvæmt fésbókarsíðu Sundsambands Íslands.
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Bryndís Rún Hansen og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir syntu boðsundið á tímanum 1:49,41 mínútu og enduðu í fjórtánda sæti af tuttugu sveitum. Gamla landsmetið var 1:57,06 mínútur og var 12 ára gamalt.
Bryndís Rún Hansen úr Óðni synti 100 metra skriðsund á HM í dag og kom í marki á tímanum 54,44 sekúndum. Bryndís bætti tímann sinn töluvert og hjó þar með nærri Íslandsmetinu í greininni sem Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR á og er 54,44 sekúndur en það var sett á ÍM25 2010.
Bryndís Rún lenti í 29 sæti í greininni en til þess að komast í milliriðla þurfti Bryndís að synda undir 53,78 sekúndum sem franska stúlkan Marie Wattel gerði og var síðust inn í undanúrslitin.