Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. Er það fjölgun um 61,4 prósent á milli ára en í ár fóru tæplega 132 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í nóvember í fyrra voru erlendu ferðamennirnir sem fóru frá landinu tæplega 82 þúsund.
Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að fjöldi ferðamanna hafi ríflega sexfaldast frá árinu 2010. Heildarfjöldi ferðamanna frá áramótun er um 1,64 milljónir eða 37,9% fleiri miðað við fjölda ferðamanna á tímabilinu janúar til nóvember árið 2015.
Bretar og Bandaríkjamenn voru fjölmennastir þeirra ferðamanna sem hingað komu í nóvember, þeir fyrrnefndu voru 27,8 prósent af heildarfjölda en þeir síðarnefndu 23,3 prósent af heildarfjölda. Þar á eftir komu Þjóðverjar (4,5%), Kanadamenn (4,1%), Frakkar (2,9%), Svíar (2,7%), Kínverjar (2,2%), Pólverjar (2,2%), Norðmenn (2,1%) og Danir (2,0%).
Nánar má lesa um þessa miklu fjölgun ferðamanna í nóvember á vef Ferðamálastofu.
Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember

Tengdar fréttir

Gjaldeyristekjur af þjónustu verði meiri en af vöruútflutningi
Í ár má gera ráð fyrir að gjaldeyristekjur íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu stefna í að verða um 450 til 460 milljarðar króna.

Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu
Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi.