Snoppufríður Toyota C-HR prófaður í Madrid Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2016 11:00 Einstaklega laglegur bíll C-HR og hreinn ljúflingur í akstri. Einn mest spennandi bíll sem Toyota hefur smíðað, C-HR var kynntur blaðamönnum í Madrid fyrir skömmu. Þar fer einkar skemmtilega teiknaður bíll sem liggur á milli þess að vera fólksbíll og jepplingur, þó svo útlitið bendi til þess að þar fari fremur jepplingur. Bíllinn er fólksbíll að því leiti að hann er með aksturseiginleika fólksbíla þrátt fyrir að sætishæðin sé há og sannaðist það vel í mjög svo löngum reynsluakstri í sveitunum kringum Madrid. Ekki verður annað sagt en bíllinn hafi verið reyndur til fulls, en ekin var samsvarandi vegalend og er milli Reykjavíkur og Akureyrar og það í svo íslensku veðri að leiðangursmenn fengu næstum heimþrá, það er að segja ef það getur tengst hagléli og hita rétt yfir frostmarki. Til reynslu voru báðar vélargerðirnar sem bíllinn mun fást með hérlendis, eða 1,8 lítra bensínvél með Hybrid kerfi til aðstoðar og 1,2 lítra bensínvél með forþjöppu. Reyndust þær báðar góðar og álika aflmiklar þó smærri vélin hafi þar örlítið snerpuvinninginn. Augun elt´annToyota C-HR bíllinn er óvenjulega frísklega teiknaður bíll sem fær augu nálægra til að elta sig og sást það vel er ekið var inní höfuðborginni spænsku og vakti hann allsstaðar athygli. Toyota hefur einnig lukkast frábærlega við innréttingu bílsins og minnist greinarhöfundur þess ekki að hafa séð betur útfærðari og fegurri innréttingu í Toyota bíl, sem og skemmtilegra litaspil, hönnun, efnisval og frágang. C-HR fer í sölu fljótlega á nýju ári og svo mikil spenna er fyrir bílnum laglega að pantanir hrannast upp. Með C-HR kemur einkar heppilegur bíll inní góða bílaflóru Toyota og ekki er nokkur vafi á því að þessi bíll verður gríðarlega vinsæll hérlendis og mun fást á hóflegu verði, enda fer hér ekki stór bíll, en praktískur þó. Í næsta bílablaði verður nánar sagt frá þessum bíl og hann metinn í veglegri reynsluakstursgrein.Flottir litir sem kynningarbílarnir skörtuðu og þessi er eðall. Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent
Einn mest spennandi bíll sem Toyota hefur smíðað, C-HR var kynntur blaðamönnum í Madrid fyrir skömmu. Þar fer einkar skemmtilega teiknaður bíll sem liggur á milli þess að vera fólksbíll og jepplingur, þó svo útlitið bendi til þess að þar fari fremur jepplingur. Bíllinn er fólksbíll að því leiti að hann er með aksturseiginleika fólksbíla þrátt fyrir að sætishæðin sé há og sannaðist það vel í mjög svo löngum reynsluakstri í sveitunum kringum Madrid. Ekki verður annað sagt en bíllinn hafi verið reyndur til fulls, en ekin var samsvarandi vegalend og er milli Reykjavíkur og Akureyrar og það í svo íslensku veðri að leiðangursmenn fengu næstum heimþrá, það er að segja ef það getur tengst hagléli og hita rétt yfir frostmarki. Til reynslu voru báðar vélargerðirnar sem bíllinn mun fást með hérlendis, eða 1,8 lítra bensínvél með Hybrid kerfi til aðstoðar og 1,2 lítra bensínvél með forþjöppu. Reyndust þær báðar góðar og álika aflmiklar þó smærri vélin hafi þar örlítið snerpuvinninginn. Augun elt´annToyota C-HR bíllinn er óvenjulega frísklega teiknaður bíll sem fær augu nálægra til að elta sig og sást það vel er ekið var inní höfuðborginni spænsku og vakti hann allsstaðar athygli. Toyota hefur einnig lukkast frábærlega við innréttingu bílsins og minnist greinarhöfundur þess ekki að hafa séð betur útfærðari og fegurri innréttingu í Toyota bíl, sem og skemmtilegra litaspil, hönnun, efnisval og frágang. C-HR fer í sölu fljótlega á nýju ári og svo mikil spenna er fyrir bílnum laglega að pantanir hrannast upp. Með C-HR kemur einkar heppilegur bíll inní góða bílaflóru Toyota og ekki er nokkur vafi á því að þessi bíll verður gríðarlega vinsæll hérlendis og mun fást á hóflegu verði, enda fer hér ekki stór bíll, en praktískur þó. Í næsta bílablaði verður nánar sagt frá þessum bíl og hann metinn í veglegri reynsluakstursgrein.Flottir litir sem kynningarbílarnir skörtuðu og þessi er eðall.
Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent