Tjáningarfrelsi og ábyrg orð Hafliði Helgason skrifar 2. desember 2016 07:00 Fleyg er sú setning sem höfð er eftir Voltaire og reyndar ýmsum fleirum: „Ég fyrirlít skoðanir þínar, en er tilbúinn að láta líf mitt fyrir rétt þinn til að tjá þær.“ Setningin er í anda upplýsingastefnunnar og þeirra stjórnmálaumbóta sem henni fylgdu. Tjáningarfrelsið er sjálfsögð réttindi og varin í stjórnarskrám lýðræðisríkja um allan heim. Þessi helgu réttindi eru kjarni lýðræðisins og ber að umgangast sem slík. Frelsi fylgir þó alltaf ábyrgð. Sá sem tekur ekki ábyrgð á eigin lífi er aldrei frjáls. Frelsi takmarkast líka við frelsi annarra til verðmætra réttinda í samfélaginu. Til dæmis að ekki sé veist að mannorði þeirra með lygi og óhróðri. Vandinn verður alltaf sá að meta hvenær réttlætanlegt er að láta fólk gjalda fyrir meiðandi ummæli. Fáir eru þeirrar skoðunar að heimilt sé að ljúga upp á fólk og skaða orðspor þess án þess að þurfa að taka afleiðingum af því. Hitt er svo annað að orð dæma sig oft sjálf og enga þvingun þarf til þess að sá sem fer með heimsku, róg og lygi dæmi sig til útskúfunar í skynsamlegri orðræðu. Yfirleitt er slíkt æskilegasti farvegur fyrir órökstudd og heimskuleg ummæli um menn og málefni. Það að beita réttarvernd opinbers valds er oftar en ekki varasamt og skilar jafnvel samúð með vondum málstað. Ástæða þessara vangaveltna er sú að lögð hefur verið fram kæra á hendur útvarpsmanni sem hefur verið farvegur fyrir ótrúlegasta bull og meiðandi vitleysu í garð ýmissa hópa. Vel gert og skynsamt fólk hlýtur að fordæma allt það bull og vitleysu, en annað mál er hvort rétt sé að beina slíkum málum í refsifarveg. Lög um hatursorðræðu eru í gildi hér á landi og í mörgum nágrannalöndum. Þau eru tilkomin vegna ótta við að öfgahreyfingar sem beita hatursorðræðu og rakalausum áróðri. Í ljósi sögunnar er óttinn við slíkt skiljanlegur og því miður, þrátt fyrir betra aðgengi að upplýsingum, virðast lýðskrumarar hvers ummæli standast enga skoðun eiga greiða leið að hjörtum kjósenda. Hjörtum, því ekkert í orðræðu þeirra stenst skoðun sæmilegs heila. Stundum heyrist einnig það sjónarmið að verið sé að hefta tjáningarfrelsi þeirra ef einstakir fjölmiðlar hafna því að koma órökstuddum og meiðandi sjónarmiðum á framfæri. Það er auðvitað firra, því hver fjölmiðill getur gert sínar kröfur um háttvísi og málefnalega umræðu sem honum hentar. Það er til efs að boð og bönn leysi vanda hatursorðræðu. Hættan af því að hemja um of tjáningarfrelsið er sú að þau mörk verði svo áfram teygð svo langt að við að lokum glötum því. Tjáningarfrelsið á sér stutta sögu ef horft er til sögu menningarsamfélaga og fyrir tilurð þess og lýðræðisins hefur runnið mikið blóð. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun
Fleyg er sú setning sem höfð er eftir Voltaire og reyndar ýmsum fleirum: „Ég fyrirlít skoðanir þínar, en er tilbúinn að láta líf mitt fyrir rétt þinn til að tjá þær.“ Setningin er í anda upplýsingastefnunnar og þeirra stjórnmálaumbóta sem henni fylgdu. Tjáningarfrelsið er sjálfsögð réttindi og varin í stjórnarskrám lýðræðisríkja um allan heim. Þessi helgu réttindi eru kjarni lýðræðisins og ber að umgangast sem slík. Frelsi fylgir þó alltaf ábyrgð. Sá sem tekur ekki ábyrgð á eigin lífi er aldrei frjáls. Frelsi takmarkast líka við frelsi annarra til verðmætra réttinda í samfélaginu. Til dæmis að ekki sé veist að mannorði þeirra með lygi og óhróðri. Vandinn verður alltaf sá að meta hvenær réttlætanlegt er að láta fólk gjalda fyrir meiðandi ummæli. Fáir eru þeirrar skoðunar að heimilt sé að ljúga upp á fólk og skaða orðspor þess án þess að þurfa að taka afleiðingum af því. Hitt er svo annað að orð dæma sig oft sjálf og enga þvingun þarf til þess að sá sem fer með heimsku, róg og lygi dæmi sig til útskúfunar í skynsamlegri orðræðu. Yfirleitt er slíkt æskilegasti farvegur fyrir órökstudd og heimskuleg ummæli um menn og málefni. Það að beita réttarvernd opinbers valds er oftar en ekki varasamt og skilar jafnvel samúð með vondum málstað. Ástæða þessara vangaveltna er sú að lögð hefur verið fram kæra á hendur útvarpsmanni sem hefur verið farvegur fyrir ótrúlegasta bull og meiðandi vitleysu í garð ýmissa hópa. Vel gert og skynsamt fólk hlýtur að fordæma allt það bull og vitleysu, en annað mál er hvort rétt sé að beina slíkum málum í refsifarveg. Lög um hatursorðræðu eru í gildi hér á landi og í mörgum nágrannalöndum. Þau eru tilkomin vegna ótta við að öfgahreyfingar sem beita hatursorðræðu og rakalausum áróðri. Í ljósi sögunnar er óttinn við slíkt skiljanlegur og því miður, þrátt fyrir betra aðgengi að upplýsingum, virðast lýðskrumarar hvers ummæli standast enga skoðun eiga greiða leið að hjörtum kjósenda. Hjörtum, því ekkert í orðræðu þeirra stenst skoðun sæmilegs heila. Stundum heyrist einnig það sjónarmið að verið sé að hefta tjáningarfrelsi þeirra ef einstakir fjölmiðlar hafna því að koma órökstuddum og meiðandi sjónarmiðum á framfæri. Það er auðvitað firra, því hver fjölmiðill getur gert sínar kröfur um háttvísi og málefnalega umræðu sem honum hentar. Það er til efs að boð og bönn leysi vanda hatursorðræðu. Hættan af því að hemja um of tjáningarfrelsið er sú að þau mörk verði svo áfram teygð svo langt að við að lokum glötum því. Tjáningarfrelsið á sér stutta sögu ef horft er til sögu menningarsamfélaga og fyrir tilurð þess og lýðræðisins hefur runnið mikið blóð. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun