Enn einn titillinn í höfn hjá Belichick og Brady | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2016 11:00 Tom Brady gat leyft sér að brosa í kuldanum í New England í gær. Vísir/Getty New England Patriots virðist enn eitt árið líklegt til afreka í NFL-deildinni en liðið vann í gær öruggan 16-3 sigur á ríkjandi meisturum, Denver Broncos, á útivelli í gær. Með sigrinum tryggði Patriots sér sigur í austurriðli Ameríkudeildarinnar í þrettánda sinn á undanförnum fjórtán árum. Ekkert lið getur státað sig af slíkum árangri í sögu deildarinnar. Lykillinn að velgengni liðsins er samstarf þjálfarans Bill Belichick og leikstjórnandans Tom Brady sem gengu báðir til liðs við félagið fyrir sextán árum síðan. Eini titilinn sem Patriots hefur misst af síðan 2003 er frá tímabilinu 2008, er Brady sleit krossband í hné í fyrsta leik tímabilsins. Tvö önnur lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í umferðinni. Oakland Raiders komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2002 með sigri á San Diego Chargers, 19-16, og Seattle Seahawks tryggði sitt sæti með öruggum sigri á LA Rams á fimmtudagskvöld, 24-3.Prescott og Elliott samir við sig Eitt annað lið, Dallas Cowboys, var búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina en það var fyrir umferðina um helgina. Dallas tapaði reyndar fyrir New York Giants í síðustu umferð, 10-7. Var það fyrsti tapleikur liðsins eftir ellefu sigra í röð, sem er félagsmet. Dallas komst aftur á sigurbraut í nótt með sigri á sjóðheitu liði Tampa Bay Buccaneers, 26-20, og þaggaði nýliðinn Dak Prescott endanlega í öllum gagnrýnisröddum með frábærri frammistöðu í stöðu leikstjórnanda. Prescott kláraði 89 prósent af sendingunum sínum og hljóp sjálfur fyrir einu snertimarki. Annar nýliði, hlauparinn Ezekiel Elliott, átti einnig magnaðan leik en hann hljóp fyrir 159 jördum, sem er persónulegt met, og skoraði eitt snertimark. Aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu í NFL-deildinni og mikil spenna ríkir um hvaða átta lið fylgja hinum fjórum í úrslitakeppnina. Kansas City og Detroit Lions standa framarlega í þeirri baráttu en máttu þó bæði sætta sig við svekkjandi töp um helgina. Hér má sjá hvernig staðan í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni lítur út og hér má sjá hvernig staðan er í öllum riðlum. Hér má sjá myndband með tilþrifum helgarinnar, frá YouTube-síðu NFL.Úrslit helgarinnar: Seattle - LA Rams 24-3 NY Jets - Miami 13-34 Baltimore - Philadelphia 27-26 Buffalo - Cleveland 33-13 Chicago - Green Bay 27-30 Cincinnati - Pittsburgh 24-20 Houston - Jacksonville 21-20 Kansas City - Tennessee 17-19 Minnesota - Indianapolis 6-34 NY Giants - Detroit 17-6 Arizona - New Orleans 41-48 Atlanta - San Francisco 41-13 Denver - New England 3-16 San Diego - Oakland 16-19 Dallas - Tampa Bay 26-20 Enski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Fleiri fréttir Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Sjá meira
New England Patriots virðist enn eitt árið líklegt til afreka í NFL-deildinni en liðið vann í gær öruggan 16-3 sigur á ríkjandi meisturum, Denver Broncos, á útivelli í gær. Með sigrinum tryggði Patriots sér sigur í austurriðli Ameríkudeildarinnar í þrettánda sinn á undanförnum fjórtán árum. Ekkert lið getur státað sig af slíkum árangri í sögu deildarinnar. Lykillinn að velgengni liðsins er samstarf þjálfarans Bill Belichick og leikstjórnandans Tom Brady sem gengu báðir til liðs við félagið fyrir sextán árum síðan. Eini titilinn sem Patriots hefur misst af síðan 2003 er frá tímabilinu 2008, er Brady sleit krossband í hné í fyrsta leik tímabilsins. Tvö önnur lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í umferðinni. Oakland Raiders komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2002 með sigri á San Diego Chargers, 19-16, og Seattle Seahawks tryggði sitt sæti með öruggum sigri á LA Rams á fimmtudagskvöld, 24-3.Prescott og Elliott samir við sig Eitt annað lið, Dallas Cowboys, var búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina en það var fyrir umferðina um helgina. Dallas tapaði reyndar fyrir New York Giants í síðustu umferð, 10-7. Var það fyrsti tapleikur liðsins eftir ellefu sigra í röð, sem er félagsmet. Dallas komst aftur á sigurbraut í nótt með sigri á sjóðheitu liði Tampa Bay Buccaneers, 26-20, og þaggaði nýliðinn Dak Prescott endanlega í öllum gagnrýnisröddum með frábærri frammistöðu í stöðu leikstjórnanda. Prescott kláraði 89 prósent af sendingunum sínum og hljóp sjálfur fyrir einu snertimarki. Annar nýliði, hlauparinn Ezekiel Elliott, átti einnig magnaðan leik en hann hljóp fyrir 159 jördum, sem er persónulegt met, og skoraði eitt snertimark. Aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu í NFL-deildinni og mikil spenna ríkir um hvaða átta lið fylgja hinum fjórum í úrslitakeppnina. Kansas City og Detroit Lions standa framarlega í þeirri baráttu en máttu þó bæði sætta sig við svekkjandi töp um helgina. Hér má sjá hvernig staðan í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni lítur út og hér má sjá hvernig staðan er í öllum riðlum. Hér má sjá myndband með tilþrifum helgarinnar, frá YouTube-síðu NFL.Úrslit helgarinnar: Seattle - LA Rams 24-3 NY Jets - Miami 13-34 Baltimore - Philadelphia 27-26 Buffalo - Cleveland 33-13 Chicago - Green Bay 27-30 Cincinnati - Pittsburgh 24-20 Houston - Jacksonville 21-20 Kansas City - Tennessee 17-19 Minnesota - Indianapolis 6-34 NY Giants - Detroit 17-6 Arizona - New Orleans 41-48 Atlanta - San Francisco 41-13 Denver - New England 3-16 San Diego - Oakland 16-19 Dallas - Tampa Bay 26-20
Enski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Fleiri fréttir Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Sjá meira