Læknaráð segir framlag til Landspítalans ófullnægjandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2016 11:28 Vísir/Vilhelm Læknaráð Landspítalans lýsir yfir þungum áhuggjum af ófullnægjandi ríkisframlagi til spítalans í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Ráðið telur að það geti hafi alvarlegar afleiðingar fyrir starfsemi og faglega stöðu heilbrigðisþjónustu í landinu. Þá segir stjórn ráðsins að Alþingi verði að bregðast við. Í tilkynningu frá læknaráði segir að vöxtur í starfsemi Landspítalans haldi áfram eins og við sé að búast miðað við fjölgun landsmanna, öldrun þjóðarinnar, aukna byrði langvinnra sjúkdóma og fjölgun ferðamanna. Þá segir að útgjaldarammi spítalans í frumvarpinu sé ekki í takt við þessa þróun. Á föstu verðlagi sé framlag til reksturs fyrir árið 2017 sambæranlegt við árið 2005, en 2,8 milljörðum lægra en 2008. „Þetta telur læknaráð Landspítala óásættanlegt og ógn við það hlutverk sem sjúkrahúsinu er ætlað að gegna. Uppsöfnuð viðbótarfjárþörf Landspítalans 2017 er metin tæpir 12 milljarðar króna miðað við fjárlög 2016 og alls 66 milljarðar króna á næstu 5 árum.“ Enn fremur segir ráðið að án slíkrar innspýttingar í rekstur spítalans sé hætta á ófullnægjandi framþróun í heilbrigðisþjónustu í landinu. Þá kalli núverandi frumvarp á samdrátt og skerðingu þjónustunnar. Það sé ógn við öryggi sjúklinga og heilbrigðiskerfi landsmanna til lengri og skemmri tíma. Þá bendir læknaráð á að núverandi fjárlagafrumvarp sé í fullkominni andstöðu við yfirlýsingar forsætisráðherra og annarra sem undirrituð var í tengslum við kjarasamning lækna í byrjun árs 2015. Þar stóð: „Heilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd“. Hins vegar séu útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi 8,8 prósent af vergri landsframleiðslu en 9,6 til 11,1 prósent á hinum Norðulöndunum. Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Læknaráð Landspítalans lýsir yfir þungum áhuggjum af ófullnægjandi ríkisframlagi til spítalans í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Ráðið telur að það geti hafi alvarlegar afleiðingar fyrir starfsemi og faglega stöðu heilbrigðisþjónustu í landinu. Þá segir stjórn ráðsins að Alþingi verði að bregðast við. Í tilkynningu frá læknaráði segir að vöxtur í starfsemi Landspítalans haldi áfram eins og við sé að búast miðað við fjölgun landsmanna, öldrun þjóðarinnar, aukna byrði langvinnra sjúkdóma og fjölgun ferðamanna. Þá segir að útgjaldarammi spítalans í frumvarpinu sé ekki í takt við þessa þróun. Á föstu verðlagi sé framlag til reksturs fyrir árið 2017 sambæranlegt við árið 2005, en 2,8 milljörðum lægra en 2008. „Þetta telur læknaráð Landspítala óásættanlegt og ógn við það hlutverk sem sjúkrahúsinu er ætlað að gegna. Uppsöfnuð viðbótarfjárþörf Landspítalans 2017 er metin tæpir 12 milljarðar króna miðað við fjárlög 2016 og alls 66 milljarðar króna á næstu 5 árum.“ Enn fremur segir ráðið að án slíkrar innspýttingar í rekstur spítalans sé hætta á ófullnægjandi framþróun í heilbrigðisþjónustu í landinu. Þá kalli núverandi frumvarp á samdrátt og skerðingu þjónustunnar. Það sé ógn við öryggi sjúklinga og heilbrigðiskerfi landsmanna til lengri og skemmri tíma. Þá bendir læknaráð á að núverandi fjárlagafrumvarp sé í fullkominni andstöðu við yfirlýsingar forsætisráðherra og annarra sem undirrituð var í tengslum við kjarasamning lækna í byrjun árs 2015. Þar stóð: „Heilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd“. Hins vegar séu útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi 8,8 prósent af vergri landsframleiðslu en 9,6 til 11,1 prósent á hinum Norðulöndunum.
Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira